Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 25
25 Gengur upp með mikilli vinnu Þegar kvótinn var settur á ýsu og steinbít hafði Reynir aflað sér töluverðrar reynslu og fékk því út- hlutað um 60 tonnum af ýsu og tæplega 50 tonnum af steinbít. Í þorskígildum er útgerðin því núna með um 120 tonn. Það dugar ekki fyrir árið, en með því að leigja töluvert mikinn kvóta til viðbótar gengur dæmið upp. „Þetta gengur með því að við erum mikið að vinna við þetta sjálf,“ segir Júlía, sem Reynir segir að sé út- gerðarstjórinn. Auk þess að sjá um fjármálin beiti hún í gríð og erg og standi í hinum og þessum redd- ingum. Þau hjónin skiptu um bát sl. haust. Þá keyptu þau bát frá Neskaupstað, 7,3ja tonna Gáska, nýja Júlíu SI, en sá gamli er eftir sem áður gerður út frá Siglu- firði. Nýverið var lokið við breytingar á bátnum, sem fólust fyrst og fremst í því að dekkið á honum var stækkað. Með Reyni á Júlíu er tengdasonurinn Sölvi Guðnason. Miklar breytingar Þau Reynir og Júlía eru sammála um að gríðarlega miklar breytingar hafi orðið á fiskgengd fyrir norðan land. Hér á árum áður hafi verið hreinn viðburður ef ýsa hafi tekið línu, en nú sé allt fullt af ýsu út um allt, jafnvel alveg inni við bryggju í Siglufirði. Og það sem meira er að um er ræða boltavæna ýsu. Hvað þessu ræður segja þau erfitt að segja til um, en óneit- anlega beinist athyglin að hlýnandi sjó fyrir norðan. „Síðan við komum að sunnan árið 2003 hefur fiskeríið hérna verið algjört ævintýri. Við sækjum ekki langt, það má segja að stímið á miðin taki hálf- tíma til þrjú korter. Það liggur við að það sé alveg sama hvar borið er niður, það er allsstaðar fiskur. Það segir sína sögu að einn kollegi okkar á Siglufirði fór út með 9 bala línu núna seinnipartinn í apríl og fékk 3,7 tonn - sem sagt 400 kíló á hvern bala,“ segir Reynir og Júlía bætir við að í fyrrasumar hafi strák- arnir fengið ýsu á stöng á loðnubryggjunni á Siglu- firði. Hef alltaf kunnað best við línuveiðarnar „Við gerum eingöngu út á línu,“ segir Reynir. „Ég hef alltaf kunnað best við línuveiðarnar. Hjá okkur vinna eldri hjón í beitingu, dóttir okkar í Mennta- skólanum á Akureyri kemur oft heim um helgar og grípur þá í beitinguna og það sama gerir fimmtán ára gamall sonur okkar. Og síðan beitum við hjónin líka. Það er mikilvægt að kenna krökkunum þessi vinnubrögð, enda er lítil sem engin endurnýjun í beitingunni. Línuívilnin kemur okkur vel. Eins og línuívilnun- in er útfærð er hún að skapa meiri vinnu í sjávar- plássunum. Það eru vissulega óánægjuraddir sem heyrast frá mönnum sem hafa farið út í að fjárfesta í beitningarvélum um borð í bátunum, en mér finnst persónulega ekki rétt að verðlauna menn fyrir að segja upp fólki. Aftur á móti er það að mínu mati mjög ósanngjarnt að tregtabátar skuli ekki fá línuí- vilnun. Þeir eiga að sitja við sama borð og við sem erum með handbeitingu. Tökum dæmi frá Grímsey. Þar er enginn einasti bátur með handbeitingu, allir á tregt. Þessir bátar fá ekki línuívilnun og það er órétt- látt,“ segir Reynir. Frjálsræðið er helsti kosturinn Þeim Reyni og Júlíu verður tíðrætt um fiskverðið, sem hefur lækkað verulega á undanförnum árum. „Fyrir kannski fjórum árum fóru menn í fýlu ef ýsu- verðið fór undir tvö hundruð kallinn. Nú er maður hins vegar í skýjunum þegar verðið fer yfir hundrað kallinn,“ segir Júlía og bætir við að það skjóti skökku við að á sama tíma og fiskverðið lækki hækki Horft yfir Siglufjörð. Mynd: Steingrímur Kristinsson/Siglufirði. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.