Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 25
25 F I S K E L D I Forveri verksmiðjunnar, Ístess hf., var stofnaður í maí 1985 og voru stofnendur Kaupfélag Ey- firðinga og Síldarverksmiðjan í Krossanesi, sem áttu hvort um sig 26% hlutafjár, og norska fyr- irtækið T. Skretting A.S. í Stavanger, sem átti 48% hluta- fjár. Fóðurverksmiðja var reist árið 1987 og árleg framleiðsla var 8-9.000 tonn. Ístess seldi um 2/3 framleiðslu sinnar til Færeyja. Í maí 1991 var fóðurframleiðslufyr- irtækið Ístess hf. lýst gjaldþrota eftir að Skretting hafði sagt upp sölu- og leyfissamningi félaganna. Nokkrum vikum síðar, nánar til- tekið 28. júní 1991, var Fóður- verksmiðjan Laxá síðan stofnuð og fyrirtækið keypti eignir þrota- búsins og hélt áfram fóðurfram- leiðslu í Krossanesi. Sildarvinnslan hf. er nú ráðandi eignaraðili í verksmiðjunni, á um tvo þriðju hlutafjár. Annar stærsti hluthafinn er Akureyrarbær og þar að auki eru nokkrir minni hluthafar. Yfirstjórn félagsins er í höndum Björgólfs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar, og Jóns Kjartans Jónsson- ar, stjórnarformanns fyrirtækisins og framkvæmdastjóra fiskeldis- mála hjá Samherja hf., en dagleg framkvæmdastjórn er í höndum Jóns Árnasonar, Rögnu Ragnars- dóttur, skrifstofustjóra, og Ómars Valgarðssonar, verksmiðjustjóra. Að jafnaði starfa fjórtán manns hjá Laxá hf., en á álagstímum á vorin og fram á haust þarf að bæta við fólki í framleiðsluna. ...ákvað að slá til „Ég er búinn að vera í þessum fiskafóðursbransa frá árinu 1986, þegar ég var ráðinn til Ístess,“ rifjar Jón upp, „og frá þeim tíma hef ég starfað hér, að undanskild- Þorskeldið getur verið hinn stóri vaxtarbroddur í íslensku fiskeldi - að mati dr. Jóns Árnasonar, fóðurfræðings hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá Lykillinn að vexti í hérlendu fiskeldi er ekki síst fólginn í því að Íslendingum takist að ná tökum á þorskeldi. Á margan hátt eru kjörað- stæður til þorskeldis á Íslandi og þær aðstæður er okkur nauðsyn að nýta sem best. Möguleik- arnir eru fyrir hendi, okkar er að nýta þá. Þetta er í stórum dráttum niðurstaða dr. Jóns Árnasonar, fóðurfræðings hjá Fóðurverksmiðj- unni Laxá hf. á Akureyri, sem hefur starfað að fóðurframleiðslu hjá Laxá og forvera fyrirtæk- isins, Ístess, frá árinu 1986, að fjórum árum undanskildum, þegar hann starfaði í Noregi. Fóðri staflað á bretti. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.