Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 26
26 S M Á B Á TA R Formaður LS varpar varpar fram þeirri spurningu hvað áframhaldandi stækkun smábátanna þýði: Ekki lengur smábátaútgerð Á aðalfundi Lands- sambands smábátaeig- enda 14. og 15. októ- ber sl. minnist Arthur Bogason, formaður sambandsins, þess að tuttugu ár væru nú liðin frá stofnun LS. Hann sagðist telja nokkuð ljóst að ef samtökin hefðu ekki verið stofnuð á sínum hefði smábátaútgerð á Íslandi liðið undir lok í kjölfar þess að lög um stjórn fiskveiða voru staðfest á Alþingi árið 1984. „Á aðeins 20 árum hefur smá- bátaflotinn tekið algerum stakka- skiptum,“ sagði Arthur. „Hann hefur horfið frá því að vera hug- ljúf draumkennd minning um gamlan tíma, þar sem aldraðir einstaklingar reru kænu út á spegilslétt haf í sólarupprás eða sólarlag, í það að vera svar við sí- harðnandi kröfum nútímans um sjálfbærar og ábyrgar fiskveiðar, bæði gagnvart umhverfi hafs og manns. Smábátaútgerðin hefur breyst frá því að vera nokkurs konar aukabúgrein og afþreying í alvöru atvinnuveg sem að kveður og eftir er tekið, ekki einungis hérlendis heldur og erlendis.“ Arthur fullyrti að smábátaút- gerðin væri að afla besta hráefnis- ins fyrir neytendur, hún væri í sterkari tengslum við strand- byggðirnar en útgerð stærri skipa og skapaði tengsl sjósóknar og byggðar, sem annars myndu dofna og jafnvel rofna að lokum. Síðast en ekki síst,“ segir Arth- ur, „höfum við fullyrt að afkoma þessarar útgerðar geti verið betri en annarra, og því verðugt verk- efni, ekki síst þessar stundirnar fyrir hagfræðinga samtímans að reikna hvort það sé útgerð smá- bátanna eða annarra sem lifað gæti af til langframa sterkt gengi krónu og gríðarhátt olíuverð. Smábátaútgerðin hefur innbyggð- an sveigjanleika til að glíma við þessar erfiðu kringumstæður sem aðrar útgerðir hafa síður. Vissu- lega reynir á þolrif allra í sjávar- útveginum við núríkjandi kring- umstæður, en smábátaeigendur hafa áður séð hann svartan og þraukað af. Það er ekkert að breytast.“ Smábátar eða ekki smábátar? Arthur sagði að í kjölfar þess að allur smábátaflotinn var færður undir kvótakerfi hafi tvenns kon- ar vangaveltur orðið tilefni um- ræðna. Annars vegar að kerfin verði sameinuð hvað varðar fram- sal aflaheimilda og hins vegar að leyfa beri enn frekari stækkun smábátanna. „Hlutverk Landssambands smábátaeigenda er að standa vörð um smábátaútgerðina í landinu. Við höfum reynslu af því hvað opið framsal milli stórra og smárra hefur í för með sér. Slíkt þýðir einfaldlega endalok smærri útgerðarinnar. Standi vilji manna til að stækka bátana enn frekar en orðið er, er ekki lengur um smá- bátaútgerð að ræða.“ „...liggja svo fastir á grátmúrnum“ Arthur kvaðst telja brýnt að gerð- ir verði heildar kjarasamningar fyrir ráðnar áhafnir smábáta. „Það er mitt álit að núverandi þróun og ástand sé dæmt til að líða und- ir lok. Frekar en að vera þvingaðir til hlutanna eigum við að sýna frumkvæði í málinu,“ segir Arth- ur. Þá ræddi hann um línuívilnun- ina og sagði ljóst af umræðum á fundum svæðisfélaga smábátasjó- manna sl. haust að núverandi kerfi þætti mönnum ekki bjóð- andi. Hann skoraði á sjávarút- vegsráðherra að breyta núverandi línuívilnunarkerfi með það að leiðarljósi „að verðlauna notkun umhverfisvæns veiðarfæris, með sanngjarnari hætti en nú er.“ „Þessi aðferðafræði, þ.e. að hygla ákveðnu veiðarfæri getur verið stórsnjallt verkfæri í hönd- um ráðamanna til að auka virði sjávarfangs. Þannig vil ég beina þeirri hugmynd til sjávarútvegs- ráðherra, að taka upp ívilnun varðandi uppsjávarveiðar, þar sem þeim er hyglað sem veiða til manneldis. Mig satt best að segja undrar hvers vegna stórútgerðin hefur ekki reynt að sjá björtu hliðarnar á þessum málum og farið fram á slíka „manneldisívilnun“. En þeir liggja svo fast á grátmúrnum að sólin nær aldrei að þurrka táraflauminn.“ Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, á aðalfundi sambandsins. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.