Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 40

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 40
40 R A N N S Ó K N I R K R O S S G Á TA N Starfsstöðin í Neskaupstað hefur tekið að sér verkefni við umhverf- isvöktun vegna nýja álversins sem verið er að byggja í Reyðarfirði. Verkefnið er unnið í samvinnu við Iðntæknistofnun. „Við erum undirverktakar hjá Iðntæknistofnun og vöktum loft- mengunarbúnað sem settur var upp á Reyðarfirði á síðasta ári. Þessi vöktun á að vera í ákveðinn tíma áður en álverið tekur til starfa og verður síðan áfram eftir að starfsemin hefst. Við byrjuðum að vinna við þessa vöktun í októ- ber í fyrra og vöktum mælana einu sinni í viku. Um er að ræða þrjá mæla, einn í utanverðum Reyðarfirði, annar er rétt hjá starfsmannabúðunum og sá þriðji er innst í Reyðarfirði. Þessir mæl- ar mæla meðal annars loftmengun og flúormengun í regnvatni,“ segir Þorsteinn Ingvarsson hjá Rf í Neskaupstað. Þjónustumælingar á fiskimjöli En sem fyrr er langstærsti þáttur í starfsemi Rf í Neskaupstað sem lýtur að mælingum á fiskimjöli á Austurlandi - kolmunna, síldar- og loðnumjöli. „Þetta eru þjón- ustumælingar fyrir bræðslufyrir- tækin hér fyrir austan - meira og minna allt árið. Það má segja að við mælum það sem kaupendurn- ir fara fram á að fá greint. Við erum fyrst og fremst að mæla prótein, vatn og salt auk salmon- elluörverugreiningar. Síðan eru ýmsar mælingar að auki sem kaupendur óska sérstaklega eftir,“ segir Þorsteinn. Útibú Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í Neskaupstað: Vaktar stóriðjufram- kvæmdirnar fyrir austan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.