Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 28
28 Á S J Ó N U M söltuð skata og mjólkurgrautur. Út á grautinn notuðu sumir rabarbarasultu til viðbótar við kanilsykurinn. Á sunnudögum var jafnan „Kjöt í myrkri“ - þ.e. steik með kolsvartri sósu, sem kom til af því að það var sett ótæplega mikið af sósulit út í sós- una. Daginn eftir var alltaf „Járn- brautarslys“ - þ.e. afgangurinn af kjötinu frá deginum áður hitaður upp í sósunni. Ef kom væn lúða um borð var hún skorin og borin fram með kartöflum. Einnig fengum við stundum ýsu.“ Kunni ekkert að elda „Ég var aðstoðarkokkur á Harð- baki þann tíma sem Áki Stefáns. var skipstjóri, en hann tók við Sólbaki, fyrsta skuttogara Út- gerðarfélags Akureyringa, og með honum fóru flestir úr áhöfn Harð- baks, þar á meðal Steini kokkur. Við skipstjórn á Harðbaki tók Sverrir Valdimarsson og honum fylgdi ákveðinn kjarni manna. Einn af þeim kokkum sem var fenginn til þess að elda ofan í mannskapinn, eftir að Steini hætti, varð bullandi sjóveikur á útstíminu út Eyjafjörðinn, enda lentum við í brælu og leiðinda veðri. Þessi nýi sjóveiki kokkur tilkynnti mér að ég yrði að bjarga eldamennskunni, enda gæti hann ekkert gert. Þar kom vel á vond- an, enda verð ég að viðurkenna að það að búa til mat er líklega það Sveinn Hjálmarsson, síðar skipstjóri á Kaldbaki EA í áratugi, en hann hætti skipstjórn þar á liðnu sumri. Frímann Hallgrímsson á fullu í aðgerðinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.