Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 26
26 H A F R A N N S Ó K N I R höf og þannig dregur úr flæði hitaorku til Íslands sem myndi leiða til kólnunar hér. „Jafnvel er talið,“ segir Steingrímur, „með vísan til snöggra hitabreytinga sem komið hafa fram í ískjörnum frá Grænlandsjökli og víðar, að þetti geti skeð mjög hratt, þ.e. á nokkrum árum eða áratugum. Vegna þess að þessi ferli eiga sér stað beggja vegna Íslands þá erum við í lykilaðstöðu til að taka þátt í rannsóknum á þessum hlut- um. Einnig voru brautryðjendur í hafrannsóknum hér á landi svo framsýnir að setja af stað vöktun- arkerfi fyrir hitastig og seltu á svæðinu kringum Ísland og eru því til langar tímaraðir af ástandi sjávar við Ísland, en það er lykil- atriði við rannsóknir á loftslags- breytingum að hafa aðgang að langtímaathugunum.“ Fjórar milljónir manna á norðurslóðum Talið er að um fjórar milljónir manna búi á þeim svæðum sem oft eru nefnd einu nafni heim- skautasvæði. Inni í þessari tölu eru veiðimenn og fólk sem býr í þéttbýli. Til heimskautasvæðanna telst fólk af átta þjóðernum - Ís- lendingar, Norðmenn, Svíar, Finnar, Rússar, Danir, Kanada- menn og Bandaríkjamenn. Þar fyrir utan býr á heimskautasvæð- unum mikill fjöldi þjóðarbrota - flest þeirra sem teljast til inúíta. Gróft séð skiptast íbúar norður- svæða svo: Bandaríkin - Alaska ca. 480 þúsund manns, Kanada ca. 93.000 manns, Grænland 55 þúsund manns, Rússland 2 millj- ónir manna, Noregur 380 þúsund manns, Ísland 270 þúsund manns, Færeyjar 44 þúsund manns, Svíþjóð 260 þúsund manns og Finnland 200 þúsund manns. Efnahagsleg afkoma norður- svæða byggist á veiðum - t.d. fiskur, fuglar, hreindýr og selir, auðlindavinnslu - t.d. gas, olía og málmar. Gífurleg áhrif hlýnunar andrúmsloftsins Í ítarlegri skýrslu um áhrif loft- lagsbreytinga á norðurslóðum, „Impacts of a warming Arctic“ sem kom út á síðasta ári, er fjallað ítarlega um áhrif loftlagsbreyt- inga á norðurslóðum. Sú staðreynd er dregin fram að veruleg hlýnun andrúmslofts hafi átt sér stað á undanförnum árum og því sé spáð að sú þróun muni halda áfram. Þessi hlýnun muni m.a. leiða til þess að ís muni bráðna í auknum mæli og aukið ferskvatn berist til hafs, sem þýði að yfirborð sjávar muni fyrirsjáan- lega hækka töluvert með tilheyr- andi afleiðingum. Gangi þessi hlýnun eftir er ljóst að trjágróður mun smám saman festa rætur norðar og norðar og akuryrkja getur sömuleiðis færst norðar frá því sem nú er. Hlýnunin hefur líka gríðarleg áhrif á dýralíf. Þetta á t.d. við um ísbirni, seli, sjófugla, hreindýr o.s.frv. Hætt er við að hækkun yfir- borðs sjávar geti haft ófyrirséðar afleiðingar. Stórviðri eru líkleg til þess að færast í aukana með hlýn- un andrúmsloftsins. Hins vegar er nokkuð ljóst að bráðnun íss á norðurslóðum opnar nýja mögu- leika varðandi siglingar stórra flutningaskipa og veitir um leið greiðari leið að ýmsum náttúru- auðlindum á heimskautasvæðum, sem erfitt hefur verið að komast að til þessa. Á móti kemur að bráðnun á sífrerasvæðunum hefur þau áhrif að ýmsar samgönguleið- ir fyrir íbúana teppast, vegir kunna að vaðast upp og fara jafn- vel í sundur o.s.frv. Félagslega þarf ekki að efast um að áhrifin af hlýnun andrúms- loftsins á norðurhveli jarðar eru gríðarlega mikil. Þetta gildir til dæmis um hina daglegu lífsbjörg fólksins, veiðar kunna að taka gríðarlega miklum breytingum, svo dæmi séu nefnd. Og áhrif út- fjólublárra geisla, sem afleiðinga þynningar ósonlagsins yfir heim- skautasvæðunum, geta orðið al- varleg fyrir íbúana þar. Til dæmis hefur verið nefnt í þessu sam- bandi að aukin hætta sé á húð- krabbameini, blindu o.fl. Náttúrulegar sveiflur Steingrímur Jónsson telur ekki að þá hlýnun sem hefur verið í sjón- um við Íslandi á undanförnum árum megi rekja til gróðurhúsa- áhrifa. „Í það minnsta tel ég að frekar lítinn hluta af þessari hlýn- un megi rekja til gróðurhúsa- áhrifa. Ég held að þau áhrif komi ekki fram með jafn snöggum hætti og raun hefur verið í sjón- um við Íslandi á síðustu árum. Sú hlýnun sem hefur átt sér stað síð- ustu ár er ekkert meiri en við höf- um séð áður. Ég held að hér sé miklu frekar um að ræða náttúru- legar sveiflur. Sú hlýnun fyrir norðan land sem hefur orðið á Hér má sjá loftlags- breytingar á norður- hjara í hnotskurn. Þetta eru gervihnatta- myndir - sú til vinstri árið 1979 en hægri myndin árið 2003. Mynd: Úr skýrslunni „Impacts of a warming Arctic“. Talið er að um fjórar milljónir manna búi á þeim svæðum sem oft eru nefnd einu nafni heimskautasvæði. Mynd: Úr skýrslunni „Impacts of a warming Arctic“. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.