Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 22
22 H A F Í S Stefnt er að því að setja upp ítarlega sýn- ingu um hafís við Ís- land í Hillebrandts- húsi á Blönduósi. Hugmyndina að sýn- ingunni á Þór Jakobs- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Ég hef verið með þessa hug- mynd í allmörg ár og fyrir tveim- ur árum eða svo fór ég að horfa til þess að slíkt safn gæti verið að Blönduósi og ég hef átt ágætt samstarf við bæjarstjórnina þar um að útfæra þessa hugmynd. Það er til geysilega mikið af upp- lýsingum um hafís í Íslandssög- unni og maður myndi reyna að koma þeim upplýsingum á fram- færi með veggspjöldum, ljós- myndum og fleira. Hafísinn er nátengdur veðurfræðinni í ald- anna rás og straumunum um- hverfis landið. Einnig tengist hann atvinnuvegunum - sjó- mennsku og landbúnaði. Hafís- inn tengist sömuleiðis dýralífi og einnig er nauðsynlegt að gera grein fyrir nútíma tækni við mælingar á útbreiðslu hafíss - t.d. fjarkönnun og tengja hafísinn við siglingar. Síðan er hægt að segja frá eðli íss og hvernig hann er eitt form af vatni. Það er því af nógu af taka við að setja upp slíka sýn- ingu,“ segir Þór, en horft hefur verið til þess að setja upp hafís- sýninguna í Hillebrandtshúsi á Blönduósi, sem er kennt við Frið- rik Hillebrandt, faktor, en húsið, sem hefur verið endurbyggt, er talið eitt elsta timburhús lands- ins. Nokkurra ára verkefni Hugmyndin er sú að Blönduós- bær standi fyrst og fremst straum að uppsetningu og rekstri slíkrar hafíssýningar, en Þór segist vænta þess að unnt sé að fá stuðning er- lendis frá. „Við eigum í töluverðu samstarfi við þjóðir hér á norður- slóðum um hafísrannsóknir - t.d. Norðurlöndin og Kanada,“ segir Þór. Næsta skref í uppsetningu haf- íssýningar á Blönduósi er að fá til þess verks fagmann á þessu sviði. „Við höfum út af fyrir sig ekki hug á að taka stórt skref í þessu verkefni í ár, en það verði stærra á næsta ári og síðan koll af kolli. Ég get ekki sagt til um núna hversu vel okkur vinnst í verkefn- inu, en ég vænti þess að eftir fimm ár eða svo geti verið komin upp sýning ekki ósvipuð jökla- sýningunni á Hornafirði, þar sem hefur tekist mjög vel til. Ég tel að vel fari á því að hafa hafíssýn- ingu á Blönduósi, enda hefur haf- ís verið tíður í Húnaflóa og hvíta- birnir hafa oft verið honum tengdir,“ segir Þór. Mikið til af upplýsingum frá fyrri tíð Þór lýsir sérstöðu Íslands varð- andi hafís á norðurslóðum á þann veg að landið sé í jaðri hafíssvæð- is, sem til dæmis eigi ekki við um Nýfundnaland og austur- strönd Grænland, sem árlega fái að kenna á hafísnum. „Einnig vil ég nefna að við Íslendingar höfum yfir að ráða meiri þekkingu á for- tíðinni varðandi hafísinn en margar aðrar þjóðir. Forfeður okkar voru duglegir að skrifa nið- ur upplýsingar um veður, hafís og fleira og því eru til miklar upp- lýsingar um fyrri tíð,“ segir Þór. Hvað veldur hlýnuninni? Landsins forni fjandi gerði enn eina ferðina vart við sig á liðnum vetri og segir Þór Jakobsson að þetta hafi verið mesta hafíshrina síðan árið 1979. Ísspöngin fjar- Stefnt að „hafíssetri“ í Hillebrandtshúsi á Blönduósi Þór Jakobsson: „Haldi þessi þróun áfram geta opnast auknir möguleikar á siglingum í norðurhöfum, og jafnvel þvert yfir Norður-Íshaf og til Austur-Asíu.“ Mynd úr skýrslunni „Impacts of a warming Arctic“ „Neikvæða hliðin á þessum loftlagsbreyt- ingum t.d. sá að sífrer- inn í Kanada og Síberíu hefur minnkað og síðan geta hvítabirnir verið hreinlega í hættu,“ seg- ir Þór Jakobsson. Mynd úr skýrslunni „Impacts of a warming Arctic“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.