Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 19
19 L Í F E Y R I S M Á L Stærri og öflugri lífeyrissjóðir Í ljósi mjög góðrar ávöxtunar Líf- eyrissjóðs sjómanna síðustu ár má spyrja af hverju knýjandi sé að sameina sjóðinn við annan lífeyr- issjóð. Árni Guðmundsson segir það vissulega rétt að sjóðurinn standi vel, en hins vegar sé það augljóslega betra fyrir Lífeyrissjóð sjómanna að fara í slíka samein- ingu þegar staða sjóðsins er góð en ef hún væri veik. „Ef við horf- um til næstu ára, þá er út af fyrir sig ekkert sem mælir gegn því að Lífeyrissjóður sjómanna starfi áfram einn og sér. Hins vegar er það svo að lífeyrissjóðir eru að sameinast og þeir verða stærri og öflugri. Þar eru sjóðirnir að horfa til áhættudreifingar í sjóðfélaga- hópnum og einnig koma fleiri að eignastýringu í stærri sjóðum. Þegar til lengri tíma litið teljum við að stærri sjóður þýði meira ör- yggi fyrir sjóðfélagana. Einnig má nefna í þessu sambandi að ekki er ósennilegt að einhvern tímann í framtíðinni geti fólk valið sér líf- eyrissjóði. Við sjáum fyrir okkur skylduaðild að lífeyrissjóðum, en hins vegar gæti fyrirkomulagið orðið þannig, eins og er í sér- eignasparnaðinum, að viðkom- andi geti valið hvert hann borgar. Við þessar aðstæður teljum við að tiltölulega lítill sjóður eins og Lífeyrissjóður sjómanna í áhættu- samri starfsgrein sé ekki vænleg- ur kostur.“ Sterkari í einum sjóði Árni segir út af fyrir sig ekki til- viljun að stjórnendur Lífeyrissjóðs sjómanna hafi leitað eftir samein- ingu við Lífeyrissjóðinn Framsýn. „Við könnuðum þá kosti sem voru í stöðunni og stöldruðum síðan við Lífeyrissjóðinn Framsýn, enda er margt líkt með þessum tveimur sjóðum, sem auðveldar sameiningu þeirra. En það eru líka nokkur atriði sem eru ólík sem gerir það að verkum að sjóð- irnir vega hvor annan upp.“ Árni segist meta það svo að staða nýs sameinaðs lífeyrissjóðs, verði niðurstaða ársfundanna sú að sameina sjóðina, verði vel ásættanleg. „Hins vegar má nefna að nýlega komu fram nýjar töflur frá tryggingafræðingum þar sem kemur fram að Íslendingar lifi lengur en áður og örorkutíðni hefur nú verið reiknuð út miðað við reynslu hér á landi, en áður var stuðst við töflur frá Dan- mörku. Þar kemur í ljós að ör- orkulíkurnar eru miklu hærri en reiknað var með áður, sem þýðir verulega auknar skuldbindingar.“ Óbreytt áunnin réttindi Árni segir markmiðið að nýr sam- einaður sjóður veiti enn betri þjónustu en sjóðirnir eru að gera í dag. „Vonandi verða menn á þann hátt varir við þessa sameiningu. En að öðru leyti ættu hinir al- mennu sjóðfélagar ekki að verða mikið varir við þessa breytingu,“ segir Árni og bendir á að réttindi fólks verði óbreytt. „Áunnin rétt- indi sjóðfélaga í báðum sjóðum haldast óbreytt frá og með sam- einingu sjóðanna. Ef eitthvað er tel ég möguleika á að bæta rétt- indi sjóðfélaga í nýjum sameinuð- um sjóði.“ En hver er meginmunurinn á Lífeyrissjóði sjómanna og Lífeyr- issjóðnum Framsýn? „Lífeyris- sjóður sjómanna er aðeins fyrir starfandi sjómenn og fyrir vikið eru nánast eingöngu karlmenn sem greiða til þessa sjóðs. Til Líf- eyrissjóðsins Framsýnar greiðir verkafólk og eru konur þar í eilitlum meirihluta. Fjölbreytni starfa þeirra sem tilheyra Lífeyris- sjóðnum Framsýn er töluvert meiri en hjá Lífeyrissjóði sjó- manna.“ Nýta það besta frá báðum sjóðum Árni segir fjárfestingarstefnu sjóðanna hafa verið nokkuð líka, „en það er ljóst að við munum skoða fjárfestingarstefnu beggja sjóða og nýta það besta frá báð- um, eins og reyndar á öllum svið- um rekstursins. Við teljum að það muni nást fram töluverður sparn- aður í rekstri sjóðanna við sam- einingu, það er erfitt að áætla töl- una, en við teljum að hún geti verið 20-30 milljónir króna á ári. Hins vegar eru alltaf að aukast kröfur til sjóðanna um upplýs- ingagjöf, eftirlit o.fl. Ég sé því ekki fyrir mér verulega lægri rekstrarkostnað. En því má þó ekki gleyma að eftir sameiningu verður ein stjórn yfir sjóðnum í stað tveggja nú og á ýmsum svið- um þjónustu sem sjóðirnir veita getur náðst fram sparnaður í ein- um sameinuðum sjóði,“ segir Árni Guðmundsson. Árni Guðmundsson: Ef við horfum til næstu ára, þá er út af fyrir sig ekkert sem mælir gegn því að Lífeyrissjóður sjómanna starfi áfram einn og sér. Hins vegar er það svo að lífeyrissjóðir eru að sameinast og þeir verða stærri og öflugri. Þar eru sjóðirnir að horfa til áhættudreifingar í sjóðfélagahópnum og einnig koma fleiri að eignastýringu í stærri sjóðum. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.