Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 38

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 38
38 S J Ó M E N N S K A Þegar stór frystitogari með 26 karla í áhöfn er að leggja í fjög- urra vikna veiðiferð er höfuðverk- ur kokksins að panta inn allan þann kost sem þarf. Þar er að mörgu að hyggja, svo sem því að maturinn sé staðgóður og karl- arnir fái sem mest að bíta að brenna, því átök í púlvinnu út á reginhafi kalla á slíkt. Á Rán HF er miðað við fjög- urra vikna veiðiferðir, þá ýmist suður fyrir land, á Vestfjarðarmið eða á aðra slóðir. Eigi túrinn að vera skemmri er slíkt tekið fram við kokkinn áður en hann fer í innkaupin. Þumalputtareglan er annars sú að fæðispeningar sjó- manna séu 900 kr. fyrir hvern dag og í því ljósi er miðað við að kaupa kost fyrir ekki meira en 800 þúsund krónur. „Ég hef svo sem ekkert ákveðið upplegg þegar ég panta inn um það hvernig matur skuli vera á borðum. Reyni bara að hafa þetta sem allra fjölbreytast,“ segir Finnur, sem oft kveðst grípa til þess að vera með fisk, enda heimatökin hæg. „Strákarnir eru ekki alltaf hrifnir af því, enda eru þeir með fisk í höndunum allan daginn og finnst því stundum nóg komið. En hvað sem því líður er fiskur alveg herramannsmatur; hvort sem hann er gratíneraður, soðinn, steiktur í raspi og hvernig sem er. Sjálfum finnst mér fiskur alltaf bestur snöggsteiktur á pönnu, velt upp úr hveiti og lítið sem ekkert kryddaður.“ Þá smyr ég meira Fyrst eftir að látið er úr höfn og stímt á miðin segist Finnur ekki hafa mikið fyrir matargerðinni, enda séu menn þá lítið að vinna og því léttir á fóðrum. „Fyrstu dagana eru menn mikið í ávöxt- um og slíku. Síðan þegar ferskvaran inni á kæli fer að minnka snýr maður sér að því niðursoðna. Þegar veiði er dræm eru fáar aukamáltíðir inn á milli en þegar við erum að fá fullt troll af fiski og það er botnlaus vinna smyr ég meira fyrir hvern kaffi- tíma. Menn eiga slíkt inni, því matur og mórall um borð spila mikið saman.“ Annar þáttur sem hefur mikil áhrif á matarræði um borð er ald- ur skipverja. „Þeir yngri, til dæmis sumarstrákarnir, fara mik- ið í Cocopuffs og drekka mjólk eða kakó þótt stundum komi líka þeir tímar að þeir taki mjög hraustlega til matar síns og hafa líka alveg þörf fyrir slíkt. Ég er alltaf með fisk og kjöt til skiptis í aðalmáltíðum sitthvorn daginn. Hvað ég hef svo nákvæmlega frá einum degi til annars spila ég bara eftir eyranu. Þetta ræðst mikið af því hvernig ég hef raðað inn í frystinn í upphafi ferðar,“ segir Finnur. Bætir við að vissu- lega séu yngstu skipverjarnir spenntir fyrir því að fá pizzur, hamborgara og slíkan mat. Hann sé hins vegar ekki á boðstólum nema í undantekningartilvikum, enda sé skyndibitafæðið takmörk- uð undirstaða fyrir menn í erfiðis- vinnu sem þurfa margar hitaein- ingar til að lifa daginn af. Níu kílóum léttari Finnur Bjarki Tryggvason er 34 ára að aldri og hefur verið á Rán í tæplega ár. Hann segir koma sér vel í starfi kokksins að vera kjöt- iðnaðarmaður að mennt, en hann starfaði sem slíkur í allmörg ár. „Mér finnast þessir ungu strákar sem eru hér á skipinu standa sig býsna vel. Stundum þyrftu þeir að borða staðbetri mat, það dugar skammt að liggja í sykurbomb- um. Á sjónum þurfa menn síðan ekki að hafa miklar áhyggjur af aukakílóum þótt þeir taki hraust- lega til matar síns, yfirleitt er vinnan mikil og þá brenna menn miklu. Sjálfur fór ég hér einn túr sem háseti og kom í land níu kílóum léttari. Og mátti vel við því.“ Kokkar í 26 karla í fjögurra vikna veiðiferð og kaupir kost fyrir 800 þúsund: Matur og mórall spila mikið saman „Stundum er talað um hve vanþakklátt starf sé að vera kokkur til sjós, en sú er alls ekki raunin að mér finnst. Þvert á móti. Karlarnir leyfa mér alveg að vita ef þeim finnst mér takast upp við eldamennskuna. Hvern- ig mórallinn er um borð stjórnast líka talsvert af matnum. Ef mönnum líkar ekki það sem er á borðum fara þeir að röfla yfir öllu, sem aftur smitar út frá sér og þá verður andrúmsloftið um borð leiðinlegt,“ segir Finnur Bjarki Tryggvason, kokkur á Hafnarfjarðartogaranum Rán. Pöntun á kosti fyrir túrinn. Þegar 26 karl- ar eru í áhöfn og vinnan erfið þurfa þeir ekkert smáræði. Reynt er að hafa mat- inn fjölbreyttan - og staðgóðan. Texti og mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.