Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 42

Ægir - 01.03.2005, Blaðsíða 42
óánægja með að ekki væri kom- inn nýr samræmdur lagagrund- völlur og nýjar reglur um þetta og menn töldu lagaumhverfið afar ófullkomið eins og það er núna. Þeir óska eftir því að fá að stunda starfsemi sína án hafta ef svo má að orði komast og gátu þess jafnframt að því hefði verið marglofað að endurskoða þessi lög. Þeir hafa líka útlistað hvað þurfi að hafa til hliðsjónar við þá endurskoðun og við þá lagasmíð ef af yrði, t.d. um samkeppnis- stöðu markaða, þ.e. fiskmörkuð- um verður að búa það lagaum- hverfi að þeir geti starfað án óeðlilegrar samkeppni, samanber bein viðskipti blönduð kvótavið- skiptum eins og þarna kom fram, mismunun hafnargjalda, mis- munun á kröfum til innlendra og erlendra markaða sem selja ís- lenskan fisk, mismun í uppgjör- um til sjómanna eftir því hvar aflinn er seldur og margt fleira eins og t.d. líka mismun á vigtar- reglum,“ sagði Kristján L. Möller. Málið verði afgreitt á þessu þingi Og sjávarútvegsráðherra svaraði: „Því er til að svara að lög um uppboðsmarkaði eru í endurskoð- un og ég geri ráð fyrir því að henni ljúki tiltölulega fljótlega þannig að hægt verði að leggja fram frumvarp um það á þessu þingi. Síðan er það auðvitað undir hæstvirtri sjávarútvegsnefnd komið hvort hún afgreiðir málið eður ei en ég stefni að því að mál- ið verði í því formi að það verði mögulegt að afgreiða það á þessu þingi og komi reyndar nægilega snemma til að það sé mögulegt líka. Þetta er ekki að mínu mati sérstaklega flókið mál hvað varðar lagasetninguna. Hins vegar teng- ist það ýmsum öðrum málum í sjávarútvegi, m.a. reglum um löndun og vigtun afla sem hafa verið í endurskoðun undanfarin missiri. Ég vonast til að það geti staðist á að endurskoðuð lög um uppboðsmarkaði verði tilbúin, að endurskoðun reglugerðarinnar verði lokið og þá verði hægt að ganga svo til samtímis frá þeim reglugerðum sem síðan þyrftu að fylgja nýjum lögum um uppboðs- markaði og reglugerðunum um vigtun og löndun sjávarafla.“ Réttur kaupenda Þingmenn fögnuðu mjög þessum upplýsingum ráðherra, enda væri mjög brýnt að skapa fiskmörkuð- unum viðhlítandi lagaumhverfi. Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslyndra, bendi á eitt atriði sem tengdist málinu: „Í þessu samhengi vil ég beina ljósinu að mikilvægi þess að gæðaþátturinn í starfsemi fiskmarkaðanna verði endurskoðaður með það að mark- miði að vernda fiskvinnsluna í landinu. Það má kasta fram þeirri spurningu hvort fiskmarkaðirnir geti leitað til óháðs aðila, og fisk- kaupendur almennt, þegar um gæðavandamál er að ræða við fiskkaup á fiskmörkuðum. Réttur fiskkaupenda í dag er afskaplega lítill þegar fiskur er keyptur óséð- ur á markaði og berst svo í hús, kannski í slæmu ásigkomulagi, bæði er varðar flokkun og gæði almennt. Því er mikil nauðsyn á því að tryggt verði að ákveðið ör- yggi komist á og þá til fisk- vinnslna sem eru að kaupa hráefni á fiskmörkuðum í dag.“ 42 K R O S S G Á TA N F I S K M A R K A Ð I R aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:27 Page 42

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.