Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 39

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 39
39 F I S K V E I Ð A R Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum nr. 57 3. júní 1996, um umgengni um nytja- stofna sjávar. Samkvæmt frum- varpinu kemur inn í lögin viðbót- armálsgrein sem gerir ráð fyrir að við veiðar á uppsjávarfiski sé ekki skylt að skilja meðafla frá upp- sjávarafla. Þó reiknist meðafli til aflamarks viðkomandi fiskiskips, en sjávarútvegsráðherra setji regl- ur um hvernig móttakandi afla eða vigtarleyfishafi skuli standa að sýnatöku og útreikningi með- afla við löndun á uppsjávarfiski. Í samræmi við tillögur LÍÚ og umgengnisnefndar Í athugasemdum með frumvarp- inu er þess getið að annars vegar sé verið að leggja til að heimilt verði að meta meðafla við veiðar á uppsjávarfiski til aflamarks fiski- skipa með ákveðnum hætti og hins vegar að gerðar verði nokkrar breytingar á framkvæmd leyfis- sviptinga vegna veiða umfram veiðiheimildir. „Breytingartillög- ur um hvernig meðafli skuli met- inn til aflamarks má rekja til til- lagna frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og umgengnis- nefnd. Breytingartillögur um framkvæmd leyfissviptinga verða að mestu raktar til starfs nefndar sem vinnur að úttekt á starfsum- hverfi í sjávarútvegi, en hún lagði til að skoðað yrði hvernig einfalda mætti með hvað hætti Fiskistofa tilkynnti útgerðum um veiðar umfram veiðiheimildir auk þess sem útgerðum yrði gert skylt að greiða slíkan kostnað.“ Lagðar til breytingar varðandi meðafla í uppsjávarafla Í athugasemdum með frumvarpinu er þess getið að á síðustu kolmunnavertíð hafi meðafli aukist nokkuð, sem leiddi til aukinnar umræðu um hvernig með skyldi fara. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.