Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 22
22 V I Ð TA L I Ð Þann fyrsta mars sl. tók Sigurbjörn Svav- arsson við starfi fram- kvæmdastjóra land- vinnslu Brims hf. og er starfsstöð hans á Akureyri. Sigurbjörn er hreint ekki ókunn- ugur sjávarútvegsgeir- anum, allar götur frá 1965 hefur hann með hléum verið í störfum sem á einn eða annan hátt tengjast sjávar- síðunni. Ægir tók hús á Sigurbirni og for- vitnaðist um áhuga hans á sjávarútvegi. „Mig langaði alltaf á sjóinn og það varð úr að árið 1965, þegar ég var fimmtán ára gamall, réði ég mig til Landhelgisgæslunnar á varðskip,“ segir Sigurbjörn þegar hann var spurður um hvort sjáv- arútvegurinn hafi verið í blóðinu. „Mér líkaði þetta strax vel, þetta var á margan hátt spennandi. Það má segja að við höfum verið að glíma við leifarnar af tólf mílna útfærslunni þegar ég byrjaði hjá Gæslunni, varðskipin voru þá að taka breska togara í íslenskri landhelgi. Til að byrja með var ég háseti, en var tiltölulega ungur gerður að bátsmanni. Leiðin lá síðan í framhaldinu í Stýrimanna- skólann og markmiðið var skýrt; að ná fyrstu einkunn til þess að hafa möguleika á því að geta orð- ið stýrimaður hjá Gæslunni. Á sumrin þegar ég var í námi var ég bátsmaður á varðskipunum. Að loknu námi, sumarið 1972, var ég stýrimaður með Guðmundi Kjærnested á Ægi. Þá um haust- ið, 1. september 1972, var land- helgin færð út í 50 mílur og 1976 var síðan aftur fært út í 200 mílur. Hugmynd Péturs Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Gæslunnar, var að yngri stýrimennirnir, þar á meðal ég, myndu bæta við sig þekkingu og fara í þyrluflugs- nám. Það varð þó ekki úr og eftir 5 ár sem stýrimaður hjá LHG ákvað ég að setjast á skólabekk og fara í útgerðartækni í Tækniskól- anum, sem þá var nýtt nám hér á landi. Ég hugsaði sem svo að Íslend- ingar hefðu lagt mikið á sig til þess að berjast fyrir sinni land- helgi og losa sig við yfir 100 tog- ara af Íslandsmiðum og því hlyti að vera framtíð í íslenskum sjáv- arútvegi. Meðal annars þess vegna valdi ég að fara í útgerðartækni. Ég samdi við Martein Jónasson, framkvæmdastjóra hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur (BÚR), sumarið sem ég var á milli bekkja í út- gerðartækninni, að kynna mér starfsemina hjá BÚR og úr varð að ég skrifaði lokaritgerð um út- gerðina hjá BÚR.“ Ýmis störf „Ég fann mig strax í útgerðar- tækninni og strax að því námi loknu, árið 1978, þá 28 ára gam- Sigurbjörn Svavarsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Brims hf.: Sóknar- færin eru í ferska fiskinum Sigurbjörn Svavarsson: „Ég er einhvern veginn þannig gerður að ég vil alltaf hafa eitthvað ögrandi að takast á við.“ aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.