Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 23
23 F J Á R M Á L og mynd þrjú sýnir. Við öðru er ekki að búast. Erlend verðvísitala sjávarafurða hækkaði þó á milli áranna 2003 og 2004. Vísitala sem sýnir verð sjávarafurða í SDR og var 100 stig árið 1990 að með- altali, var 114,6 stig á öðrum árs- fjórðungi í ár. Hafði hún lækkað um rétt innan við tvo af hundraði frá meðaltali hins fyrsta. Aftur á móti styrktist gengi SDR örlítið á milli ársfjórðunga. Innlent verð- lag hækkaði á sama tíma sem leiðir til þess að verð sjávarafurða lækkar miðað við innlent verðlag. Styrking krónunnar veldur því að verðlag aðfanga sjávarafurða lækkar eða hækkar minna en ella þannig að lakari staða verðs af- urða er að einhverju leyti vegin upp með sömu áhrifum á aðföng af erlendum toga tengd aflaverð- mæti, þar með töldum hluta áhafnar. Eflaust er nokkur munur á afkomu einstakra greina og hvaða áhrif breyting gengis og af- urðaverðs hefir á afkomu þeirra. Nokkuð hefir verið um flutn- ing aflaheimilda á milli útgerðar- staða. Sé um stórfelldan flutning að ræða er sennilegt að hann geti haft meiri áhrif á rekstur einstak- ara fyrirtækja en breyting verðs afurða eða aðfanga. Mynd 2 sýnir þá raunvexti sem sjávarútvegur greiðir út frá tveimur mismunandi sjónarhorn- um. Annars vegar sem vexti mið- aða við innlend kjör allra lána og hins vegar sem meðalvexti yfir lánstíma. Hvorir tveggja eru reiknaðir sem vextir í innlendri mynt og sýna í raun áhættu og ábata erlendra vaxta sem bera mætti saman við innlenda vexti. Yfirleitt hafa innlendir vextir ver- ið óhagstæðari þeim erlendu. Einkum er það áberandi síðastlið- in þrjú ár. Tvö af þessum þremur árum hafa vextir erlendra lána verið neikvæðir, reiknaðir í inn- lendri mynt. Árið 2002 voru framangreindir vextir neikvæðir um 4% árið 2002 og um 5,9% árið 2004. Lækki gengi má búast við að um veruleg umskipti geti orðið að ræða til hins verra þótt ekki verði fullyrt að svipuð staða komi upp og árin 2000 og 2001 sem verður rakin til verðbólgu- skots er þá varð. Helstu lánardrottnar sjávarút- vegs eru innlánsstofnanir. Um þrír fjórðu hlutar skulda hans eru við þær. Hlutur fjármálafyrir- tækja annarra er hverfandi. Við samanburð á skuldum greinarinn- ar eftir því hvort miðað er við reikninga þeirra eða tegunda- skiptingu lánakerfis koma veru- legar skuldir í ljós sem gætu ver- ið við ýmsa birgja auk innbyrðis viðskipta fyrirtækjanna við hvert annað, það er skuldir vinnslunnar við útgerðina. Þrátt fyrir miklar skuldir, telst eiginfjárstaða fyrirtækja í sjávar- Tafla 3 - Raunvextir lána fjárfestingarlánasjóða, bankakerfis og lánasjóða ríkis ásamt vöxtum endurlánaðs erlends lánsfjár og beinna erlendra lántaka sjávarútvegs í milljónum króna. Miðað er við lántökumyntir 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Gengistryggðir 1.787 2.364 2.784 3.241 3.250 3.402 3.837 5.082 5.860 6.447 7.162 6.409 4.239 3.805 Verðtryggðir 1.350 1.354 1.205 1.047 1.202 1.323 1.340 1.311 1.383 1.470 1.477 1.337 1.032 718 Aðrir innlendir 481 583 648 553 588 770 1.061 1.151 879 1.251 1.188 1.384 862 868 Alls 3.618 4.301 4.637 4.841 5.040 5.495 6.238 7.543 8.123 9.168 9.826 9.131 6.133 5.391 Hlutfallsskipting 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Gengistryggðir 49,4% 55,0% 60,0% 66,9% 64,5% 61,9% 61,5% 67,4% 72,1% 70,3% 72,9% 70,2% 69,1% 70,6% Verðtryggðir 37,3% 31,5% 26,0% 21,6% 23,8% 24,1% 21,5% 17,4% 17,0% 16,0% 15,0% 14,6% 16,8% 13,3% Aðrir innlendir 13,3% 13,6% 14,0% 11,4% 11,7% 14,0% 17,0% 15,3% 10,8% 13,6% 12,1% 15,2% 14,1% 16,1% Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Raunvextir % Gengistryggðir 3,7% 4,5% 4,6% 5,1% 5,2% 5,3% 5,3% 5,8% 5,8% 5,5% 5,4% 4,9% 3,6% 3,0% Verðtryggðir 8,2% 8,1% 7,9% 7,2% 7,7% 7,8% 8,0% 7,9% 7,9% 8,3% 9,0% 9,3% 10,0% 8,8% Aðrir innlendir 12,2% 12,9% 13,5% 11,8% 11,9% 12,3% 13,3% 13,9% 11,2% 15,9% 13,0% 14,5% 9,7% 9,8% Alls 5,2% 5,8% 5,8% 5,9% 6,1% 6,2% 6,4% 6,7% 6,4% 6,4% 6,2% 5,9% 4,4% 3,7% 80,0 85,0 90,0 95,0 100,0 105,0 110,0 115,0 120,0 125,0 8 4 ;1 8 4 ;4 8 5 ;3 8 6 ;2 8 7 ;1 8 7 ;4 8 8 ;3 8 9 ;2 9 0 ;1 9 0 ;4 9 1 ;3 9 2 ;2 9 3 ;1 9 3 ;4 9 4 ;3 9 5 ;2 9 6 ;1 9 6 ;4 9 7 ;3 9 8 ;1 9 9 ;1 9 9 ;4 0 0 ;3 0 1 ;2 0 2 ;1 0 2 ;4 0 3 ;3 0 4 ;2 0 5 ;1 Ársfjórðungur Vísitala Ársfjórðungur Mynd 3 - Viðskiptavísitala sjávarafurða árin 1984 til 2004 aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.