Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 34

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 34
34 L J Ó S M Y N D U N varðveita ljósmyndasafn sitt. Magnús hafði áttaði sig á því að í þessu safni væru mikil sögu- og menningarleg verðmæti sem tengdust m.a. sjósókn og fisk- vinnslu í Eyjum. Sigurgeir segir að málið hafi síðan þróast í þá átt sem nú hefur orðið að um þessa varðveislu hafi verið stofnað fjöl- skyldufyrirtæki, sem hann og börn hans, Sigrún Inga, Guðlaug- ur og Guðrún Kristín ásamt mökum og fleiri fjölskyldumeð- limum komi fyrst og fremst að. Fyrirtækið hefur fengið fjárhags- stuðning, m.a. frá tveimur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjun- um í Eyjum - Ísfélaginu og Vinnslustöðinni. Stjórnendur beggja fyrirtækjanna hafa áhuga á að nýta sér efni úr myndasafninu þegar það hentar þeim við viss tilefni svo sem útgáfur eða sýn- ingar og hafa vísun inn á vefsíðu Sigurgeirs. Fimm tíma túr varð fimm sólarhringa túr! „Framan af var minn vettvangur í ljósmynduninni fyrst og fremst sjávarútvegurinn. Ég hafði mest- an áhuga á að taka myndir af bát- um, sjómönnum, veiðum og öðru tengt sjávarsíðunni. Í kjölfarið á því að ég gerðist ljósmyndari Morgunblaðsins hér í Eyjum árið 1960, hélt ég síðan markvisst áfram að taka sjávarútvegstengdar myndir, enda voru Vestmannaeyj- Sá merki Eyjamaður - Binni í Gröf. Myndir: Sigurgeir Jónasson. Sæunn VE-60 í brim- sköflunum í innsigling- unni í Vestmannaeyja- höfn þann 24. apríl árið 1971.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.