Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 41

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 41
41 F I S K M A R K A Ð I R Í framsöguræðu Kristjáns L. Möller kom fram að núverandi lög um fiskmakaði - Lög um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla - væru frá því í desember 1989. Kristján sagði að í ferðum þing- manna til fiskmarkaðsmanna kæmi fram mikil óánægja með að ekki hafi verið lagað það regluumhverfi sem markaðirnir búi við. „Það má eiginlega segja að þau séu hálfgerð „bráða- birgðalög“ utan um þá starfsemi sem þá var að hefjast. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikill fiskur verið seldur þannig að margt hefur breyst í þessu sem betur fer. Það var sem sagt Stefnt að lagasetningu um fiskmarkaði á þessu þingi Í umræðum á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar sl. haust var kallað mjög eftir endurskoðaðri lagasetningu um fiskmarkaði og var lagt mjög hart að Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, að hraða þeirri vinnu eins og kostur væri. Þessi áeggjan fiskmarkaðsmanna virð- ist hafa borið árangur, ef marka má orð ráðherra á Alþingi í febrúar, en þar beindi Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðaust- urkjördæmi, fyrirspurn til ráðherra um hvað liði endurskoðun laga um fiskmarkaði. Spurning Kristjáns hljóðaði einfaldlega svo: Hefur ráð- herra áform um að taka lög og reglur um fiskmarkaði til endurskoðun- ar? Fiskmarkaðsmenn hafa lengi kallað eftir nýrri löggjöf um fiskmarkaði. Samkvæmt orðum sjávar- útvegsráðherra á Alþingi 9. febrúar sl. er stefnt að nýrri löggjöf á yfirstand- andi þingi. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.