Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 29

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 29
29 Á S J Ó N U M sem er mér fjærst að gera. Mér fannst fínt að vera aðstoðarkokk- ur, en að bera ábyrgð á elda- mennskunni, það leist mér ekki á. Ég sagði strákunum að ég kynni ekkert að elda, en þeir leiðbeindu mér eins og þeir best gátu og úr varð að ég náði að töfra fram ein- hvern ætilegan bita. En það segi ég satt, að þessir þrír dagar sem ég þurfti að vera kokkur á skip- inu voru einhverjir verstu dagar lífs míns!“ ...fékk heldur betur skammirnar „Eftir nokkra túra var ráðinn nýr aðstoðarkokkur, enda var ég orð- inn nokkuð sjóaður og til í annað! Ég tók því að mér starf kyndar- ans, en í því starfi fólst að fylgjast með því að gufuþrýstingurinn væri réttur og að skrapa til í eld- hólfinu þannig að ekki safnaðist fyrir eimyrja. Einnig hafði ég þann starfa að sótblása. Þá þurfti ég að klifra uppundir rjáfur og skrúfa frá krönum sem allir voru meira og minna lekir, þannig að maður var í einu gufubaði. Áður en til sótblásturs kom þurfti mað- ur að fara upp á dekk og gá hvernig áttin stæði á skipið, því það gekk auðvitað ekki að hún stæði framyfir það ef aðgerð var í gangi. Einhvern tímann fór ég upp á dekk og tók púlsinn á vindinum og í ljós kom að áttin stóð þvert á skipið, sem var allt í góðu lagi. Ég fór niður og byrjaði að sótblása, en það gerðist þá í sömu andrá að skipstjórinn var að snúa skipinu. Strákarnir fengu því allt sótið og eimyrjuna yfir sig og ég fékk heldur betur skammirnar!,“ segir Ásgrímur En hvernig skip var Harðbak- ur? „Ég man að strákarnir sem komu með Sverri á Harðbak köll- uðu skipið „kafbátinn“. Það var ekki mikill veltingur á skipinu og því tók það inn á sig talsverð- an sjó. Kaldbakur var hins vegar þannig byggður að hann valt meira, en hins vegar var hann alltaf þurr. Strákarnir sem komu af Kaldbaki yfir á Harðbak bölv- uðu honum mikið og töluðu um „helvítis kafbátinn“ vegna bleyt- unnar sem jafnan var á dekkinu.“ Bærilegur aðbúnaður „Aðbúnaðurinn var alveg bæri- legur. Ég man þó að fyrstu sólar- hringana svaf maður ekki neitt. Skrúfan hamaðist undir manni og Hrafn Eiðsson í fullum skrúða. Guðmundur Pétursson og Finnur Björnsson á góðum degi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.