Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 12
12 A Ð A L F U N D U R L Í Ú Á aðalfundi Lands- sambands íslenskra útvegsmanna 27. og 28. október sl. var staða efnahagsmála og gengismál mönn- um ofarlega í huga og á síðari degi aðal- fundarins var efnt til sérstaks málþings þar sem gengi krónunnar var aðal umfjöllunar- efnið. Heimatilbúinn vandi Í opnunarræðu sinni sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður stjórnar LÍÚ, að frá sjónarhóli út- flutningsgreinanna væri núver- andi ástand alvarlegt. Hann benti á að hækkanir stýrivaxta Seðla- bankans hafi leitt af sér að erlend- ir aðilar sjái möguleika til að nýta sér vaxtamun milli Íslands og annarra landa, sem leiði af sér innflæði fjármagns, frekari styrk- ingu krónunnar og aukna einka- neyslu. Þetta sé vítahringur sem erfitt geti reynst að rjúfa. „Ég tel mikilvægt að viðurkenna þá stað- reynd að undirliggjandi verð- bólga stafar að mestu leyti af heimatilbúnum ástæðum. Þetta er einfaldlega staðreynd,“ sagði Björgólfur. „Seðlabankinn mun ekki ná verðbólgumarkmiðum í tæka tíð með hækkun stýrivaxta. Hin svokölluðu ruðningsáhrif verða alltof dýrkeypt. Ruðnings- áhrif þýðir á mannamáli að fyrir- tæki heltast úr lestinni, fólk missir vinnuna og samfélagið allt tapar þegar upp er staðið. Undir- liggjandi verðubólgu verður ein- faldlega að tappa af. Stýrivaxta- hækkanir Seðlabankans hafa ekki virkað nema á lítinn hluta lána- markaðarins, vextir á markaði hafa ekki fylgt þessum stýrivaxta- hækkunum. Innkoma erlendra aðila í íslenskt efnahagskerfi á undanförnum vikum gengur einnig þvert á fyrirætlanir Seðla- bankans um að slá á þenslu í landinu. Því tel ég þetta ráð bankans ónothæft við þessar að- stæður og að finna þurfi aðrar leiðir.“ Ógn spákaupmennskunnar „Nær lagi væri að horfa til lækk- unar vaxta, að minnsta kosti að tilkynna um að ekki verði frekari hækkanir vaxta eins og boðað hef- ur verið, þannig að erlendir spá- kaupmenn fengju aðeins fyrir hjartað og hyrfu á braut. Spá- kaupmennskan hlýtur að vera ógn sem Seðlabankinn hefur ekki reiknað með í dæmið til þessa. Það gengur ekki að halda áfram á þeirri braut að samfélagið byggi aukna neyslu á erlendum lántök- um. Óumflýjanlega kemur að Miklar umræður um gengis- og efnahagsmál á aðalfundi LÍÚ: Undirliggjandi verðbólgu verður að tappa af - segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður LÍÚ Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, og Björgólfur Jó- hannsson, stjórnar- formaður LÍÚ, stinga saman nefjum. Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.