Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 42

Ægir - 01.04.2005, Blaðsíða 42
markmiði að koma rafrænum við- skiptum á nýtt stig. „Lögð var áhersla á að útkoman nýttist hverjum og einum, það varð drif- kraftur hópsins því þá voru mest- ar líkur á árangri. Það hefði verið auðvelt fyrir eitthvert fyrirtækj- anna að kaupa lausnina, en það hefði ekki leitt til þess árangurs sem nú hefur náðst,“ segir Krist- ján Hjaltason. Dæmi um samskipti Eftirfarandi varpar eilitlu ljósi á rafræn samskipti áðurnefndra fyr- irtækja: 1. Pöntun fer úr upplýsinga- kerfi SH fyrirtækja erlendis í gegnum Iceport, vefgátt SH, í WiseFish kerfi Brims. Brim send- ir staðfestingu úr sínu kerfi til baka sömu leið. 2. Reikningur sendur úr WF kerfi Brims til SH. 3. Hleðslulisti með upplýsing- um um afhendingu Brims er sendur úr WF kerfi Brims í upp- lýsingakerfi Eimskips og til SH þjónustu. Tæknileg lausn verkefnisins byggist á XML samskiptum á milli kerfa. Skeytin verða til í upplýsingakerfum fyrirtækja og Síminn sér um að senda þau yfir internetið milli þeirra. Búin hefur verið til vörpun í kerfi Brims þannig að félagið getur átt sams- konar samskipti við aðra sölu- og flutningsaðila. Meiri hraði og lækkun kostnaðar „Þýðing þessarar lausnar er mikil fyrir alla aðila,“ segir Kristján Hjaltason. „Lausnin byggir á því að upplýsingar eru slegnar aðeins einu sinni inn í tölvu fyrsta aðila og síðan eru þær fluttar rafrænt á milli upplýsingakerfa þar sem hvert fyrirtæki bætir við nýjum upplýsingum eftir því sem við á og sendir áfram á næsta fyrirtæki. Þessi lausn leiðir til meiri hraða í samskiptum, fækkunar mistaka, öruggari miðlunar upplýsinga, rekjanleiki á öllum stigum er tryggður og færri deilur um samninga til að nefna helstu kost- ina. Þetta allt leiðir til lækkunar á kostnaði.“ 42 K R O S S G Á TA N R A F R Æ N S A M S K I P T I Maritech er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur unnið að þróun Rafbrims. Hér eru tveir fulltrúar Maritech - Jón Kristjánsson (til hægri) og Grétar Örlygsson. aegirapríl2005 6.5.2005 11:59 Page 42

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.