Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 21
21 S T R Ý T U R A N N S Ó K N I R verður sem fyrr segir notast við kafbátinn góða sem LÍÚ gaf Há- skólanum á Akureyri á síðasta ári. Erlendur Bogason segir að kafbát- urinn muni nýtast afar vel í þess- ar rannsóknir. „Strýturnar eru á mismunandi dýpi og um er að ræða stórt svæði. Það hefur ótví- ræða kosti að geta sent kafbátinn niður og látið hann skanna svæð- ið. Ef við sjáum eitthvað áhuga- vert getum við kafað niður og tekið sýni á þeim stöðum. Ef við viljum fara dýpra, á það dýpi þar sem kafari getur ekki athafnað sig, getum við nýtt griparma á kafbátnum til þess að taka sýni. Þessi tækni nýtist okkur mjög vel. Ég get nefnt sem dæmi að við hyggjumst nýta þennan kaf- bát til þess að ná gassýnum á allt að 200 metra dýpi á Skjálfanda síðar á þessu ári,“ segir Erlendur og Hreiðar Þór bætir við að út af Skjálfanda og á Kolbeinseyjar- svæðinu sé vitað um jarðhita- svæði neðansjávar sem lítið hafa verið rannsökuð til þessa, en með þessum nýja kafbáti opnist ýmsir nýir möguleikar í þeim efnum. Ekki er ljóst hversu langan tíma rannsóknirnar á strýtunum í Eyjafirði koma til með að taka, en gera má ráð fyrir nokkrum árum. Það ræðst þó að nokkru leyti af því fjármagni sem fæst til verks- ins. „Við erum með ákveðið fjár- magn til reiðu í rannsóknirnar í ár, en reynslan er sú að rannsóknir vefja alltaf utan á sig og þær verða víðtækari en upphaflega var lagt upp með. Við hjá Hafró ætl- um að sigla með kafbátinn yfir sprungusvæðið á nýja hverasvæð- inu endilangt og taka myndir all- an tímann. Þannig fáum við glögga mynd af lífverunum. Við sendum kafara síðan niður til þess að taka sýni af stöðum sem við teljum áhugaverð,“ segir Hreiðar Þór. Á eftir að vekja mikla athygli Í ljósi þess hversu einstakar hverastrýturnar eru í Eyjafirði er alveg ljóst að svæðið mun vekja mikla athygli ferðamanna. Raun- ar er búið að ákveða að setja upp tvö skilti til að skýra út þetta náttúrufyrirbæri, en til viðbótar er ljóst t.d. að kafarar víðsvegar að eiga eftir að sækja í að fara nið- ur að strýtunum. Þar ber hins vegar að fara varlega og eftir sett- um reglum, enda eru strýturnar friðlýstar, eins og fyrr segir, í það minnsta þær sem fundust fyrst í austanverðum Eyjafirði. En Er- lendur Bogason telur að unnt væri að setja köfurum skýrar regl- ur um köfun niður að strýtunum. „Eftir að nýja strýtusvæðið fannst á síðasta ári opnast möguleikar til þess að skipta svæðunum niður og hafa eitt svæði opið í einu, en loka hinum. Það er alveg ljóst að hér er um einstakt tækifæri fyrir kafara að ræða. Það er væntanlega einstakt að menn geti kafað í einnar gráðu heitum sjó og á sama stað brennt sig! Þetta finnst hvergi í heiminum.“ Hreiðar Þór segir ekki unnt að banna alla umferð um svæðið og það sé heldur ekki ætlunin. Þvert á móti sé fyrirhugað að safna sem mestum upplýsingum í sarpinn til þess að miðla til almennings. Strýturnar geti þannig verið mik- ill og góður stuðningur við þá af- þreyingu sem þegar er til staðar í Eyjafirði. „En það er hins vegar alveg ljóst að það verður að setja ákveðnar reglur um umgengni við strýturnar, enda um einstök náttúrufyrirbæri að ræða.“ Hversu gamlar eru strýturnar? Ekki liggja fyrir upplýsingar um aldur á strýtunum, en eitt er þó víst að þær hafa myndast eftir síð- ustu ísöld, fyrir um 10 þúsund árum. Aldurinn er einn þeirra þátta sem verður rannsakaður ná- kvæmlega í þeim rannsóknum sem framundan eru. „Vatn í strýt- unum sem fundust fyrst var m.a. rannsakað af Hrefnu Kristmanns- dóttur, sem nú starfar við HA, og samkvæmt þeim rannsóknum er talið að það eigi upptök sín uppi á hálendinu, það hafi síðan fallið niður í berglög og komið þarna upp mörg þúsund árum síðar. Þetta segir hins vegar ekkert um aldur á strýtunum,“ segir Hreiðar Þór Valtýsson. 1) Enn sem er beinast rannsóknirnar bara að nýju strýtunum þó áhugi sé á því að rannsaka gamla svæðið síðar. Erlendur Bogason kafari er öðrum mönnum fróðari um strýturnar í Eyjafirði, en hann hefur ítrekað kafað niður að þeim - bæði út af Hjalteyri og í austanverðum firðinum. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.