Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 41

Ægir - 01.02.2005, Blaðsíða 41
Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að alþjóðlegu sjóbjörgunar- samtökunum (ILF) og í tengslum við það hafa myndast mikil og góð sambönd við önnur sjóbjörg- unarfélög. Félaginu opnuðust mikil tækifæri fyrir um áratug þegar systursamtök í Evrópu hófu að endurnýja björgunarskipaflota sinn. Með því fengust til kaups nokkur notuð björgunarskip á afar hagstæðu verði sem er langt undir því sem gerist og gengur á markaði. Smábátar og erfið innsigling Að sögn Valgeirs Elíassonar, upp- lýsingafulltrúa Slysavarnarfélags- ins Landsbjargar, hefur skipunum verið valinn staður með tilliti til sjósóknar og hvar sjóslys ættu sér helst stað við strendur landsins. „Á þessu byggðum við mat okkar fyrst og fremst, en margir þættir aðrir hafa komið inn í myndina. Erfið innsiglingarskilyrði vega þungt og sömuleiðis hvar smá- bátaútgerðin er mest. Reynslan hefur til dæmis sýnt að mikil þörf er fyrir björgunarskip í Grindavík og Sandgerði og þá með tilliti til beggja þessara þátta sem ég nefni. Á Ísafirði hefur sömuleiðis reynst mikil þörf fyrir björgunarskip,“ segir Valgeir. Árið 1999 voru skipin orðin níu talsins og þau staðsett í Reykjavík, á Rifi, Ísafirði, Siglu- firði, Raufarhöfn, í Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Grindavík og Sandgerði. Á síðastnefnda staðinn kom raunar fyrsta skipið árið 1993 og ber það nafn Hannesar Þ. Hafstein, sem var fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags Ís- lands um áratugaskeið. Öll strandlengjan Skipsskaðar, slys og veikindi um borð í skipum eru staðreynd. Með þéttriðnu neti björgunarskipa hringinn í kringum landið er hægt að bregðast við með hraða og öryggi til að koma sjómönn- um til aðstoðar þegar á þarf að halda við allar aðstæður. „Mark- miðið er að áhafnir björgunar- skipanna séu vel þjálfaðar og geti sinnt öllum erfiðustu útköllum og sjúkraflutningum sem þörf er á og við allar aðstæður. Björgun- arskipin hafa mikið öryggisgildi. Nú þegar við höfum lokað hringnum á strandlengjunni um- hverfis landið verður viðbragðs- tími á hafsvæðinu, sem sjálfvirka tilkynningarskyldan nær til, inn- an við þrjár klukkustundir á flest- um svæðum,“ segir Valgeir. Þegar afráðið var á síðasta ári að fjölga björgunarskipum, var sem fyrr horft til þess hvar þeirra væri mest þörf. Áhrifaþættirnir voru hinir sömu og áður, en jafnframt var kostað kapps um að skip væru staðsett með nokkuð jöfnu milli- bili hringinn í kringum landið. Niðurstaðan varð að staðsetja skipin á Patreksfirði, við Húnaflóa, á Vopnafirði, Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði. Þetta er nú að ganga eftir; á þrjá af þessum stöðum eru komin skip - og til Hafnar og Skagastrandar koma skip nú á vormánuðum. Björgunarskipinu á Skagaströnd er ætlað að sinna Húnaflóanum 41 B J Ö R G U N A R S K I P Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg er með fjórtán björgunarskip um allt land: Ósökkvandi skip og aukið öryggi Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun nú á vormánuðum fá til landsins ný tvö björgunarskip til viðbótar við þau sem fyrir eru. Með því er hringnum lokað og slík skip komin á alla þá staði á landinu sem áformað hefur verið. Alls verða skipin þá orðin fjórtán talsins, en nýju skipin verða staðsett á Hornafirði og Skagaströnd. Siglt um Sundin. Ás- grímur S. Björnsson er björgunarskipið sem staðsett er í Reykjavík. aegirfeb2005-Breytt-2tbl 1.3.2005 13:34 Page 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.