Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 11
11 S A G A N Meðfylgjandi mynd, sem Hafliði Óskars- son á Húsavík gaukaði að Ægi, er um margt stórmerki- leg. Myndina tók Þor- steinn Gíslason, mat- sveinn á Austfirðingi, um það leiti sem haldið var heim á leið, af Grænlands- miðum. Hafliði hefur tekið saman skemmtilega fróðleiksmola um myndina, sem hér fljóta með: „Það er alkunna meðal sjó- manna, sem og annarra veiði- manna, að þegar vel veiðist er oft erfitt að stoppa, þ.e. að hætta veiðum. Á það ekki síst við um þegar langt er sótt, t.d. á fjarlæg fiskimið. Þá vilja menn eðlilega koma sem mestu fyrir í skipum sínum. Þar voru Þórður Sigurðs- son, skipstjóri, og áhöfn hans á B/v Austfirðingi SU-3 engin undantekning. Áhöfnin á Aust- firðingi hafði tekið við skipinu nýsmíðuðu, um mitt sumar árið 1951, og eftir að hafa reynt á út- búnað skipsins á heimamiðum, héldu Þórður og hans menn til veiða við V-Grænland, þar sem helst var talin aflavon um þær mundir. Skyldi aflinn verkaður í salt. Ein nýjung var um borð í B/v Austfirðingi, sem og í níu öðrum svokölluðum nýsköpunartogur- um, sem komu til landsins á ár- unum 1950-1952.(sjá Ægi 6 tbl. 2005). Var þar um að ræða mjölvinnslu, sem vakti mismikla kátínu meðal yfir- og undirmanna skipanna. Fannst mönnum t.d. illa farið með plássið í lestum skipanna, þar sem mjölið gaf ekki mikið af sér. Auk þess sem tveir menn voru við mjölvinnsluna, sem ella hefðu getað verið á dekki. Ennfremur var eldhætta af vinnslunni.“ Mjölsekkir ofan á lífbátunum „Aflinn brást ekki skipverjum á Austfirðingi og þegar lestar skipsins höfðu verið fylltar og saltið á þrotum var aflinn „kæfð- ur“, sem kallað er, á framdekkinu. Fiskúrgangurinn, þ.e. hausar, hryggir og smáfiskur, var þó áfram unninn í mjöl þrátt fyrir plássleysið. Menn fundu mjölinu stað á „keisnum“ aftan við reyk- háf skipsins, til að byrja með (sjá mynd). Það pláss þraut og var þá hafist handa um að raða mjöl- sekkjunum einnig á milli og ofan á lífbátana, á bátapallinum. Sú stæða var líklega einir 3 metrar á hæð (sjá mynd) og var „súrruð“ niður með vír sem náði utan um báða lífbátana. Sést vírinn vel fyr- ir miðjum bb lífbátnum. Þetta átti sér stað eins og fyrr segir síð- sumars eða í haustbyrjun árið 1951. Á þeim tímapunkti voru einungis tveir trébátar og tveir opnir slöngubátar um borð í tog- urunum, auk bjarghringja. Síðar komu korkflekar í stað slöngu- bátanna. Tími eiginlegra gúm- björgunarbáta kom seinna, lík- lega skömmu fyrir 1960. Það voru því ekki mörg björgunar- tækin til reiðu, á langri heimsigl- ingu, um borð í Austfirðingi í þetta skiptið, ef þurft hefði að grípa til þeirra í skyndingu, ein- ungis tveir opnir slöngubátar eins og fyrr segir og nokkrir bjarg- hringir, sem duga skyldu fyrir rúmlega 40 manna áhöfn. Ef myndin prentast vel má lesa nafn togarans á bb-lífbátnum.“ Af mjölvinnslu um borð í Austfirðingi Þessa athyglisverðu mynd tók Þorsteinn Gíslason, þáverandi matsveinn á Austfirð- ingi. Hún segir nokkuð merkilega sögu. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.