Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 4
4 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Við Íslendingar þjáumst ekki af minnimáttarkennd - sem betur fer. Við teljum okkur vera besta í flestu, eigum flestar tölvurnar miðað við íbúatölu, bílaeignin er alveg sér kapít- uli og svo mætti lengi telja. Og við mælumst líka sem hamingjusamasta þjóð í heimi. Við Íslendingar erum sjávarútvegs- þjóð, þó svo að segja megi sem svo að stór hluti þjóðarinnar hafi orðið lítil tengsl við sjávarútveginn, enda stækk- ar borgarsamfélagið hröðum skrefum. Íslenska sjávarútvegssýningin í Kópavogi, sem verður haldin dagana 7. til 10. september nk., er gott dæmi um að við þjáumst ekki af minnimátt- arkennd. Síðasta sýning, sem var hald- in árið 2002, var mjög fjölbreytt og skemmtileg og mér skilst að sýningin í ár verði ekki minni í sniðum. Það er fagnaðarefni að í svo stóra og metnað- arfulla sýningu er ráðist hér á landi. Það vekur mikla og verðskuldaða at- hygli á því sem gert er í sjávarútveg- inum á Íslandi og sýningin vekur líka athygli erlendra aðila á því sem vel er gert hér - í veiðum, vinnslu og ekki síst í hönnun og framleiðslu hverskyns tæknibúnaðar fyrir sjávarútveginn. Trúlega er það svo að fólk hér á landi gerir sér almennt ekki glögga grein fyrir hversu mikils metin íslensk tæknifyrirtæki eru í sjávarútveginum úti í heimi. Mörg hérlend fyrirtæki gera það gott á heimsmarkaði - t.d. Marel, Hampiðjan, Sæplast og Skag- inn. Þetta eru útrásarfyrirtæki sem hafa byggt upp þekkingu hér heima í samstarfi við íslensk fiskvinnslufyrir- tæki og þróað hana áfram fyrir hinn stóra markað úti í heimi. Og fyrirtæk- in hafa síðan þróað framleiðsluvörur sínar fyrir aðrar greinar matvælafram- leiðslu. Nægir þar að nefna að Marel, sem hefur yfirfært þekkinguna úr sjávarútveginum yfir í kjötvinnslu og er smám saman að gjörbreyta tækni- stiginu í kjötvinnslufyrirtækjum út um allan heim. Ísland er vel staðsett fyrir sýningu sem þessa - mitt í norðanverðu Atl- antshafi milli Ameríku og Evrópu. Sjávarútvegurinn er öflugur í Kanada og í löndunum við norðanvert Atl- antshaf og því er þess að vænta að margir leggi leið sína í Kópavog á sýninguna. Í þessu blaði er blaðauki sem helgaður er sjávarútvegssýning- unni. Auk þess sem blaðið fer að sjálf- sögðu til áskrifenda Ægis verður því dreift í stóru upplagi á sjávarútvegs- sýningunni. Auk umfjöllunar um sjávarútvegs- sýninguna er í blaðinu m.a. ítarlegt viðtal við Þórólf Árnason, forstjóra Icelandic Group, þar sem hann greinir frá markmiðum þessa öfluga sölufyrir- tækis, sem hefur á sínum snærum um 3000 manns út um allan heim. Meðal annars leggur hann áherslu á þá skoð- un sína, sem er allrar aðhygli verð, að landfræðilega sé staðsetning höfuð- stöðva slíks heimsfyrirtækis mjög góð á Íslandi. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Fiskur í soðið Að tala um fisk í soðið er kannski lýsandi fyrir það hvaða sess fiskurinn hefur haft á matseðli vikunnar hjá flestum fjölskyldum í gegnum tíðina. Hversdagsmatur sem skellt var í pott og lítið fyrir honum haft. Þetta hefur hefur verið að breytast sem má meðal annars sjá á matseðlum veitingahúsa þar sem fiskur er alltaf að verða meira áberandi. Það má því að mörgu leyti segja, svo undarlega sem það kann að hljóma, að fiskneysla hafi minnkað um leið og fiskur öðlast hærri sess í hug- um fólks. Það þarf þó enginn að velkj- ast í vafa um að fiskurinn er ein hollasta fæða sem völ er á og því mik- ilvægt að viðhalda þeirri sterku hefð að hafa reglulega fisk á borðum þjóð- arinnar. Fiskidagurinn mikli hefur því stóru hlutverki að gegna og hefur svo sannarlega verið öflugur í að kynna þessa mikilvægu afurð fyrir þjóðinni. (Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, í ávarpi á Fiskideginum mikla á Dalvík 6. ágúst sl.) Nýtt Ríkisskip? Ríkisskip var fyrirtæki sem sigldi með ströndum fram á árum áður. Það var selt og við tóku strandsiglingar stóru skipafélaganna, sem þjónuðu okkur sem úti á landi búum mjög vel að mínu mati. Síðan fóru þau að flytja allt með flutningabílum vegna þess að það er svo miklu hagkvæmara en að nota skip að þeirra sögn. Aldrei hef ég orðið var við að sú hagræðing skilaði sér til okkar í lækkun flutningskostn- aðar. En ferðatíðnin og þjónustan er frábær, ekki ætla ég að draga úr því en hún er bara of dýr. Það þarf að leita leiða til að allir landsmenn og þar með þjóðfélagið í heild, njóti þeirrar hagræðingar sem fellst í því að fækka viðkomustöðum millilandaskipanna. Það getur kostað að ríkissjóður þurfi að koma að málinu og stofna að nýju Ríkisskip eða það sem betra væri að hafa flutningsjöfn- unarsjóð sem allir þeir sem hagnast á fyrrnefndri hagræðingu greiddu í. (Guðni A. Einarsson í pistli á bb.is) Margir á leigukvóta Ekki var hægt að hugsa sér betra veður út af Siglufirði, nánast allan tímann bjart og heitt. Ekki spillti heldur fyrir að veiðin var glettilega góð eða rúm 200 kg á balann af stórum þorski og einnig var nokkuð af hlýra í aflanum. Til gamans skoðaði ég magainnihald fisksins en það tók skamman tíma vegna þess að maginn var með örfáum undantekningum tómur. Það eina sem sást var beitan, þ.e. síld og makríll. Þess ber þó að geta að í tveimur stór- um þorskum voru leifar af svartfugli. Þó nokkrir sem stunda sjóinn frá Siglufirði eru á leigukvóta og stærsti hluti af aflaverðmætinu fer til einhvers sem er skráður fyrir kvótanum og kemur hvergi nærri veiðunum. Þetta er auðvitað skammarlegt óréttlæti og undarlegt að Íslendingar láti það við- gangast að fjöldi manna sé orðinn leiguliðar einhverra einstaklinga sem eru skráðir sem handhafar sameignar þjóðarinnar. (Sigurjón Þórðarson, alþingismaður, á heimasíðu sinni) U M M Æ L I Fámenn en stórhuga þjóð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.