Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 11
11 F L U T N I N G A R Bent er á að eina flutningaleið- in þar sem sjóleiðin sé styttri en landleiðin sé til Vestfjarða, ef far- ið er norður fyrir land. Flutninga- leiðin til Akureyrar sé lengri með skipi, sérstaklega ef siglt er suður fyrir landið. Þá sé afhendingar- tími vöru mun styttri og afhend- ingar tíðari í landflutningum. Móttakendur vöru séu því tilbún- ir að greiða mun hærra verð fyrir landflutningsþjónustu sem geri samkeppnisstöðu strandflutnings- þjónustu ójafna. Þess er getið í skýrslunni að sjóflutningar hafi ekki lagst af við strendur landsins. Jaxlinn sigli á Vestfjarðahafnir og sömuleiðis sé hann farinn að hafa viðkomu á Eyjafjarðarhöfnum. Og til viðbót- ar leysi stórfyrirtæki hluta af flutningamálum sínum með bein- um leiguferðum inn á hafnir landsins og stóru skipafélögin sendi sín skip inn á hafnir lands- ins í þeim tilfellum þar sem næg eftirspurn er eftir þjónustu þeirra. Tekjuskerðing hafna Samkvæmt skýrslunni hafa tekjur hafna lækkað um 77 milljónir króna á ári þegar Eimskip lagði af strandflutninga með gámaskipi, en þá er gert ráð fyrir að útflutn- ingshafnirnar Vestmannaeyjar, Eskifjörður og Reykjavík haldi verulegum hluta af sínum tekjum þar sem viðkomum stórra flutn- ingaskipa muni fjölga. „Tekjuskerðingin kemur illa niður á þeim höfnum sem ekki eru útflutninghafnir en þó má vænta þess að tekjur af viðkom- um frystiskipa í útflutningi muni aukast. Sveigjanleiki í rekstri hafna er takmarkaður vegna fastra kostnaðarliða eins og fjármagns- og afskriftaliða. Nú þegar strand- siglingar gámaskipa leggjast af er sýnt að einhverjar hafnir þurfa að draga úr rekstrarkostnaði til að mæta tekjulækkun. Hugsanlegt er að hafnir stofni með sér hafna- samlög til að bregðast við breytt- um aðstæðum. Gjaldskrár hafna voru nýlega gefnar frjálsar og því er hugsan- legt að hafnir geti nú aukið tekj- ur með því að laða til sín þunga- flutninga í auknu mæli með sér- stökum samningum og breyting- um á gjaldskrám. Hafnasamband sveitarfélaga bendir á að stór- flutningar af ýmsu tagi, svo sem sementsflutningar, eigi ekki heima á vegum,“ segir orðrétt í skýrslunni. Útstreymi koldíoxíðs Í skýrslunni er ítarlega fjallað um samanburðinn á útstreymi koldí- oxíðs annars vegar frá sjóflutning- um og hins vegar landflutning- um. Samkvæmt flestum mæling- um er útstreymið mun minna frá sjóflutningum, en í skýrslunni er tekið fram að ákveðnum forsend- um sé munurinn ekki eins mikill og fljótt á litið virtist vera. „Ávinningurinn við að flytja flutninga frá landi yfir á sjó væri rétt rúmlega 20.000 tonna minna útstreymi af CO2 á hverju ári, samkvæmt þessu dæmi. Slíkt myndi minnka útstreymi frá sam- göngum um 3,5% og heildarút- streymi frá Íslandi um 0,6-0,7%. Það skal þó ítrekað að þetta dæmi er tæpast raunhæft, þar sem mik- ill hluti núverandi flutninga á landi myndi varla færast út á sjó jafnvel þótt hlutfallsleg skilyrði strandflutninga myndu batna verulega, en þar má nefna mjólk- urflutninga, olíuflutninga, fisk- flutninga og flutning á ferskum matvælum í verslanir,“ segir í skýrslunni. Skýrsla nefndar á vegum samgönguráðuneytisins: Mat lagt á sjó- og landflutninga Í áliti nefndar sem samgönguráðuneytið fól að skoða þróun flutninga innanlands, ekki síst í ljósi þess að strandsiglingar hafa lagst af, kemur fram það álit að ríkisvaldið eigi ekki og geti ekki gripið til aðgerða sem miði að því að færa meginþunga flutninga á sjó. Vandséð sé að slíkar aðgerðir gætu snúið þróuninni við og ekki sé unnt að sjá að samfélagslegir hagsmun- ir krefjist slíks, svo vitnað sé beint í skýrsluna. „Sveigjanleiki í rekstri hafna er takmarkaður vegna fastra kostnaðarliða eins og fjár- magns - og afskriftaliða. Nú þegar strandsiglingar gáma- skipa leggjast af er sýnt að einhverjar hafnir þurfa að draga úr rekstrarkostnaði til að mæta tekjulækkun. Hugs- anlegt er að hafnir stofni með sér hafnasamlög til að bregðast við breyttum að- stæðum,“ segir m.a. í skýrsl- unni. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.