Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 35

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 35
35 G E Y M S L A S J Á VA R A F U R Ð A hitastig í geymslum sem eru of heitar. Hið sama á við um gámana, þ.e. velja þá frystigáma til flutninga, sem fara sjaldan í af- hrímingu og halda lágum meðal- hita í stað þeirra sem fara oft í af- hrímingu og auka kuldann í þeim gámum sem eru of heitir. Geymslustýringin þarf því að taka tillit til verðmætis mismun- andi afurða og magns þeirra, ásamt aðstæðum í geymslum, þ.e. bæði stöðugleika hitastigsins og pláss í geymslunum. Til að auð- velda birgðastjórum vinnu við að ráðstafa afurðunum í geymslurnar kemur stýringin að góðum not- um og velur geymslustað fyrir af- urðina (vöruna), sem hentar henni m.v. verðmæti og aðstæður. Hið sama á við þegar ráðstafa þarf mismunandi vörum í gáma, þar sem viðskiptavinir eru margir og kaupa mismunandi vöruflokka. Hver vöruflokkur fer í mis- munandi miklu magni eftir örv- um á mynd 8 í mismunandi gámategundir, ef búið er að selja fiskinn, en af hverri gámategund eru til mismunandi margir gámar á hverjum tíma. Ef ekki er búið að selja fiskinn fer hann í mis- munandi geymslur, sem hver og ein hefur mismikið pláss vegna birgða eða stærðar. Ef búið er að selja fiskinn fá mismunandi kaupendur það magn af fiski úr hverjum vöruflokki sem þeir ósk- uðu eftir úr þessum gámum, sem eru af mismunandi tegundum. Stýringin nýtir síðan mælingar á hitaþróun bæði í mismunandi geymslum og gámum til að ná fram lágmörkun á hitasveiflum. Að lokum er innbyggð í stýr- inguna trygging á hámarksnýt- ingu gáma, þar sem annað er óraunhæft vegna kostnaðar. Umræður Ávinningur þessa verkefnis er margvíslegur, en felst helst í því að vakning hefur orðið meðal starfsmanna sem vinna við eða tengjast á einhvern hátt geymslu- og flutningaferli fyrirtækjanna. Greining á aðstæðum í ferlinu, sem hafa mikil áhrif á gæði í laus- frystum afurðum, hefur t.d. feng- ið stjórnendur og starfsmenn til að bregðast rétt við vanda. Grein- ingin hefur einnig staðfest að að- stæður hjá fyrirtækjunum og þá sérstaklega eftir þessa greiningu eru í ágætum farvegi, hvað varðar gæði geymslna þeirra. Að lokum getur bestun á stýringu laus- frystra sjávarafurða hjálpað starfs- mönnum í iðnaðinum við að velja réttu gámana undir afurðirnar til að ná bestum árangri. Í framhaldi þessa verkefnis væri mjög áhugavert að athuga betur varmaburð inn í gáma við mikinn umhverfishita og athuga hversu há hitasveiflna verður eftir mis- munandi gámum. Einnig væri vert að skoða næsta hlekk í geymslu- og flutningaferlinu, sem eru geymslur sölusamtaka og heildsala erlendis. Slík könnun getur aðstoðað við að komast að raun um hver veikasti hlekkur keðjunnar er m.t.t. hitasveiflna, þ.e. gámarnir eða mismunandi geymslur. Hvað varðar stýringuna væri mjög áhugavert að koma á nánara samstarfi milli útgerðarfyrirtækja og flutningsaðila og stýra afurð- unum í rétta gáma og geymslur eftir aðstæðum hverju sinni. Geymslu- og flutningastýringin, sem var hönnuð í þessu verkefni, kæmi þar að notum, þar sem auð- velt er að laga hana að fleiri fyrir- tækjum. Það eru mikil verðmæti í húfi að vel takist til að koma gæða- vörum óskemmdum frá fram- leiðslustað til neytandans. Það er oft sagt að kostnaður við geymslu og flutning á vöru sé um 5-10% af heildarverðmæti hennar og nauðsynlegt að tryggja hámarks- gæði allt til endanlegs neytanda. Það á að vera aðalsmerki okkar að kælikeðja frá framleiðanda til neytanda sé með rétta lága hita- stigið og að það haldist stöðugt alla leið. Höfundar þessarar greinar eru: Hlynur Þór Björnsson, M.Sc. í iðnaðar- og vélaverkfræði frá H.Í. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur á Rf/dós- ent við H.Í. Páll Jensson, prófessor við Verkfræðideild H.Í. 2,4 tonna risafiskur Stærsti beinfiskur sem veiðst hef- ur er svokallaður guðlax, sem einnig gengur undir nafninu tunglfiskur. Heimildir eru fyrir því að slíkur risafiskur, fjögurra metra langur, hafi veiðst við Ástr- alíu árið 1908 og vegið rúmlega 2,4 tonn. Guðlax er svokallaður mið- sævisfiskur á 100 til 400 metra dýpi. Fæða hans er smokkfiskar og smáfiskar. Á sumrin flækist hann oft um norðanverðan Norð- ursjó, Skagarak og við vestanverð- an Noreg og á Íslandsmiðum fæst hann stundum síðsumars og á haustin. Guðlax er hinn besti matfiskur. Þessi guðlax veiddist um borð í Kleifaberginu ÓF sumarið 2004. Mynd: Björn Valur Gíslason. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.