Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 30

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 30
30 V E I Ð A R F Æ R I Gylfi Hallgrímsson, sölumaður Hampiðjunnar til margra ára, Gestur Rúnarsson, sem áður starf- aði hjá Strendu ehf., og Ólafur Benónýsson, netagerðarmeistari, áður verkstjóri á netaverkstæði Hampiðjunnar, hófu allir störf hjá Tben ehf. nú um áramótin. Fjórir af starfsmönnum Tben ehf. eru netagerðarmeistarar. Fjölbreyttar vörur Um áramótin tók Tben ehf. við umboði fyrir Gunnebo í Svíþjóð sem og Nösted Kjetting í Nor- egi. Gunnebo framleiðir allt sem til þarf fyrir hífingar sem og til fiskveiða, en Nösted er þekkt fyr- ir TRYGG og FRAM keðjur, sem hafa reynst mjög vel. Tben ehf. mun nú leggja meiri áherslu á sölu þorskaneta, blý- teina, flotteina og annarrar vöru tengdri þorskanetaveiðum. Fyrir- tækið býður upp á breiða línu af útgerðarvöru og má þar nefna trollnet, garn og kaðla frá Hamp- iðjunni; hnútalausa netið frá Net Systems, varahluti fyrir Poly Ice hlerana, Thyboron trollhlera, Oli- veira trollvíra, snurpuvíra, kranavíra og vinnslu- víra, Itsaskorda dragnótarmanillu, Parson keðjur og patentlása, The blue line sigurnagla, kóssa, blakkir, plastskiljur, stálskiljur og mjúkskiljur, rockhoppergúmmí, stálbobbinga og milligúmmí, trollkúlur, belgi og nótaflot frá Sæplasti, sjófatnað, hanska, hjálma og stígvél ásamt fjölda annarra vara. Ný gerð rockhopperlengja Helstu nýjungar hjá Tben ehf. er ný gerð af rockhopperlengjum, þróuð af Sintef í Dan- mörku. Notaðar eru fer- kantaðar plötur í stað hring- laga rockhopper diska, tvær keðj- ur eru notaðar og plötunum lásað í keðjuna. Plötulengjan gerir það að verkum að vængirnir skvera ca 15% meira á breiddina en áður. Einnig skilar plötulengjan aflanum betur inn í trollið og þá sérstaklega flatfiski. Loftþyngd lengjunnar er minni en á hefðbundinni lengju en sjó- þyngd er sú sama. Viðhald á plötulengjunni er mun auðveld- ara þar sem hægt er að skipta um hverja plötu fyrir sig án þess að taka lengjuna í land. Reynslan af hnútalausa netinu frá Net Systems í kolmunna- og síldarpokanum um borð í Sig- hvati Bjarnasyni VE er mjög góð. Trollið reyndist mun léttara í drætti og skemmri tíma tekur að fá aflann aftur í poka. Hefðbund- inn hnútanetspoki fyrir Sighvat vegur tvö tonn en sá hnútalausi eitt tonn. Þorsteinn EA fékk einnig hnútalaust Nylon net í síldarpokann hjá sér, mun grennra net var notað en hjá Sig- hvati þar sem einungis átti að nota pokann til síldveiða. Pokinn hefur komið mjög vel út sem veiðarfæri enda mun minni mót- staða en í hefðbundnu hnútaneti og aflinn skilar sér fljótt og vel aftur í poka. Þá má nefna að Tben ehf. selur japanskar þorskgildrur, sem Guð- mundur Runólfsson hf. notar, og fyrirtækið er með víraþjónustu og setur upp og gerir við rockhopp- erlengjur. Tben tekur við söludeild Hampiðjunnar Nú um áramótin tók Tben ehf. í Hafnarfirði við söludeild Hampiðjunn- ar innanlands þ.e.a.s. sölu á trollneti, garni og köðlum. Tben ehf., sem er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, verður áfram staðsett í Hafnarfirði í núverandi húsnæði með höfuðstöðvar að Hvaleyrarbraut 39, en jafn- framt hefur fyrirtækið lageraðstöðu að Hvaleyrarbraut 41, alls um 1800 fermetra. Tben hefur fengið lageraðstöðu við Hvaleyrarbraut 41, við hlið höfuðstöðva fyrirtæk- isins. Ein af helstu nýjungum hjá Tben ehf. er ný gerð af rockhopperlengjum, þróuð af Sintef í Dan- mörku. Notaðar eru fer- kantaðar plötur í stað hringlaga rockhopper diska, tvær keðjur eru notaðar og plötunum lásað í keðjuna. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 30

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.