Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 18
18 R A N N S Ó K N I R Roðkæling við flakavinnslu Nýja vinnslulína Skagans hf. fyrir flakavinnslu, svonefnd roðkæli- lína, er frábrugðin öðrum vinnslulínum að flestu leyti, en þó er e.t.v. athyglisverðasta breyt- ingin sú að eftir flökun eru flökin kæld fyrir roðflettingu. Það gerir það að verkum að flökin standast mun betur álagið sem á sér stað í roðflettivélum og mun minna verður um los í flökunum. Það er þó ekki eini ávinningurinn held- ur eru flökin kæld og halda lágu hitastigi í gegnum vinnsluna, sem leiðir til þess að geymsluþol ferskra flaka eykst töluvert. Nú er að ljúka tveggja ára rannsókna- verkefni sem styrkt var af Rann- sóknasjóði og AVS-sjóði sjávarút- vegsráðuneytisins. Verkefnið var unnið samhliða þróun Skagans hf. á nýrri vinnslulínu fyrir fersk flök. Þátttakendur í því voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir í Keldnaholti og fyrirtækin Skaginn, HB- Grandi á Akranesi og Vopnafirði og Tros. Rannsóknaverkefnið hafði það markmið að auka þekk- ingu á áhrifum roðkælingar á eðl- is- og efnafræðilega þætti í fisk- holdi og rannsaka áhrif hennar á gæði og geymsluþol fiskflaka. Auk þess var fylgt eftir hönnun nýs vinnslubúnaðar (roðkælibún- aðar) með tilliti til þrifa og hugs- anlegs örveruvaxtar með skoðun á efnisvali við uppsetningu vinnslulínu. Hversu lengi geymast roðkæld flök? Kælingin skiptir öllu máli Í verkefninu voru borin saman annars vegar fersk flök unnin á hefðbundinn hátt og roðkæld flök með tilliti til gæða og geymslu- þols við mismunandi geymslu- skilyrði. Ennfremur voru rann- sökuð áhrif loftskiptra pakkninga á geymsluþol roðkældra flaka. Tilraunirnar voru framkvæmdar hjá HB-Granda á Vopnafirði og á Akranesi. Niðurstöður þessara rannsókna sýndu að meðhöndlun frá upphafi, hitastig við vinnslu, pökkun og í geymslu hafa afger- andi áhrif á lengd geymsluþols fiskflaka. Með roðkælingu helst hitastig flaka undir 0°C allan vinnslutímann (sjá mynd 1) en hitastig flaka í hefðbundinni vinnslu er um 4-6°C. Með roð- kælingu hægir verulega á skemmdarferli ef borið er saman við hefðbundna vinnslu. Geymsluþol þorskflaka sem unn- in voru í roðkælilínu og geymd í frauðplastkössum við 0,5°C var 13 dagar (pakkað 1 degi frá veiði). Roðkæld flök (pökkuð 3 Rannsóknir á geymsluþoli roðkældra fiskflaka Höfundar greinar- innar eru Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Rf og Hélène L. Lauzon, matvælafræðingur á Rf. Emilía. Hélene. -2 0 2 4 6 8 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Geymsludagar eftir pökkun H it as ti g ° C Yfir flökum (hefðb f) Undir flökum (hefðb f) Undir flökum (roðkælil) Mynd 1. Hitastigsbreytingar í flökunum við geymslu (+0,5°C) eftir hefðbundna vinnslu og vinnslu í roðkælilínu. 3 4 5 6 7 8 9 10 0 3 6 9 12 15 18 21 Geymslutími frá pökkun T o rr y e in k u n n MAP EPS Mörk vinnluhæfni Torry=5,5 Mynd 2. Geymsluþol roðkældra flaka (unnin 3 dögum frá veiði) metið með skynmati (Torry-einkunn (EPS: frauðplast, MAP:loftskiptar umbúðir). aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 18

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.