Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 33

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 33
33 R A N N S Ó K N I R fiskilýsisframleiðslu heimsins að halda eftir 7-10 ár. Enginn annar fitugjafi er eins innihaldsríkur af ómega-3 fitusýrum og eldisfiskur þarf nauðsynlega á þessum fitu- sýrum að halda. Í eldi flestra sjávarfiska er uppistaða próteina í fóðri úr fiskimjöli, enda er nær- ingarinnihald þess mjög líkt nær- ingarþörf þeirra. Jurtaprótein innihalda minna af nauðsynlegum amínósýrum, orku og steinefnum, s.s. fosfati, samanborið við fiskiprótein. Þessa þætti verður að hafa í huga þegar samsetning fóðurs sem inniheldur jurtaprótein er ákvörðuð. Ef verð á próteini úr ansjósumjöli er bor- ið saman við sojamjöl þá er ansjósumjöl 58% dýrara (árið 2000). Þegar verð á próteini úr ansjósumjöli og maísmjöli eru borin saman kemur í ljós að ansjósumjölið er 38,4% dýrara. Fleiri möguleikar eru fyrir hendi þegar kemur að fiskimjöli og koma þar jurtaprótein sterk- lega til greina. Áætluð notkun fiskimjöls í fiskeldisiðnaðinum er í kringum 35% af heimsfram- leiðslu, en reiknað er með að notkun á fiskimjöli árið 2010 verði um 44% af meðalfram- leiðslu síðustu tíu ára. Sú mikla þróun sem hefur átt sér stað í fiskeldi hefur leitt til aukinnar eftirspurnar á fiskimjöli. Í nokkur ár hefur áhugi á að þróa sojamjöl sem valkost í skiptum fyrir fiski- mjöl í fóður fyrir fisk aukist. Hvatinn að þessum breytingum var einkum mikill breytileiki í veiðum og verði á fiskimjöli, sem hefur neikvæð áhrif á fóðuriðnað- inn og fiskeldið. Í dag er neikvæð umræða um notkun fiskimjöls í fóður hins vegar vegna hnignandi fiskistofna í heiminum. Það sem hefur verið einna mest í umræð- unni sem staðgengill fyrir fiski- mjöl er afurðir sojabauna, einkum vegna stöðugs framboðs, hag- stæðs verðs og prótein/amínósýru samsetningu. Samkvæmt FAO hefur heimsframleiðsla á soja- mjöli aukist úr 15 milljónum tonna árið 1961 í 107 milljónir tonna árið 2001, á meðan fram- leiðsla fiskimjöls hefur verið á bilinu 5-7 milljónir tonna yfir sama tímabil. Á þessu 50 ára tímabili hefur framleiðsluaukn- ing á sojamjöli verið að meðaltali 12,3%. Markmið verkefnisins sem hér er sagt frá var að leita leiða til að 0 20 40 60 80 100 120 1961 1964 1967 1970 1973 1976 1979 1982 1985 1988 1991 1994 1997 2000 F ra m le ið s la Sojamjöl Fiskimjöl Millj. tonn Mynd 2. Heimsframleiðsla sojamjöls og fiskimjöls (Heimild: FAO, 2002). 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% Seiði Fóður Slátrun Flutningur Annað Tryggingar Mynd 3. Hlutfallsleg skipting rekstrarkostnaðar á framleitt kg þorsks. 0,0% 0,5% 1,0% 1,5% HYPRO STST ST MGM SPES SUP S G R 1 2 % s o y a , 8 5 % s u p e ri o r 96 % s ta n d a rd . 4 8 % s ta n d a rd , 4 8 % s u p er io r 16 % m a is , 8 1 % s u p er io r 48 % s p e ci a l, 4 8 % s u p e ri o r 9 6 % s u p e ri o r. Mynd 4. Dagvöxtur tilraunafisks yfir vaxtartímabilið (90 dagar). 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% HYPRO STST ST MGM SPES SUP Fóðurtegund L if ra rh lu tf a ll HSI í upph. HSI loka Mynd 5. Lifrarhlutfall tilraunafisks. aegirapríl2005 6.5.2005 11:59 Page 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.