Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 24
24 V I Ð TA L I Ð leiðslufyrirtæki, en í dag viljum við skilgreina fyrirtæki í sjávarút- vegi sem markaðsdrifin fyrirtæki, það segir dálítið um þróunina. Fyrirtækin eru í meiri nálægð við neytandann og vita kröfur hans, sérstaklega í ferska fiskinum. Kaupandinn gerir miklar kröfur um rekjanleika vörunar- þ.e. hvar fiskurinn sé veiddur, á hvaða dýpi og hvaða hitastig er búið að vera á honum frá því hann var veiddur og þar til hann er afhentur. Það er því mjög mikilvægt að tengja vel saman fiskveiðarnar og vinnsluna í landi, enda er þetta ein samfelld keðja sem má ekki slíta í sundur.“ Ákveðin tækifæri „Veikleiki íslenskrar fiskvinnslu almennt snýr að mínu mati að markaðnum,“ segir Sigurbjörn. „Við eigum í harðri samkeppni í hefðbundnum bolfiskafurðum á öllum okkar helstu mörkuðum við mun ódýrari vöru frá Kína og annarstaðar frá, sem oft lítur bet- ur út en okkar vara. Svar fyrir- tækjanna er að nýta sérstöðu sína til að skapa nýja markaði til við- bótar við þá hefðbundnu, eins og t.d. Brim hf. sem leggur aukna áherslu á ferska fisk fyrir Evrópu- markað. Miðað við stöðu dollars- ins er mjög erfitt að selja til Bandaríkjanna í dag, en staða evr- unnar og sterlingspundsins er þó öllu betra, þó svo að báðir þessir miðlar hafi líka gefið eftir gagn- vart krónunni. „Ef okkur tekst að þróa fersk- fiskútflutninginn, t.d. með pakkningum sem gæti lengt líf- tíma vörunnar, höfum við hugs- anlega möguleika á að stækka markaðinn. Þarna eru vonandi ákveðin tækifæri,“ segir Sigur- björn, sem segist hlakka til að takast á við hið nýja starf hjá Brimi - það sé bæði ögrandi og áhugavert. „Ef okkur tekst að þróa ferskfiskútflutninginn, t.d. með pakkningum sem gæti lengt líftíma vörunnar, höfum við hugsanlega möguleika á að stækka markaðinn. Þarna eru vonandi ákveðin tækifæri,“ segir Sigurbjörn Svavarsson. Vinsamlegst hafið samband við Friðbjörn í síma 430 3743 eða 840 3743, fax 430 3741 e-mail fridbjorn@fmis.is, KVÓTAMIÐLUN Fiskmarkaður Íslands hf. vill þakka viðskiptavinum sínum fyrir þær góðu móttökur sem kvótamiðlunin, sem við hleyptum af stokkunum nú um áramótin, hefur fengið. Þessar góðu viðtökur blása okkur byr í brjóst og munum við kappkosta að þjónusta viðskiptavini okkar á eins góðan hátt og mögulegt er. • Eigum í aflamarki þorsk, steinbít, löngu, keilu, karfa, skarkola, ufsa, skötusel og langlúru. • Vantar ýsu í krókaaflamarki og aflamarki. • Eigum í krókaaflamarki þorsk, steinbít, löngu, keilu og karfa. Höfum kaupendur af hlutdeild í öllum tegundum í Aflamarki og Krókaaflamarki. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 24

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.