Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 36

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 36
36 R Á Ð S T E F N A S Ó K N A R og samstarfi um rannsóknir og vísindi, stuðlar að meira gagnsæi og umræðu um rannsóknaniður- stöður, er ódýrara í framkvæmd vegna samlegðaráhrifa, stuðlar að frekari sérfræðiþekkingu íslenskra námsmanna og þekkingar á nýt- ingarmöguleikum íslenskra auð- linda og auðlindastjórnun. Allmargar stofnanir, skólar og fyrirtæki, í okkar fámenna þjóðfé- lagi, eru nú að sinna ýmsum af- mörkuðum sviðum rannsókna og kennslu í auðlindamálum. Sam- starf milli þessa aðila hefur verið alltof takmarkað hingað til sem er mjög miður í ljósi augljósra hags- muna Íslendinga og íslenska hag- kerfisins af samstilltu átaki í auð- lindamálum,“ segir Björn. Þarf öflugan „auðlindaháskóla“ Björn sagði það sína skoðun að Ís- lendingar þyrftu að leggja metn- að sinn í að byggja upp háskóla- stofnun sem hefði það á stefnu- skrá og leiðarljósi að bjóða upp á öflugt, alþjóðlegt rannsóknatengt grunn- og framhaldsnám um sjálfbæra nýtingu íslenskra auð- linda, til sjós og lands. Gera þyrfti námið eftirsóknarvert og spennandi valkost fyrir íslenskt menntafólk og sýna fram á mikil- vægi slíkar menntunar fyrir ís- lenskt framtíðar þjóðfélag. Há- skólinn legði stund á kennslu og rannsóknir á öllum sviðum auð- lindamála, m.a. sjávarútvegs- og fiskeldismál, auðlindalíftækni, endurnýjanlega orkugjafa, ferskvatnsauðlindir og jarðefni, og aðrar landsnytjar. Aðferðafræði sem beitt er við rannsóknir á einni auðlind og sú þekking sem skapaðist, mætti þannig nýta við rannsóknir á öðrum auðlindum. „Námið þarf því að vekja áhuga íslenskra sem og erlendra nem- enda að stunda hér á landi alþjóð- legt framhaldsnám á ýmsum svið- um auðlindamála, og taka að sér rannsóknarverkefni sem tengjast íslenskum auðlindum. Slík háskólastofnun mun verða gulls ígildi fyrir framtíð íslenska þekkingarþjóðfélagsins, þjóðfé- lags sem mun eiga sitt mikið undir gjöfulum náttúruauðlind- um í framtíðinni, sem hingað til. Rannsóknaráherslur yrðu á há- gæða grunnrannsóknir sem tengdar væru rannsóknatengdu alþjóðlegu framhaldsnámi til meistara- og doktorsprófs við há- skólann, nýsköpun, og nýjum nýtingarmöguleikum þeirra auð- linda sem fyrir eru. Stefnt væri að því að innan þessa „Auðlindahá- skóla“ væri saman komin á einum stað besta faglega þekking sem völ er á um íslenskar auðlindir á hverjum tíma,“ segir Björn. Auðlindadeild HA „Svo vel vill til að fyrsti vísir að þannig alhliða „Auðlindaháskóla“ er þegar kominn fram og það hér á Akureyri. Hefur að vísu ekki átt langa starfsævi, eða rétt um þrjú ár. Hér er átt við stofnun auð- lindadeildar Háskólans á Akur- eyri, haustið 2002, en þeirri deild var komið á fót á stoðum fyrrum sjávarútvegsdeildar Háskólans sem stofnsett var árið 1990 og var þá eina háskóladeild sem fékkst við kennslu í þeim fræðum á landinu. Með tilkomu auðlinda- deildar skapaðist einstakt tæki- færi fyrir Háskólann á Akureyri til að byggja upp sérstöðu á ýms- um öðrum veigamiklum sviðum auðlindafræða, og miðla nýrri og hagnýtri þekkingu til samfélags- ins. Auðlindadeild er sú eina innan íslenskra háskóla sem leggur áherslu á hið þverfaglega svið auðlindafræða, en innan deildar- innar eru þrjú megináherslusvið eða námsbrautir; umhverfis- og orkubraut, líftæknibraut og sjáv- arútvegs- og fiskeldisbraut. Auðlindadeild leggur áherslu á nám og rannsóknir í raunvísind- um og tæknigreinum samhliða vissum áherslum á auðlindahag- fræði, stjórnunar- og markaðs- fræði. Slík menntun er forsenda góðrar auðlindastjórnunar og skipulags, og ýtir undir sjálfbæra nýtingu auðlinda og verðmæta- sköpunar. Deildin er enn sem komið er mjög smá í sniðum, með einungis um 125 nemendur. Verið er að vinna markvisst að því að auka við nemendafjöldann, en mikill tími hefur þó farið í uppbygg- ingu brauta og innri gæðamál, m.a. nýverið í uppbyggingu orkusviðs deildarinnar. Boðið er upp á B.Sc. nám í umhverfis- fræði, orkufræði, líftækni, sjávar- útvegsfræði og fiskeldisfræði. Nú í haust var í fyrsta sinn í boði rannsóknatengt tveggja ára meistaranám (M.Sc.) í auðlinda- fræði, og stunda nú 6 nemendur framhaldsnám við deildina. Námið á sjávarútvegs- og fisk- eldisbraut auðlindadeildar á sér lengri sögu en annað nám innan deildarinnar þar sem það byggist að miklu leyti á námsframboði fyrrum sjávarútvegsdeildar. Auk raunvísindagrunns og grunnnámskeiða í hagfræði og stjórnun er áherslan í B.Sc. nám- inu á ýmsa séráfanga í sjávarút- vegs- og fiskeldisfræðum og má þar m.a. nefna haf- og veðurfræði, sjávarlíffræði, fiskifræði, stofn- stærðarfræði, vinnslutækni, fiska- lífeðlisfræði, fiskeldi, eldistækni, fóður- og hráefnisfræði, matvæla- fræði fiska, fisksjúkdóma, skipa- tækni og siglinga- og veiðitækni. Námið hefur nýst okkar nem- endum mjög vel til rannsókna- og stjórnunarstarfa í sjávarútvegi og til starfa í fiskeldi og er einnig góður grunnur til frekari náms. Í náminu er lögð mikil áhersla á nána samvinnu við þau fyrirtæki og stofnanir sem vinna við sjávar- útveg og eru staðsett á svæðinu,“ sagði Björn Gunnarsson. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 36

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.