Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 26
26 Æ G I S V I Ð TA L I Ð beitan verulega í verði. „Kílóið af smokkfisk er kom- ið í 147 krónur. Aðföng hækka sem sagt stöðugt, en fiskurinn ekki.“ Líf trillukarlsins er að mörgu leyti sérstakt, en Reynir er ákveðinn þegar hann segir að þetta sé lífið. „Ég held að sé ekki hægt að hugsa sér það betra sem sjómaður. Maður er frjáls, ræður sér sjálfur og er ekki háður neinni stimpilklukku. Auðvitað er þetta gríð- arlega mikil vinna, enda höfum við hjónin alltaf haft að leiðarljósi að gera eins mikið sjálf og við mögu- lega getum. En auðvitað kemur að því, eftir því sem maður eldist, að það gengur ekki. Ég myndi til dæmis ekki fara aftur í það mynstur að róa einn. Það er of mikið. Auðvitað eru þetta oft langir dagar, en þetta venst ágætlega. Við förum út á hvaða tíma sól- arhrings sem er, bara þegar gefur, sem þýðir oft óreglulegan svefntíma og óreglulegt mataræði. Þetta er því kannski ekki sérlega hollt fyrir líkamann, en á móti kemur að þetta er gaman. Við hjónin höfum haft fyrir reglu að fara til útlanda tvisvar á ári og slappa af og hlaða batteríin. Það finnst okkur alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Reynir. „Við lítum svo á að sá peningur sem við spörum okkur með því að við erum sjálf að beita, fari í þessar utanlandsferðir fyrir okkur hjónin. Í fyrra lögðum við um 1.600 bala og þar af beittum við hjónin 1.010 bala. Miðað við að beiting pr. bala kosti 2.000 krónur leggur þessi vinna sig því á um tvær millj- ónir króna,“ segir Júlía. Fimmtán þúsund balar Það er ljóst að Reynir er maður nákvæmur. Í ljós kemur að hann hefur nákvæma tölu yfir sína útgerð. Til dæmis kemur í ljós, samkvæmt bókhaldi Reynis, að frá því að þau hjónin hófu að gera sjálf út, eru þau búin að leggja rétt um 15 þúsund bala og aflinn er um 1.300 tonn. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að hafa áhuga fyrir þessu,“ segir Reynir þegar hann er spurður um hver sé mikilsverðasti kostur hvers trillukarls. En hvernig horfa þau hjónin á framtíðina í útgerð- inni? „Ég held að það sé bara mjög bjart framundan í þessu. Mitt mesta gæfuspor var að koma aftur hingað norður. Ég er yfir mig ástfanginn af sjálfum mér fyrir að hafa drifið mig aftur norður. Þó svo að ég sé fædd- ur og uppalinn í Sandgerði kann ég mun betur við mig á Siglufirði en þar,“ segir Reynir og brosir. „Maður vonar bara að fiskverðið fari að hækka,“ skýt- ur Júlía inn í. „En ég vil gjarnan láta það koma fram,“ segir Reynir, „að ég botna ekkert í því að leiguverðið á þorskinum skuli ekki fylgja markaðsverðinu. Það er ótrúlegt að maður skuli vera að leigja þorskkílóið á kannski 85 krónur og fá aðeins 90 krónur fyrir það á markaði. En á sama tíma er maður kannski að fá röskar 200 krónur fyrir ýsukílóið en leigir hana á 28 krónur. Með öðrum orðum; það lækkar aldrei leigu- verð á þorski, sem mér finnst vera alveg stórfurðu- legt,“ segir Reynir. Hlutdeild í byggðakvóta Siglfirðinga Á þessu fiskveiðiári var Siglfirðingum úthlutað 205 tonna byggðakvóta og þar af komu 20 tonn í hlut útgerðar Júlíu SI - 14 tonn af þorski og 6 af ýsu. Reynir segir að vitaskuld muni verulega um þessa búbót fyrir bátaútgerðina á staðnum. „Þessi úthlutun er þó bundin því að við leggjum upp þennan afla hjá fiskverkun á Siglufirði og leggjum helming á móti - samtals eru þetta 54 tonn upp úr sjó. Við höfum hins vegar ekkert um fiskverðið að segja, það er alfarið ákvörðun fiskverkandans. Við verðum að gjöra svo vel að gera okkur þetta að góðu, annars komum við ekki til greina við úthlutun næsta byggðakvóta. Ég spyr mig þeirrar spurningar af hverju Fiskmarkaður Siglufjarðar, sem við höfðum lengi barist fyrir, fær ekki að vera inni í þessu dæmi. Af hverju má ég ekki landa byggðakvótanum þar og fiskverkendur á Siglu- firði kaupi síðan aflann á markaðnum? Það má reyndar nefna að það er engin ýsuverkun á Siglufirði, ýsan fer öll á markað og er keypt af fiskverkendum utan byggðarlagsins.“ Fáránleg umræða um Héðinsfjarðargöng Siglufjörður hefur verið mikið í þjóðfélagsumræð- unni að undanförnu, ekki síst vegna væntanlegra Héðinsfjarðarganga. Júlía segir að vissulega hafi ver- ið mjög sárt að sjá á eftir þeim mikla fjölda fólks sem hefur flutt í burtu frá Siglufirði á undanförnum árum. „En við veltum okkur ekki upp úr þessu,“ seg- ir Júlía og nefnir einnig að sumir Siglfirðingar segi að hætta sé á að dragi úr þjónustu í bænum í kjölfar Héðinsfjarðarganga. „Því vil ég ekki trúa. Ég held hins vegar að öll jákvæðu áhrif ganganna komi til með að vega þyngra.“ Reynir segist sannfærður um mikil og góð áhrif af Héðinsfjarðargöngum og það sé í raun óskiljanleg umræða sem hafi komið ítrekað fram að göngin séu fyrst og fremst fyrir Siglfirðinga. „Hvers konar rugl er að halda því fram að Héðinsfjarðargöng séu bara fyrir Siglufjörð? Þetta er fáránleg umræða. Auðvitað nýtast þau öllum landsmönnum og þau opna mikla möguleika í atvinnulegu tilliti, varðandi ferðaþjón- ustu og margt fleira,“ segir Reynir Karlsson. Reynir Karlsson: „Síðan við komum að sunnan árið 2003 hefur fiskeríið hérna verið algjört ævintýri. Við sækjum ekki langt, það má segja að stímið á mið- in taki hálftíma til þrjú korter. Það liggur við að það sé alveg sama hvar borið er niður, það er alls- staðar fiskur.“ Mynd: Steingrímur Kristinsson/Siglufirði. aegirapríl2005 6.5.2005 11:58 Page 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.