Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 11
11 F R Æ Ð S L U M Á L „Tilkoma þessara sjóða hefur valdið umtalsverðri byltingu í starfsfræðslu, þar á meðal hjá fiskvinnslufólki, og hafa einstök fyrirtæki sett upp skóla fyrir starfsmenn sína og má í því sam- bandi nefna Brim og Samherja. Almennt má segja að fyrirtæki sem leggja sig fram um að kynna sér vel þá möguleika sem gefast til starfsfræðslu hafa nýtt sér þá. Og það er full ástæða til að hvetja forsvarsmenn fyrirtækja í sjávar- útvegi, bæði minni og smærri fyrirtækja, að kynna sér vel þá möguleika sem bjóðast í þessum efnum.“ Fjölbreytt námskeið Í lögboðnum starfsfræðslunám- skeiðum er mesta áherslan lögð á alla þætti sem viðkoma daglegri starfsemi í fiskvinnslu. „Ég get nefnt innra eftirlit, gæðamál, lík- amsbeitingu, umhverfismál, vinnuréttar- og tryggingamál og markaðsmál. Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar, sem er innan sjávarútvegsráðuneytisins, hefur starfsmann á sínum snærum sem sér um að skipuleggja þessi nám- skeið og síðan koma ýmsir aðilar að kennslunni á hverjum stað. Það er auðvitað mjög mismun- andi hversu vel upplýst fólk er um þessi grundvallarmál fisk- vinnslufólks, en ég tel að við þurfum að gera enn betur í þess- um efnum og þess vegna vil ég hvetja forsvarsmenn fyrirtækj- anna eindregið til þess að kynna sér vel og vandlega þá möguleika sem þeim bjóðast varðandi fjár- hagslegan stuðning við fjölbreytt námskeiðahald. Mér er kunnugt um að mörg fyrirtæki hafa ekki hugmynd um hvað þeim býðst í þessum efnum,“ segir Aðalsteinn og nefnir að hann hafi nýverið fundað með fulltrúa Marks og Spencer, sem hafi upplýst að það fyrirtæki leggi mikla áherslu á að eiga viðskipti við fyrirtæki sem geri vel við sína starfsmenn varð- andi vinnuumhverfismál. „Þetta sagði mér að á þessa þætti verði lögð verulega aukin áhersla í framtíðinni,“ segir Aðalsteinn. Að læra tungumálið Aðalsteinn segir töluvert um það að efnt sé til námskeiða í íslensku fyrir erlent vinnuafl í fiskvinnslu og hann segist verða verða var við aukna áherslu á að erlent verka- fólk læri málið, ekki síst þeir starfsmenn sem hafi verið hér um langa hríð og ætli sér jafnvel að setjast hér að. „Það er mismundi hversu viljugir erlendir starfs- menn í fiskvinnslu eru að sækja sér nám í íslensku. Sumir óska hreinlega eftir því að fá kennslu í tungumálinu, en aðrir kæra sig ekkert um að læra málið,“ segir Aðalsteinn. Að mati Aðalsteins hefur er- lendu verkafólki ekki verið að fjölga hlutfallslega í fiskvinnslu á undanförnum misserum, en sem kunnugt er hefur því hins vegar fjölgað í öðrum atvinnugreinum. Vitað er um verktakageirann, sbr. Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði, en Aðal- steinn nefnir einnig að áberandi fjölgun útlendinga hafi orðið í kjötvinnslu, landbúnaði og ferða- þjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Stuðningur við starfsfræðslunám í fiskvinnslu: Fyrirtækin kynni sér þá möguleika sem bjóðast - segir Aðalsteinn Baldursson, sviðsstjóri matvælasviðs Starfsgreinasambandsins „Við höfum verið að fara yfir og endurskoða kjara- samningsbundin námskeið fiskvinnslufólks, en um er að ræða fjörutíu stunda námskeið sem allir þeir sem hefja störf í fiskvinnslu eiga rétt á á fyrsta ári. Almennt er það mat manna að starfsfræðslu- málin séu í þokkalega góðum farvegi. Auk kjara- samningsbundinna námskeiða hafa komið til sér- stakir starfsfræðslusjóðir verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem hafa stóraukið möguleika til starfsmenntunar,“ segir Aðalsteinn Baldursson, sviðsstjóri matvælasviðs Starfsgreinasambandsins. Aðalsteinn Baldursson, sviðsstjóri mat- vælasviðs Starfsgreinasambandsins. Aðalsteinn Baldursson: Það er full ástæða til að hvetja forsvars- menn fyrirtækja í sjávarútvegi, bæði minni og smærri fyrirtækja, að kynna sér vel þá möguleika sem bjóðast í starfsfræðslu fisk- vinnslufólks. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.