Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 5
Kanna neyslu á þorski og laxi „Ég tel að Íslendingar séu um margt nokkuð dæmigerð þjóð fyrir þær breytingar sem eru að verða á neyslu matvæla. Fiskneysla hefur dregist saman, sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af því hversu mjög hefur dregið úr fiskneyslu hjá ungu fólki,“ segir Emilía Martinsdóttir á Rf, en að undanförnu hefur verið í gangi neyt- endakönnun á þorski og laxi í Danmörku, Írlandi, Hollandi og Íslandi. . r- r. Tengsl breytinga á veðurlagi við breytingar á sjávarhita „Mikilvægt er að hafa í huga að flestar meiriháttar breytingar sem verða á veðurlagi hér við land eiga rætur sínar í breytingar á sjávarhita. Veðr- átta hér hefur breyst allmikið frá 2001 að telja og tengjast klárlega því að sjórinn er hlýrri. Auðvitað má út í hið óendanlega deila um hvort þessar breytingar séu af völdum gróðurhúsaáhrifa eða annars. Hinsvegar hafa orðið breytingar á veðráttu sem eru meira en venjulegar sveiflur og þar er ég að tala um stöðugt minni sífrera á norðurslóðum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Fjöltækniskólinn á Rauðarárholtinu „Að koma með nýtt nafn sem spannar yfir alla starfsemina var okkur mjög mikilvægt, annars hefðu verið hér einhver sex, sjö nöfn í umferð og slíkt gengur aldrei upp. Þetta breytir þó ekki því að húsið sem við erum í hér á Rauðarárholtinu heitir Sjómannaskólinn - og svo verður um ókomna tíð,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskólans í Reykjavík, um nafnabreytingu á skólanum og starfsemina almennt. Þurfum að þróa seiðaframleiðsluna betur „Við getum ekki leyft okkur að fara út í matfiskeldi í verulegu magni fyrr en t.d. menn hafa þróað seiðaframleiðsluna betur og kynbæturn- ar hafa skilað sér. Það þarf sömuleiðis að þróa bóluefni gegn skæð- um sjúkdómum, sem hafa verið að gera okkur lífið leitt. Einnig þarf að vinna að markaðsmálunum jafnhliða,“ segir Þórarinn Ólafsson, sem stýrir fiskeldi hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal. Ein samfelld keðja „Kaupandinn gerir miklar kröfur um rekjanleika vörunar- þ.e. hvar fiskurinn sé veiddur, á hvaða dýpi og hvaða hitastig er búið að vera á honum frá því hann var veiddur og þar til hann er afhentur. Það er því mjög mikilvægt að tengja vel saman fiskveiðarnar og vinnsluna í landi, enda er þetta ein sam- felld keðja sem má ekki slíta í sundur,“ segir Sigurbjörn Svavarsson m.a. í viðtali við Ægi, en hann var nýverið ráðinn framkvæmdastjóri landvinnslu Brims hf. Ekki meiri hlýnun en við höfum áður séð „Ég tel að frekar lítinn hluta af þessari hlýnun megi rekja til gróðurhúsaáhrifa. Ég held að þau áhrif komi ekki fram með jafn snöggum hætti og raun hefur ver- ið í sjónum við Íslandi á síðustu árum. Sú hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu ár er ekkert meiri en við höfum séð áður. Ég held að hér sé miklu frekar um að ræða náttúrulegar sveiflur,“ segir dr. Steingrímur Jónsson, prófessor við HA og sérfræðingur við Hafró, um þá miklu hlýnun sjávar sem hefur verið að koma fram á norðurhveli jarðar á undanförnum árum. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461-5135 GSM: 898-4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2005 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Forsíðumyndina tók Böðvar Eggertsson, vélstjóri á Harðbaki EA. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 12 14 22 16 25 Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf ESAB rafsuðubúnaður fyrir þig ESAB allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti 5 7 aegirmars2005-3tbllaga› 11.4.2005 13:08 Page 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.