Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 37

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 37
37 V E I Ð A R F Æ R I Veiðarfæraþjónustan í Grindavík er alhliða veiðarfærafyrirtæki, sem bæði hannar og framleiðir ný veiðar- færi og viðheldur eldri veiðarfærum. Um helmingur af starfsemi fyrirtækis- ins er fyrir Þorbjörn Fiskanes hf. í Grinda- vík, en þar fyrir utan er Veiðarfæraþjónust- an að þjónusta út- gerðarfyrirtæki um allt land. „Það hefur verið bærilegt að gera að undanförnu. Við höfum verið að setja upp troll og snur- voðir og einnig höfum við verið í samvinnu við Sjóvélar um upp- setningu á línu. Það hefur verið mikið um það að þeir sem selji sig út úr aflamarkskerfinu færi sig yfir í vel útbúna smábáta með línubeitningarkerfi,“ segir Hörð- ur Jónsson hjá Veiðarfæraþjónust- unni. „Okkar markaðssvæði er vissu- lega að töluverðu leyti hér á Suð- urnesjunum, en við höfum verið að vinna fyrir útgerðir, t.d. í snur- voðinni, vestur á fjörðum, fyrir norðan, í Þorlákshöfn og Reykja- vík, en við höfum verið að leggja töluverða áherslu á snurvoðina og erum nokkuð vel þekktir í henni,“ segir Hörður, en snurvoð- arvertíðin er einmitt að hefjast af krafti á þessum tíma og stendur jafnan fram á sumar. Hörður segir að vissulega sé netagerðarbransinn harður hér á landi. Tvær blokkir séu langstærstar, en síðan séu mörg minni verkstæði þar fyrir utan sem leitist við að skapa sér sér- stöðu. Hörður segir að alltaf sé framþróun í veiðarfæragerðinni og í framboði á efnum til hennar, en engu að síður séu menn nokk- uð fastheldnir á efni, hafi þeir góða reynslu af þeim. Veiðarfæraþjónustan hefur ver- ið að þróa sig áfram, fyrst veiðar- færafyrirtækja hér á landi, í svokölluðum plöturockhopper- um, en hér er um að ræða nýjung sem Norðmenn og Danir hafa verið að þróa og hefur komið vel út í prófunum í Hirtshals í Dan- mörku. „Við erum búnir að setja þetta um borð í þrjá báta - Þuríði Halldórsdóttur, Gunnbjörn og Andey og fyrir liggur að setja plöturockhoppera einnig um borð í Hrafn Sveinbjarnarson fyrir grá- lúðuveiðar. Þetta virðist koma vel út, helsti kosturinn er sá að þetta lokar trollinu betur, sem kemur sér sérlega vel fyrir t.d. flatfisk- veiðar,“ segir Hörður. Sjö menn starfa að jafnaði hjá Veiðarfæraþjónustunni. ehf. Plöturockhopperar koma vel út Plöturockhopperar hafa verið reyndir með góð- um árangri í prufut- anki í Hirtshals og hér á landi eru þeir komnir í þrjá báta. Nefnd sem skipuð var af sjávarút- vegsráðherra og falið var að gera úttekt á starfsumhverfi sjávarút- vegsins hefur nú skilað af sér áfangaskýrslu og fyrstu tillögum, en nefndinni var falið að skoða hvort hægt væri að minnka álög- ur, einfalda og samhæfa ýmsa þjónustu og eftirlit sem ríkið inn- ir af hendi í þeim tilgangi að lækka rekstrarkostnað og gera kerfið skilvirkara. Það er ein megin niðurstaða nefndarinnar að áfram eigi að byggja á því skoðunarstofukerfi sem nú er við lýði, þróa það frek- ar, bæta og skoða hvernig skoð- unarstofur geti tekið við auknum verkefnum við framkvæmd eftir- litsins. Bent er á að auk frekara samstarfs, samvinnu og trausts á milli Fiskistofu og skoðunarstofa þurfi þessir aðilar að skerpa á hlutverki sínu, framkvæmd og ábyrgð við eftirlitið. Nefndin tel- ur að ástand gæðamála sé í góðu horfi í íslenskum sjávarútvegi, með nokkrum undantekningum þó sem þurfi að taka á með ákveðnari hætti. Eitt af því sem nefndin leggur til er að komið verði á fót sam- ráðsnefnd eftirlitskyldra aðila í sjávarútvegi og fjalli hún bæði um eftirlit með gæðamálum og veiðieftirliti. Nefndin getur starf- að í einu eða tvennu lagi eftir því sem ástæða er til og metið er ár- angursríkara. Lagt er til að aðilar að samráðsnefndinni verði: Fiski- stofa, einkareknar skoðunarstofur, Landssamband íslenskra útvegs- manna, Landssamband smábáta- eigenda, Samtök fiskvinnslu- stöðva, Samtök fiskmarkaða, Samtök fiskvinnslu án útgerðar, Samtök fiskeldisstöðva, Farmanna og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands, Vél- stjórafélag Íslands og Starfs- greinasambandið. Skýrsla um starfsumhverfi sjávarútvegsins: Tillaga um samráðsnefnd aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:34 Page 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.