Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 36
36 H VA L A S K O Ð U N Hvalamiðstöðin hefur byggt upp athyglisvert hvalasafn í gamla sláturhúsinu á hafnarsvæð- inu á Húsavík og hefur safngest- um fjölgað ár frá ári - um sem næst 10% á ári. Á síðasta ári sóttu um 19 þúsund gestir Hvalamiðstöðina heim og hafa aldrei verið fleiri. Nú er unnið að því að stækka safnið um 170 fer- metra, þar sem vistfræði hafsins við Ísland og í Norðurhöfum verða gerð skil. Þessi sýning er hönnuð af Jóni Ásgeiri Hreins- syni og Guðrúnu Lilju Ásgeirs- dóttur. Ásbjörn Björgvinsson, for- stöðumaður Hvalasafnsins, segir að bróðurpartur þess fólks sem fer í hvalaskoðun frá Húsavík sé út- lendingar, en hins vegar sé sam- setning gesta Hvalasafnsins ekki sú sama. Þar séu Íslendingar meira áberandi. „Okkar verkefni er því að reyna að fá fleiri gesti sem koma hingað í hvalaskoðun til þess að staldra einnig við á safninu,“ segir Ásbjörn. Um þrjú heilsársstörf eru við Hvalamiðstöðina, en yfir sumar- mánuðina eru 12-13 starfsmenn. Mikill vöxtur í hvalaskoðun á Faxaflóa Í Reykjavík eru starfrækt tvö hvalaskoðunarfyrirtæki - annars vegar Elding og hins vegar Haf- súlan. Til samans fluttu þessi fyr- irtæki á síðasta ári mjög svipaðan fjölda farþega og fóru í hvalaskðun frá Húsavík - eða sem næst 33 þúsund manns. Á vegum Eldingar fóru um 15 þúsund manns í hvalaskoðun á síðasta ári, sem Rannveig Grét- arsdóttir, framkvæmdastjóri fyrir- tækins, segir að sé met til þessa. Elding var stofnuð árið 2000 og var til að byrja með starfrækt í Sandgerði, flutti sig síðan til Hafnarfjarðar og er nú komin í höfuðborgina. Rannveig segir að fyrir margra hluta sakir sé slíkt hvalaskoðunarfyrirtæki best stað- sett í Reykjavík, enda sé mestur straumur ferðafólks þar og einnig sé stutt á gjöful hvalaskoðunar- mið úti á Faxaflóa þar sem ganga megi að því nokkuð vísu að hvali sé að sjá. Fyrst og fremst má nán- ast bóka að hægt sé að sjá hrefnur, en einnig hnísur og höfrunga. Þá segir Rannveig að fjölskrúðugt fuglalíf heilli líka ferðamenn. Útlendingar í meirilhluta Mikill meirihluti þeirra sem fer í hvalaskoðun með Eldingu eru út- lendingar. Rannveig segir að bæði hafi ferðamennirnir keypt slíkar ferðir í gegnum ferðaskrifstofur, Búast við áframhaldandi aukningu í hvalaskoðun Á síðasta ári fóru um 33 þúsund manns í hvalaskoðun frá Húsavík og hafa farþegar aldrei verið fleiri. Þetta er því gríðarlegur vaxt- arsproti í atvinnulífinu í bænum og það fer sannarlega ekki á milli mála þegar komið er til Húsavíkur yfir sumarmánuðina að þar er eitt- hvað meira en lítið í gangi, slíkur er fjöldi ferðamanna á götunum. Elding í Reykjavík gerir út tvo hvala- skoðunarbáta. Miðað við fyrir- frampantanir lítur komandi sumar mjög vel út. Mynd: Elding - hvalaskoðun. aegirapríl2005 6.5.2005 11:59 Page 36

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.