Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 18
18 S M Á B Á TA Ú T G E R Ð eru í kvótakerfinu voru að mynd- ast í sóknardagakerfinu með ár- unum. Fyrst þurftu menn aðeins bát og öfluðu sér síðan veiði- reynslu sem var hægt að breyta í kvóta. Seinna urðu heimildir í sóknardagakerfinu einnig metnar til fjár, þannig að þróunin var öll á sama veg. Af þessari ástæðu varð ekki umflúið að öll útgerðin færðist undir aflamarkskerfið, með þeim afleiðingum að sú róm- antík sem vissulega fylgir því að mega veiða svo lengi sem ein- hvern afla er að hafa varð undan að láta.“ Peningar og pappírsgróði Kristinn segir að umdeilanlegt sé hvort það hafi fullnægt sjónar- miðum um sanngirni og réttlæti að setja allar veiðiheimildir smá- báta í aflamarkskerfið. Slíkum spurningum sé erfitt að svara sé horft á uppruna og þróun kvóta- kerfisins „...sem hefur fært mönn- um mikil verðmæti upp í hend- urnar án þess að þeir hafi neitt þurft að greiða fyrir,“ eins og Kristinn kemst að orði. Hann bendir á að eftir hinn svonefnda Valdimarsdóm Hæstaréttar árið 1999 hafi Alþingi með lagabreyt- ingum ákveðið að færa flesta smá- báta úr sóknardagamarki yfir í krókaaflamark. Þá var sett á fót svokallað handfærakerfi, fyrir um það bil þriðjung smábátanna, þar sem hver bátur hafi 23 daga til veiða. Þeim dögum fækkaði síðan ef veitt var umfram tiltekin mörk. Það kerfi var aflagt síðast- liðið vor og handfærabátarnir fóru inn í krókaflamarkskerfið. „Með kvótasetningu smábát- anna urðu miklir fjármunir til í formi kvóta, rétt eins og í afla- markskerfinu, þótt upphæðirnar hafi verið miklu lægri en þar gerðist. Ég giskaði á það á sínum tíma, það er í fyrra skiptið, að þetta hefðu verið um sex milljarð- ar króna“ segir Kristinn. „Þarna myndaðist, með öðrum orðum, eigið fé. Sumir notuðu tækifærið; seldu kvótann og fóru út úr greininni. Aðrir juku við sig afla- heimildir og efldu sína útgerð. Þarna urðu sem sagt bæði til raunverulegir peningar og papp- írsgróði.“ Það sem lagt var til grundvallar í breytingunum síðasta vor, þegar skrefið til kvótasetningar var stigið til fulls, var, að sögn Krist- ins, að menn fengju veiðiheimild- ir til að standa undir skuldbind- ingum sem þeir höfðu stofnað til á grundvelli gömlu laganna. „Það er eðlilegt að kerfisbreytingin kollvarpi ekki forsendum fjárfest- ingar sem menn hafa ráðist í í góðri trú. Í flestum tilvikum hygg ég að slíkt hafi verið raunin, þó ekki án undantekninga, því miður,“ segir hann. Stjórna markaðnum með samráði Þegar kvótasetning smábáta var til umræðu gerði LÍÚ sig mjög gildandi og sagði slíkt sanngirn- ismál gagnvart stærri útgerðum. „Stöðva ber stjórnlausar veiðar“ var fyrirsögn fréttar í DV eftir fund á Akureyri vorið þar sem út- gerðarmenn á Norðurlandi fund- uðu og ályktuðu um málið. „Að mínu mati var vandinn ekki sá að sóknardagaflotinn væri að veiða umfram það sem talið var. Það sem fyrst og síðast var um að tefla var togstreita sem var tilkomin vegna þeirrar ójöfnu stöðu sem menn voru í, eftir því hvaða kerfi þeir störfuðu samkvæmt,“ segir Kristinn. „Stærsti galli kvótakerfisins er annars að minni hyggju sá að framboð veiðiheimilda er lítið og þær alls ekki á því verði sem fisk- verð gefur tilefni til. Þeir sem fyr- ir eru í greininni - einkanlega stærri útgerðirnar - ráða markaðn- um. Stjórna sölu veiðiheimilda með samráði sín í millum og það er auðvitað hagur þeirra sem mestan kvóta hafa að verðið sé sem hæst. Hafa jafnvel verið að kaupa stór útgerðarfyrirtæki og fjármagna þau viðskipti að veru- legu leyti með leigu á veiðiheim- ildum. Og þarna erum við komin að því atriði sem þjóðin er ef til vill ósáttust með, að menn nýti ekki sínar veiðiheimildir til ann- ars en að búa sér til einhverskonar spilapeninga. Stærri útgerðirnar verja sig og þetta lokaða kerfi með þeim afleiðingum að allir tapa þegar til lengdar lætur. Lokað kerfi er ávísun á kyrrstöðu. Fyrr en síðar hlýtur sjávarútvegurinn og sala aflaheimilda að færast inn í eðlilegt markaðshagkerfi. Þessi grein bæði verður og þarf að lúta lögmálum frjáls markaðar.“ Hreinsi út öll verðmæti Eiríkur Tómasson, forstjóri Þor- björns Fiskaness í Grindavík, sagði í viðtali við Ægi sl. haust, í tilefni þess að fyrirtækið var af- skráð af hlutabréfamarkaði í fyrra, að í raun mætti orða hlutina sem svo að markaðurinn hefði hafnað sjávarútveginum. Viðskipti með bréf í félögum í greininni væru lítil og verðmyndun óvirk, enda segði það sig sjálft að menn fjár- festu helst á þeim vettvangi þar sem starfsskilyrði væru trygg. Kristinn segist ekki gefa mikið fyrir þessi sjónarmið. Bendir á að vilji margra útgerðarmanna sé sá að viðhafa lokað eignarhald - þá ekki síst með eigin hagsmuni í huga. Honum virðist að menn vilji hafa fullkomna stjórn á fyrir- tækjunum og dreift eignarhald sé á undanhaldi. Þá kemur líka til að menn hafa taugar til sinna byggðarlaga. „Út um land hafa menn bein- línis óttast að utanaðkomandi að- ilar fari inn í fyrirtækin, hreinsi út öll verðmæti eins og veiði- heimildir og skilji heimamenn síðan eftir slippa og snauða. Nefna má í þessu sambandi þegar Þorbirningar komu að rekstri Ósvarar í Bolungarvík. Það eru þessi atvinnulegu sjónarmið byggðanna sem menn hafa staldr- að við í umræðu um markaðsvæð- ingu sjávarútvegsins. Dæmi um fyrirtæki sem tekin voru af hluta- bréfamarkaði með þessari skýr- Baráttumaður úr Bolungarvík. „Stærsti galli kvótakerfisins er ann- ars að minni hyggju sá að framboð veiðiheimilda er lítið og þær alls ekki á því verði sem fiskverð gefur tilefni til. Þeir sem fyrir eru í greininni - einkanlega stærri útgerðirnar - ráða markaðnum.“ aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 18

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.