Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 13
13 hygli og eykur hættu á slysum. Hugmyndin er að rannsaka sér- staklega hver sé örsök hávaða með því að greina véla- og tæknibúnað um borð í skipum. Þá er ætlunin að skoða loftgæði í skipum, sér- staklega í vélarúmum skipa og vistarverum áhafna, og gera mæl- ingar á CO, CO2, H2S og NOx ásamt aðskotaögnum og fá þannig fram gögn með niðurstöð- um til úrvinnslu. Á grundvelli niðurstaðna verða settar fram til- lögur til úrbóta. Gert er ráð fyrir að unnið verði að gerð öryggisstjórnunarkerfis fyrir fiskiskip með gerð handbók- ar þar sem sérstök áhersla verði lögð á hinn mannlega þátt í starfsumhverfi sjómanna. Stefnt er að því að nýta sjómannadaginn til að kynna fræðsluefni víða um land. Gerðar verða handbækur, bæklingar og myndbönd um ör- yggismál. Má þar helst nefna handbók um eldvarnir og hand- bækur fyrir áhafnir kaup- og fiskiskipa, fræðslumyndir um ör- yggisstjórnunarkerfi í skipum ásamt endurgerð fræðslupésa og handbóka. Flugmálastjórn, Siglingastofn- un og Vegagerðin eru þátttakend- ur í sameiginlegu rannsóknar- verkefni sem Veðurstofan vinnur að um veðurspár byggðar á reiknilíkani sem gefa nákvæmari spár. Markmið verkefnisins er að bæta þau gögn sem liggja til grundvallar veðurspám með reikningum á þróun lofthjúpsins í mjög þéttriðnu reiknineti. Þess er vænst að verkefnið muni nýtast til að gera samgöngur öruggari í framtíðinni. Minjavernd Í kafla siglingaáætlunarinnar um minjavernd og sögu er þess getið að Siglingastofnun sé ljós sú ábyrgð sem á henni hvíli gagn- vart söguritun og minjavernd. Þegar hafi verið skráð saga ís- lenskra vita, er út kom árið 2002, og nú standi yfir ritun sögu hafn- argerðar á Íslandi sem ætlunin sé að ljúka haustið 2006. Að því loknu þurfi að takast á við skrá- setningu annarra verkefna sem stofnunin fáist við, svo sem skipa- skoðuna- og öryggismála sjófar- enda almennt. Þá er þess getið að þörf sé á því að skrá gamla muni, ljósmyndir og fleira í vörslu stofnunarinnar og taka ákvarðanir um varðveislu þeirra og afdrif. Ennfremur sé þörf á að móta og framkvæma varðveislustefnu gagnvart munum og minjum. Fram kemur að Siglingastofnun hefur einnig hug á að kynna sjó- og strandminjar með því að setja upp upplýsingaskilti, til dæmis við merka vita, verstöðvar, lend- ingarstaði og hafnarmannvirki í samvinnu við áhugasama. Þá hafi nokkrir vitar verið friðaðir og megi búast við því að leggja þurfi eitthvert fé til viðhalds þeirra í samræmi við friðunarskilmála. Ýmsar rannsóknir Unnið verður að svokölluðum öldufarsrannsóknum á fyrirhug- aðri innsiglingarrennu utan Hornafjarðar, við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, Vík í Mýrdal, Surtsey og Bakkafjöru auk rann- sókna á Akranesi og Bolungarvík. Einnig verður haldið áfram rann- sóknum á ferjulægi við Bakka- fjöru vegna ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og lands. Gerðir hafa verið öldufarsreikningar á siglingaleiðinni og samið hefur verið við Vestmannaeyjahöfn um reglulegar dýptarmælingar við Bakkafjöru til að fylgjast með botnbreytingum. Gert er ráð fyrir að unnið verði að mælingum fram til 2006. Á Breiðamerkursandi verður áfram unnið að öldufars- rannsóknum og fylgst er með rofi niður á um 20 m dýpi með dýpt- armælingum á nokkurra ára bili. Unnið verður að tillögum að sjó- varnargörðum við Jökulsárlón í samvinnu við Vegagerðina. Unn- ið verður að rannsóknum á öldu- fari og straumum og áhrifum þeirra á siglingaöryggi mismun- andi gerða skipa á siglingaleiðum við suðurströndina, á Grynnslun- um utan Hornafjarðar og á hugs- anlegri siglingaleið ferju milli Vestmannaeyja og ferjulægis við Bakkafjöru. Unnið verður að siglingaöryggi mismunandi skipa og samanburð- ur gerður við núverandi leið. Þessi vinna verður unnin í sam- vinnu við þá aðila sem starfað hafa með Siglingastofnun að þró- un upplýsingakerfis um hættu- legar öldur og stöðugleika minni fiskiskipa. Jafnframt verður unnið að setningu reglna um takmörk- un siglinga um líffræðilega mik- ilvæg hafsvæði. Sjálfvirkt auðkennis- kerfi skipa Áætlað er að núna í vor verði komnar upp fjórar landstöðvar fyrir sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa sem nær til svæðisins frá sunnanverðum Vestfjörðum og suður og austur um að Reyðar- firði. Stefnt er að því að ljúka uppbyggingu landstöðvakerfis vegna siglinga með strönd lands- ins á næstu þremur árum. Sam- tímis verður komið upp miðlæg- um úrvinnslubúnaði sem miðla mun gögnum úr auðkenniskerf- inu til vaktstöðvar siglinga og e.t.v. fleiri aðila. Gert er ráð fyrir endurnýjun nokkurra vita frá grunni sem eru orðnir mjög dýrir í viðhaldi og einnig má nefna endurnýjun bún- aðar fyrir upplýsingakerfi um veður og sjólag. Gert er ráð fyrir að fylgja eftir rannsókn Lovísu Ólafs- dóttur á heilsufari sjómanna og er m.a. hugmyndin að rannsaka hver sé örsök há- vaða með því að greina véla- og tæknibúnað um borð í skipum. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.