Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 17
17 Í gegnum árin hefur Kristinn mjög látið sjávarútvegsmál til sín taka á Alþingi og verið helsti talsmaður Framsóknarflokksins á því sviði. Hefur þá oft verið í andstöðu við ríkjandi sjónarmið. Farið sínar eigin leiðir - en ekki flokksins. Hann telur að þær breytingar sem gerðar voru á lagaumhverfi smábátaútgerðar á síðastliðnu ári hafi verið óumflýj- anlegar. Breytingar voru ekki umflúnar „Aflaheimildir í sóknardagakerf- inu voru orðnar verðlagðar með svipuðum hætti og aflamark og í annan stað voru átök milli manna í sitt hvoru kerfinu,“ segir Krist- inn. „Hver úthlutun eða laga- breyting, sem gerð var, leiddi til fjölgunar í flokki kvótasettra krókaflamarksbáta innan smá- bátakerfisins, á sama hátt og hlutur dagabátanna minnkaði. Samsetningin innan smábátaflot- ans var því að breytast og vaxandi togstreita milli ólíkra hagsmuna. Að auki voru átök við útgerðar- menn í stóra aflamarkskerfinu. Þarna hafði því skapast klofning- ur innan greinarinnar sem ill- mögulegt var að jafna öðruvísi en að allir færu í aflamarkskerfi.“ Í viðtali við Ægi sl. sumar sagði Gunnsteinn Gíslason odd- viti og kaupfélagsstjóri í Norður- firði á Ströndum að með því að leggja sóknardagakerfið af, væri verið að útrýma því sem hann nefndi „síðasta neistann af veiði- gleði.“ Þegar viðtalið var tekið voru aðeins fáir mánuðir í að sóknardagakerfið yrði aflagt; það er að menn gætu róið til fiskjar ákveðinn dagafjölda á ári og þá daga dregið jafn mikið og drott- inn gaf. „Mér finnst ýmislegt til í þessu sjónarmiði Gunnsteins,“ segir Kristinn. „Áður var til staðar með sóknardagakerfinu sá möguleiki að ungir menn gætu komið inn í greinina og fiskað án þess að þurfa að greiða fyrir veiðiréttinn eða kvótann. Í dag er lokað fyrir þetta. En svipaðar girðingar og Lokað kerfi er ávísun á kyrrstöðu - segir Kristinn H. Gunnarsson og telur smábátaútgerð hagkvæmasta og markaðsvæðingu í sjávarútvegi mikilvæga Viðtal og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Siglt inn Dýrafjörð. Kristinn H. Gunnarsson segir smábáta að mörgu leyti hafa komið í staðinn fyrir togarana, auk þess sem útgerðin sé hagkvæmari eftir því sem bátarnir séu smærri. „Í dag erum við líklega að veiða um það bil helmingi minna af þorski en áður var og það segir sig sjálft að þá gengur útgerð rán- dýrra togara tæplega upp.“ „Auðvitað eiga allir almennilegir kapítalistar að færa sig yfir í þá útgerð sem er hagkvæmust. Síðasta áratug eru aflaheimildir takmarkaðri en áður var og jafnframt eru smábátarnir orðnir betri sjóskip . Bátarnir eru hraðskreiðir, standa betur af sér veður og koma með gott hráefni að landi. Samt er útgerðin enn að miklu leyti stunduð á stórum togurum og þá segir sig sjálft að ágóðinn getur orðið meiri,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.