Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 24
24 Á S J Ó N U M Í síðasta tölublaði Ægis var leitast við að varpa eilitlu ljósi á sögu nýsköpunartogaranna svokölluðu, sem margir vilja halda fram að sé sá kafli í íslenskri togarasögu sem hafi ekki fengið verðuga umfjöll- un. Þessi samantekt vakti nokkra athygli og því var ákveðið að halda áfram á sömu braut. Það er óneitanlega nokkrum vandkvæð- um bundið að finna skemmtileg- ar myndir af lífinu um borð í þessum togurum, en Ægir hafði spurnir af því að Ásgrímur Ágústsson, ljósmyndari á Akur- eyri, hefði verið til sjós í hálft annað ár á einum nýsköpunar- togaranna, Harðbaki EA-3, og vitanlega var hann með mynda- vélina oft á lofti og festi skemmtilegar myndir á filmu. Ásgrímur var fús til að veita blað- inu heimild til birtingar mynda sem hann tók um borð í Harð- baki og jafnframt settist hann niður með blaðamanni og rifjaði upp þennan tíma. Að drepast úr sjóveiki „Áður en ég fór á sjóinn hafði ég verið í ljósmyndanámi. Ég starf- aði á ljósmyndastofu hér á Akur- eyri, sem hét Filman, var á lær- lingskaupi, sem mig minnir að hafi verið 1.100 krónur á viku. Þegar ég var búinn að læra hafði ég hug á því að koma mér sjálfur upp ljósmyndastofu. Ég fór suður og ræddi þar við ýmsa framá- menn í þessum bransa, þar á með- al sjálfan Hans Petersen. Svo hringdi ég einhvern tímann hróð- ugur í konuna mína og sagði henni að ég væri búinn að panta ljósmyndagræjur fyrir um tvö hundruð þúsund kall, sem var mikill peningur í þá daga. Konan tók andköf í símann og spurði mig: „Hvernig ætlar þú eiginlega að borga þetta?“ Ég gerði lítið úr því og sagði að það myndi bjarg- ast þegar ég væri kominn af stað með eigin ljósmyndastofu. Síðan líða tveir dagar eða svo og þá hringir konan mín í mig aftur og segir mér að hún sé búin að fá pláss fyrir mig á Harðbaki til þess Ásgrímur Ágústsson, ljósmyndari, rifjar upp ógleymanlega mánuði á gamla Harðbaki: Hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þessu Hér er Harðbakur í höfn á Akureyri. Takið eftir glæsilegum bílunum á bryggjunni! Ásgrímur Ágústsson hefur allar götur síðan hann var á Harðbaki forðum daga rekið ljós- myndastofu, fyrst í Reykjavík í nokkra mán- uði, en frá 1973 hefur hann rekið Norðurmynd á Akureyri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.