Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 17

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 17
17 F E R J U S I G L I N G A R eins og er. Það gæti líka verið vandkvæðum bundið að finna hentugt skip til siglinganna, ekki síst ef það ætti einungis að vera í notkun hluta úr ári. Mér skilst til dæmis að Norrænumenn hafi fyr- ir löngu verið búnir að ákveða að stækka við sig en hafi þurft að leita lengi að skipi áður en þeir fundu lausn.“ Skemmtisiglingar og ferjur Frá byrjun þyrfti markaðsstarfið, að sögn Kjartans, að hvíla á traustu og skilvirku bókana- og sölukerfi, helst í samstarfi við öfl- ugar ferðaskrifstofur. Markaðs- setningin þyrfti bæði að beinast að því að selja Íslendingum ferðir til útlanda og einnig að því að selja útlendingum ferðir til Ís- lands. „Markaðssetningin þyrfti einnig að vera sambland af hreinni skemmtisiglingu og því að flytja ferðamenn á milli áfangastaða. Rétt er að geta þess að ekki eru alltaf glögg skil á milli skemmtisiglinga og ferju- siglinga. Siglt er á ótal ferjuleið- um víðs vegar um heim og í mörgum tilvikum eru ferjurnar ekki síður markaðssettar á for- sendum skemmtunar og þæginda en sem leið til að komast á milli tveggja staða. Auðvitað er munur á milli þessara tveggja forma. Við vitum að farþegar með skemmti- ferðaskipum hafa að öllu jöfnu meira handa á milli en ferjufar- þegarnir og því hefur meiri áhersla verið lögð á hina fyrr- nefndu. En það á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að við bjóðum ferjufarþega einnig velkomna hingað til lands. Ferjan er ekki bara fátæka mannsins fley, heldur myndi hún þjóna breiðum hópi fólks, ekki síst þeim ferðamönn- um sem vilja kynnast náttúru og menningu landsins.“ Ísland hefur ævintýraljóma Sumarið 1983 sameinuðust Eim- skipafélagið og Hafskip um rekstur bílferjunnar Eddu sem sigldi milli Íslands og Evrópu. Síðan þá hafa forsendur í stórum atriðum breyst. „Íslendingar sækja til dæmis í fjölbreyttari ferðamáta. Eiga fleiri bíla nú en þá og margir hafa fjárfest í hús- bílum, tjaldvögnum eða fellihýs- um fyrir stórfé. Fleiri vilja ferðast á eigin vegum og ég er illa svik- inn ef einhverjir þeirra vilja ekki fara í skemmtisiglingar með þess- ar fasteignir á hjólum og spóka sig um með þær á erlendri grundu. Þá er það erlendi mark- aðurinn. Við vitum að margir út- lendingar víla ekki fyrir sér að taka skip til Íslands, það sýnir reynslan. Líklegt er að ný ferja myndi stækka markaðinn veru- lega, ekki síst ef hún færi aðra leið en Norræna gerir nú,“ segir Kjartan og bætir við að margir höfuðborgarbúar mikli fyrir sér að keyra austur á Seyðisfjörð til að komast í skip. „Ég tel að öðru máli myndi gegna um ferju sem sigldi beint frá þéttbýlasta landshluta Íslands til tveggja stórra hafnarborga í Englandi og Þýskalandi, slíkur hringur gæti rúmast innan vik- unnar. Ferja, sem gengi þannig frá aðaldyrum Íslands að aðaldyr- um Evrópu, hefði góða möguleika á því að ná til sín fjölda ferða- þyrstra Evrópubúa. Ísland hefur yfir sér ævintýraljóma í hugum fjölmargra Evrópubúa og er í tísku. eins og sagt er. Vöxturinn í alþjóðlegum skemmtisiglingum hefur verið gífurlegur eða í kring- um 8 til 10% á ári og ef nú er ekki rétti tíminn til að skoða þessi mál gaumgæfilega veit ég ekki hvenær sú stund rennur upp. Verði ferjusiglingar að veruleika munu þær fjölga ferðakostum stórs hluta Íslendinga. Þær myndu einnig efla innlenda ferða- þjónustu og auka fjölbreytileika hennar til muna. Millilandasigl- ingar yrðu að nýju raunhæfur val- kostur fyrir stóran hluta Íslend- inga og mörgum vafalaust til ánægjuauka. Þá yrðu slíkar sigl- ingar kærkominn valkostur fyrir þá, sem eiga erfitt með að fara út fyrir landsteinana sökum flug- hræðslu en það eru um 15 til 20% landsmanna,“ sagði Kjartan í athyglisverðu erindi sínu á ráð- stefnunni. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.