Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 19
19 R A N N S Ó K N I R dögum frá veiði) geymdust 11-12 daga við 1°C, 16 daga við -1°C í frauðplastkössum en 19 daga ef þau voru geymd í loftskiptum umbúðum við -1°C. Undirkæling hægir á vexti skemmdarörvera Í geymsluþolstilraunum komu fram mikilvægar upplýsingar um samsetningu örveruflóru og hvaða örverur eru virkastar við niður- brot við mismunandi aðstæður. Við hefðbundna flakavinnslu var mikilvægi Photobacterium phosphor- eum áberandi í skemmdarferli ferskra flaka. Einkum varð þessi baktería, sem er öflugur TMA framleiðandi, ríkjandi þegar hita- sveiflur komu fram, sérstaklega við ófullnægjandi geymslu fyrir vinnslu hráefnisins. En P. phosphoreum (Pp) hefur aðallega verið kennd við skemmdir á gas- pökkuðum fiski. H2S-myndandi örverur hafa hins vegar verið kenndar við skemmdarferli ísaðs fisks, en þær hafa ekki verið eins áberandi í íslensku hráefni við lok geymsluþols fisks. Fjöldi þeirra er oftast ekki talinn hafa verið nægi- legur til að mynda það magn TMA sem mælist þá. Fjöldi Pp var hins vegar í mjög miklu sam- ræmi við heildarmagn reikulla basa (TVB-N). Undirkæling fiskflaka hægði á vexti flestra baktería við geymslu undir slíkum skilyrðum, sérstaklega Pp. Gaspökkun hægði á vexti ör- veruflórunnar en hafði ekki áhrif á fjölda Pp við lok geymsluþols. Aftur á móti uxu H2S-myndandi örverur og Pseudomonas tegundir mun hægar við þessar aðstæður sem leiddi til lægra fjölda. Sam- eiginleg notkun roðkælingar, gas- pökkunar og undirkælingar við geymslu afurðanna hægðu veru- lega á skemmdarferli ferskra fisk- flaka, höfðu mjög hamlandi áhrif á vöxt H2S-myndandi örvera og Pseudomonas tegunda og leiddu til hægari vaxtar Pp. En nauðsynlegt var að viðhalda þessum lága hita til að ná fram þessari geymslu- þolsaukningu. Hjálpa loftskiptar umbúðir við geymslu? Notkun loftskiptra umbúða (modified atmosphere packaging, MAP) getur lengt geymsluþol fisks. Við gaspökkun er yfirleitt notuð gasblanda sem inniheldur 30-60% CO2, N2 sem fyllingar- gas og oft einnig O2. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á Rf, hafa sýnt að áhrif kolsýrupökkunar minnka verulega ef vikið er frá bestu vinnslu- og geymsluaðstæð- um. Til að ná sem lengstu geymsluþoli fiskflaka í loftskipt- um umbúðum skiptir meginmáli að upphafsgerlafjöldi sé lágur og að hitastigi sé haldið stöðugu og sem næst 0°C allan geymslutím- ann. Mjög áhugavert var þess vegna að kanna notkun slíkrar pakkningar á roðkæld flök til að komast að því hvaða árangur næðist. Mismunandi umbúðir voru not- aðar við pökkun flaka í tilraunun- um. Annars vegar voru notaðir frauðplastkassar sem almennt eru notaðir í íslenskum fiskiðnaði og hins vegar umbúðir (um 8L rúm- mál) frá Valdimar Gíslasyni hf. (Polimoon-pakkningar úr HDPE með PET/LDPE yfirfilmu), sem eru hentugar til loftskipta (MA: modified atmosphere). Greinilegt var að pökkun roðkældra flaka í frauðplastkassa gaf mjög góða raun vegna einangrunargildis kassanna. Pakkaður fiskur verður mjög oft fyrir hitasveiflum við geymslu og flutning. Fiskur í Polimoon-pakkningum sem not- aðar voru við loft- og MA-pökkun (MAP) varð mun meira fyrir hita- sveiflum en fiskurinn í frauðplast- inu. Ókostur frauðplastkassa er hins vegar sá að þeir eru ekki end- urvinnanlegir en Polimoon pakkningarnar eru úr endurvinn- anlegu efni. Ef litið er eingöngu á áhrif MAP miðað við sambærilega loftpökkun í eins umbúðir er greinilegt að loftskiptin hafa ör- veruhemjandi áhif. Einkunnir fyr- ir ferskleikamat samkvæmt skyn- mati sýndu að geymsla í loftskipt- um pakkningum við undirkæl- ingaraðstæður lengdi þann tíma sem fiskurinn hafði enn sætt ein- kennandi bragð um 4 til 5 daga, miðað við geymslu í lofti eða frauðplasti ef fiskurinn var geymdur við -1°C. Það er ljóst að flestar þær aðferðir sem notaðar eru til að lengja tímann sem fisk- ur er enn hæfur til manneldis beinast að því að lengja þann tíma sem fiskurinn er mjög hlutlaus eða bragðlaus. Hins vegar var greinilegt að með því að halda Mynd 3. Ýsuflak eftir hefðbundna roðflettingu. Mynd 4. Ýsuflak eftir roðkælingu og roðflettingu. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.