Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 14
14 A Ð A L F U N D U R L Í Ú Nýr veruleiki Einar Kristinn sagði þetta nýjan veruleika í sjávarútvegi. „Sjó- mennska og fiskveiðar hafa oftast verið hátekjustörf á Íslandi. Þegar við skoðum tekjudreifinguna í landinu hvort sem er eftir starfs- stéttum eða búsetu þá hefur hún mjög markast af þessari stað- reynd. Hrein sjávarútvegspláss þar sem fiskveiðar hafa verið hlut- fallslega stór hluti vinnumarkað- arins hafa verið hátekjustaðir. Það er þess vegna nýtt fyrir okkur hina síðustu áratugi að sjómenn hætti jafnvel í góðum plássum til þess að taka sér fyrir hendur önn- ur störf. Þetta er hins vegar ein afleiðing gengisþróunarinnar, af- leiðing sem að ég hef tekið eftir að hefur farið hljóðlega. Þetta undirstrikar enn frekar að fátt sé brýnna um þessar mundir en að stuðla að því að raungengi ís- lensku krónunnar lækki án þess að það hafi í för með sér efnahags- lega kollsteypu og víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Sjálfur hef ég sett fram mjög skýrar skoðanir í þessum efnum, og reif- að tillögur sem ég hygg að gætu leitt til þess að raungengi krón- unnar lækkaði og bætt raunveru- lega kjör útflutningsgreinanna.“ Hvað er til ráða? En hvað er til ráða. Einar Krist- inn sagðist telja að við núverandi aðstæður ættu menn að auka gjaldeyriskaup Seðlabankans til þess að hamla gegn raungengis- hækkuninni en einnig væru þau varúðarráðstöfun vegna mikilla kaupa útlendinga á íslensku krónunni. Til viðbótar þessu þurfi að koma til aðgerðir sem stuðli að því að draga úr heildarlánveiting- um fjármálastofnana, jafnt opin- berra sem bankanna, á sviði íbúðalána sem hafi verið sannar- lega ein uppspretta þeirrar miklu þenslu síðustu mánuða og miss- era. Krónan og Evran Einar Kristinn ræddi síðan um mögulega upptöku Evrunnar. Hann sagði það athyglisverða umræðu að Evran skyldi tekin upp við þessar aðstæður. „Flestar þjóðir sem velta því fyrir sér hvort þær eigi að gefast upp á sínum eigin gjaldmiðli gera það vegna þess að staða gjaldmiðils þeirra sé veik, ellegar af einhverj- um öðrum efnahagslegum ástæð- um. Menn líta svo á að gjaldmið- illinn sé of veikburða og standist því ekki. Það er fróðlegt að veita því athygli að hér á landi eru menn ekki að ræða um þessa hluti á þeim forsendum. Menn eru að tala um að gefa íslenska gjaldmiðilinn á bátinn og falla frá notkun hans vegna þess að hann sé of sterkur. Ég hygg að flestum öðrum þjóðum þætti þetta ein- kennileg röksemd. Styrkleiki gjaldmiðilsins í hverju landi er talinn styrkleikavottur hagkerfis- ins og það vitum við að hin öfl- uga íslenska króna er ekki til marks um veikt efnahagskerfi okkar. Þvert á móti. Það er skýr vísbending um að efnahagslíf okkar sé í miklum vexti, enda er það svo. Hagvöxtur okkar er langt umfram það sem gerist hjá mörgum öðrum þjóðum og er auðvitað ein ástæða þess að hér ríkir mikil framleiðsluspenna og eftirspurnarþensla sem aftur á móti veldur erfiðleikum útflutn- ingsgreinanna.“ Ekki Evra án ESB-aðilar Sjávarútvegsráðherra sagði fræði- lega hægt að hugsa sér að Íslend- ingar geti ákveðið að festa sig við Evruna, en gallinn sé hins vegar sá að það myndi rekast á við veru- leikann - pólitíska veruleikann. „Hann segir okkur að við getum ekki, frekar en aðrir, tekið upp Evruna sem gjaldmiðil nema að gerast aðilar að Evrópusamband- inu. Ég þarf ekki að útskýra fyrir íslenskum útvegsmönnum hvaða áhrif Evrópusambandsaðild hefði að öðru leyti fyrir íslenskan sjáv- arútveg. Um áhrifin á íslenskt efnahagslíf ef við yrðum hluti af hinu evrópska myntbandalagi og köstuðum íslensku krónunni út í ystu myrkur má fjalla í löngu máli. Flest af því sem sagt hefur verið því til ágætis er ofmælt og oftast hreinlega ósatt. Það er ekki forsendan fyrir lágum vöxtum, eða lægra matvöruverði að við gerumst aðilar að Evrópusam- bandinu eða tökum upp Evruna sem mynteiningu okkar. Þar ráða þættir sem við höfum pólitískt vald á. Og er það ekki einmitt kjarninn í því að vera sjálfstæð þjóð að við getum ráðið þessum ráðum okkar sjálf. En aðalmálið er þó þetta. Íslenskt efnahagslíf er ákaflega öflugt. Það lýtur sínum lögmálum og þær umbreytingar sem við höfum gert á efnahagslíf- inu okkar hafa stuðlað að því að auka hér verðmætasköpun og hagvöxt. Hagsveiflur okkar ráðast á hinn bóginn af allt öðrum þátt- um en segja má um hagkerfi margra Evrópuþjóða. Að minnsta kosti er það engan vegin víst eða að við getum gengið út frá því sem gefnu að hagsveifla okkar sé ævinlega í takt við evrópska hag- sveiflu. Það er ljóst að við þurfum á því að halda að geta brugðist við þeim sér íslensku aðstæðum sem uppi eru og uppi verða í okk- ar efnahagslífi. Upptaka Evrunnar væri ekki gerð nema með miklum efnahagslegum fórnarkostnaði sem örugglega reyndi meira á stjórn ríkisfjármála en nú og væri án efa skaðleg lífskjörum almenn- ings í landinu,“ sagði Einar Kristinn Guðfinnsson. Útvegsmenn fylgjast með umræðum um gengismál. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.