Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 32
32 N Ý T T S K I P Það er ekki hægt að orða það öðruvísi en að það séu tíðindi þegar íslensk flutningafélög láta smíða fyrir sig kaupskip. Slíkt hefur ekki gerst í áratug eða svo. Arnarfellið er annað tveggja nýrra flutningaskipa Samskipa, en hitt heitir Helgafell og er alveg eins. Það skip er sömuleiðis komið í rekstur hjá Samskipum. Skipin voru smíðuð í þýsku skipasmíða- stöðinni JJ Sietas. Smíðaverð hvors skips er um 1,7 milljarðar króna. Bæði þessi nýju skip koma í stað eldri skipa með sömu nöfn- um. Þessi nýju skip eru 138 metra löng og 21 metra breið og bera rösklega 11 þúsund tonn. Skipin ganga 18,4 sjómílur á klst. Í áhöfn nýju skipanna eru 11 manns og eru eingöngu Íslend- ingar í áhöfn, ólíkt því sem er á fjölmörgum hérlendum kaup- skipum. Allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið - eins manns herbergi með sérsnyrtingu Flutningsgeta hvors skips um sig er 908 tuttugu feta gáma- einingar • Burðargeta skipanna er allt að 11.143 tonn • Lengd 137,5 metrar og breidd 21,3 metrar • Mesta djúprista 8,5 metrar • Brúttórúmlestir 8.853 tonn • Gert er ráð fyrir fjórum gámahæðum í lestum, 20 og 40 feta gámaeiningum; og 20, 30, 40, og 45 feta einingum á þilfari. Einnig er gert ráð fyrir yfirbreidd palla á fletum í lestum • Á framskipi eru vindur varðar og í lokuðu rými • Öflug bógskrúfa, 800 kW er á bæði Arnarfelli og Helgafelli sem og svokallað „flapsastýri“ sem auðveldar mjög stjórnun þeirra • Aðalvélar eru 8.400 kw (11.400 hestöfl) og brenna svartolíu. Við aðalvélarnar eru tengdir öflugir ásrafalar • Ganghraði skipanna er allt að 18,4 sjómílur á klst. • Í lestum og á þilfari eru 200 tenglar fyrir frystigáma • Skipin eru búin tveimur öflugum gámakrönum, sem hvor um sig getur lyft 45 tonnum • Skipin eru svokölluð „græn skip“. Olíuhylki liggja ekki beint að sjó, til að lágmarka hættu á olíumengun við strand eða árekstur • Skipin eru flokkuð hjá Germanische Lloyd • 11 manna áhöfn er á hvoru skipi, allt Íslendingar • Skipin eru skráð í Færeyjum (alþjóðaskráning) Tækniupplýsingar „Skipið hefur reynst alveg sérdeilis vel, það fer mjög vel með mann- skapinn. Við fengum strax í fyrstu ferðinni að reyna það, en þá lentum við í töluvert slæmu veðri,“ segir Steinn Ómar Sveinsson, skipstjóri á Arnarfelli, hinu nýja flutningaskipi Samskipa, en það kom í fyrsta skipti til landsins í byrjun febrúar og er komið á fulla ferð í reglulegum flutningum á milli Íslands og flutningahafna í Evrópu. Á frögturum frá fimmtán ára aldri - spjallað við Stein Ómar Sveinsson, skipstjóra á Arnarfellinu Steinn Ómar Sveinsson, skipstjóri á Arnarfellinu. Myndir: Hreinn Magnússon. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:33 Page 32

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.