Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 13
13 V E Ð U R FA R Íslands með hafstraumum „Á þessu umtalaða kuldatíma- bili kom ís fyrst að Norðurlandi í mars 1965 eftir ekkert ósvipaða tíð og var núna í febrúar. Þá var háþrýstisvæði fyrir sunnan land og vestlægar áttir ríkjandi í nokkrar vikur. Þær gerðu að verk- um að ísinn náði útbreiðslu hér fyrir norðan land í stað þess að fylgja Austur-Grænlandsstraumn- um með strönd Grænlands En á útmánuðum, fyrir réttum fjörutíu árum, var hinsvegar ísmagnið miklu meira en nú, að ég tali ekki um 1968 og 1969. Það voru mik- il hafísár sem enn eru í minnum höfð.“ Síldin hvarf Það var undir lok sjöunda áratug- arins sem síldveiðar Íslendinga hrundu og talað er um 1966 sem okkar síðasta stóra síldarsumar. Ofveiði úr stofninum er sú skýr- ing sem helst hefur verið nefnd, en einnig hefur veiði Norðmanna á smásíld á árunum 1962 og 1963 verið nefnd sem orsakaþátt- ur. „Sýnt hefur verið fram á að hafískoman og kólnun norður- slóða hafi valdið átubresti. Norskar rannsóknar hafa sýnt hrun norsk - íslenska síldarstofns- ins á 19. öld í tengslum við mikil hafísár við Ísland,“ segir Einar Frá 1979 til 1983 kom svo annað kuldaskeið þó hafís hafi aldrei orðið landfastur nema fyrsta árið í þessari lotu, það er 1979. Árið 1980 kom reyndar frávik - og þá var mjög hlýtt á og við landið. Vitað er að ástandið í sjónum versnaði það mikið á þessum árum, loðnan hvarf að mestu um tíma og þorskur lagð- ist í mikið sjálfrán. Humar og Golfstraumur Ef sjór sem hefur kólnað af völd- um hafíss berst langt austur og norður með landinu eru líkur til þess að kaldir straumar muni ber- ast áfram suður með Austfjörðun- um, þar sem hefur verið heldur hlýrri sjór síðustu ár. Sjómenn kannast vel við að við Eystrahorn og Lón eru glögg hitaskil milli hlýsjávar úr suðri og kalda straumsins úr norðri. Köldu skil- in kunna að færa sig sunnar í ein- hvern tíma vegna hafískomunnar í ár. „Þetta kann að hafa áhrif á til dæmis afkomu humars undan Suðurlandi. Skyndilegar breyt- ingar á sjávarhita eru raunar fylgifiskur hafíss hér við land,“ segir Einar Sveinbjörnsson. Það sem fyrst og síðast gerir Ís- land byggilegt er Golfstrauminn sem á upptök sín í Mexíkóflóa, en ríkjandi vestanvindar og háþrýsti- svæði sem menn kalla gjarnan Asoreyjahæðina knýja þennan hlýja og selturíka sjó áfram austur yfir Atlantshafið og áfram allt norðaustur í Barentshaf. Hringrás seltu- og hita sjávar spila einnig stórt hlutverk í Golfstraumnum. Alltaf öðru hverju er minnst á kenningar um að stefna hans gæti breyst eða aukin hlýindi leitt til þess að aukin bráðnum íss á norð- lægum slóðum gæti lokað fyrir innstreymi hlýsjávar sunnan úr höfum. Einar Sveinbjörnsson seg- ir svona vantaveltur hafa lengi verið uppi meðal vísindamanna og hver hafi sitt sjónarmið. Al- mennt talað sé þó ekkert sem endilega bendi til þess að það sé að hægja á Golfstraumnum. Stríðsáraveður nú um stundir „Mikilvægt er að hafa í huga að flestar meiriháttar breytingar sem verða á veðurlagi hér við land eiga rætur sínar í breytingum á sjávarhita. Veðrátta hér hefur breyst allmikið frá 2001 að telja og tengjast klárlega því að sjórinn er hlýrri,“ segir Einar Svein- björnsson. „Auðvitað má út í hið óendanlega deila um hvort þessar breytingar séu af völdum gróður- húsaáhrifa eða annars. Hinsvegar hafa orðið breytingar á veðráttu sem eru meira en venjulegar sveiflur og þar er ég að tala um stöðugt minni sífrera á norður- slóðum svo sem í Síberíu og að ís á Norður - Íshafinu hefur þynnst mikið síðustu áratugi. Hér innan- lands hefur vissulega verið mun hlýrra síðustu ár en um nokkurt skeið. Þetta hefur hinsvegar gerst áður. Við norðanvert Atlantshafið var mjög kalt árin 1918 og 1919 og frostaveturinn mikli 1918 er annálaður. Um og uppúr 1920 fór að hlýna og það hélst fram á fimmta áratuginn. Árin 1930 til 1947 teljast flest til hlýindaára. Sumrin fyrir seinna stríð þóttu mörg sérlega góð og einstaka vet- ur voru það mildir að tún í Mýr- dalnum náðu ekki að sölna og voru því iðagræn næsta vor. Síðan kólnaði heldur um 1950. Árin um og eftir 1960 þóttu hins veg- ar mild og mikið var um kyrr- viðri. Hafísárin 1965 til 1971 voru hins vegar köld eins og áður er getið. Síðan þá hefur tíð verið breytileg, skipst á köld og hlý ár, en frá aldamótum að telja hefur verið hlýtt og árið 2003 var sér- lega hlýtt og jafnast á við bestu árin í kringum 1940,“ segir Einar Sveinbjörnsson. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og deildarstjóri á Veðurstofu Íslands. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.