Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Það er full ástæða til þess að hrósa Einari Kristni Guðfinnssyni fyrir þá röggsemi að Hafrannsóknastofnunin fái aukið fjármagn á næsta ári og árinu 2007 til þess að stórauka hafrannsóknir. Eins og staðan er í dag er gríðarlega mörgum áleitnum spurningum ósvarað varðandi lífríkið í sjónum og því afar brýnt að reyna með öllum tiltækum ráðum að fá svarað grundvallarspurningum, ef það þá er á færi vísindanna. Það hafa orðið gríðarlega miklar breyt- ingar á norðurhveli jarðar á síðustu árum. Sjórinn hefur hlýnað, ísinn er að hörfa og menn spá því að svo kunni að fara að innan fárra áratuga verði möguleiki á því að sigla stórum skipum á pólsvæðinu. Það myndi breyta ýmsu í flutningamynstri og væntan- lega hafa mikla þýðingu fyrir okkur Íslend- inga. Þessar mögulegu breytingar á sjónum í norðurhöfum koma til af hlýnun andrúms- loftsins. Gróðurhúsaáhrifin hafa klárlega sitt að segja í þessum efnum, en menn geta ekki nákvæmlega sett hlutina í samhengi og sagt að eitt leiði af öðru. Eins og Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafró, hefur sagt, er verk- efnið sem bíður vísindamanna á Hafró risa- vaxið og því verður að gefa nokkur ár. Einn angi rannsóknanna mun beinast að loðn- unni, sem undanfarin ár hefur hegðað sér allt öðruvísin en hér á árum áður. Mörg undanfarin ár hefur ekki verið unnt að mæla loðnustofninn á haustdögum vegna þess að loðnan hefur einfaldlega ekki haldið sig á þeim slóðum sem hún var alltaf hér á árum áður á þessum árstíma. En þá spyrja menn, er stofninn hruninn eða heldur hann sig orð- ið á allt öðrum slóðum en áður á haustin? Þetta vita menn ekki og það er ljóst að vís- indamenn Hafró munu m.a. beina sjónum að loðnunni og finna út orsakir breyttar hegðunar hennar. Ekki er ósennilegt að það tengist breytingu á hitastigi sjávar við land- ið, en menn geta ekki sagt með vissu, að svo komnu máli, að hún sé orsökin. Vonandi tekst að komast til botns í þessu máli, því það skiptir afar miklu máli, ekki bara fyrir loðnuveiðarnar sem slíkar og þar með af- komu fjölda fyrirtækja og þjóðarbúsins, heldur einnig og ekki síður er mikilvægt að fá sýn á hegðun loðnunnar í ljósi þess að hún er undirstöðufæðutegund þorsksins. Sjómenn segja að þorskurinn við landið sé og hafi verið undanfarin ár mjög horaður, sem auðvitað bendir til ætuskorts. Er ekki líklegt að þessi staða á þorskinum sé bein- tengd því að loðnan hefur brugðið sér „bæj- arleið“? Og er ekki allt eins líklegt að þorskurinn hafi einnig brugðið sér „bæjar- leið“ í humátt á eftir loðnunni? Risavaxnar spurningar sem þarf að fá svör við. Og það er líka mikilvægt ef vísindamenn gætu svar- að því hvort til dæmis flottrollsveiðar á loðnu hafa skaðvænleg áhrif á loðnuveiðarn- ar, eins og sumir vilja álíta. Það er athyglisvert að sjávarútvegsráð- herra hefur ekki bara ákveðið að Hafró fái auknar fjárheimildir til rannsókna á næstu árum, heldur er opnað á að vísindamenn utan stofnunarinnar fái einnig fjármagn til rannsókna. Þetta er ánægjulegt, en kemur út af fyrir sig ekki á óvart, því á þessum nótum hafa margir talað, t.d.Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og samflokks- maður sjávarútvegsráðherra að vestan, á ráð- stefnu Sóknar á Akureyri í október. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Mikilvægar ákvarðanir Hækkun fjármagns Hafrannsóknastofn- unar til rannsóknarverkefna er jákvætt og endurspeglar vilja mjög margra. Stofnun- inni hefur verið sniðinn of þröngur stakk- ur og úthaldstími skipanna verið of lítill. Þá hefur það gerst að við höfum eignast vísindamenn sem geta leitað svara við spurningum er lúta að hafrannsóknum. Sumir þeirra starfa utan Hafrannsókna- stofnunar. Það er gott að veita þeim tæki- færi til nýrra verkefna. Slíkt getur líka laðað að ungt fólk til hafrannsóknarverk- efna og aukið í raun heildarfjármagn til hafrannsókna í landinu. Auk þess sem það er eðlileg þróun í nútíma vísindasam- félagi, sem ég hef lengi talað fyrir. Þetta voru því tvær mikilvægar ákvarðanir, sem við eigum að líta á að marki ákveðin þáttaskil og verði hafrannsóknum til framdráttar í framtíðinni. (Af vefsíðu sjávarútvegsráðherra www.ekg.is) Þvílík della Segjum sem svo að innan fárra ára verði talið óþarft með öllu að takmarka veið- arnar í tiltekinn stofn, sem nú sætir tak- mörkunum, eða sem líklegra er, að talið verði nægjanlegt að takmarka veiðar með veiðileyfum og ekki talin þörf á að ákvarða heildarafla og þar með engin ástæða til þess að gefa út veiðiheimildir. Þetta er til dæmis raunhæft um þessar mundir varðandi úthafsrækjuveiðar við Ísland þar sem sóknin er langtum minni en það sem veiða má. Annað dæmi varðar ýsustofninn, sem undanfarin ár hefur jafnt og þétt vaxið þrátt fyrir veiðar um- fram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Að því hlýtur að koma að menn velti því fyr- ir sér hvort ekki eigi að hætta aflamarks- stýringunni, ef stofninn heldur áfram að stækka. Ætla menn þá að halda því fram í al- vöru að Alþingi eða ráðherra væri óheim- ilt ákvarða slíkt? Já, það er nákvæmlega það sem haldið er fram. Að verðmætin í veiðiheimildunum sem liggja í skömmt- uninni séu eign sem útgerðarmenn eigi og ekki megi fella niður. Þvílík della. (Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, í pistli á heimasíðu sinni - www.kristinn.is ) Kíkinn fyrir blinda augað Nokkrir forsvarsmenn Frjálslyndra gagn- rýndu um daginn að Ingibjörg Sólrún hefði ekki minnst einu orði á fyrningar- leiðina í ræðu hjá LÍÚ. Hófu þeir að túlka það sem undanhald gagnvart fyrningar- leiðinni. Hafi einhverjir verið í vafa þá finnst mér það einfaldlega lýsa því að þeir hafi bitið í sig að hugmyndin sé of góð til að vera sönn. Það sem mér finnst skipta máli er að í þá tvo áratugi sem kvótakerf- ið hefur verið við lýði hefur afli ekki auk- ist og stofnar hafa yfirleitt minnkað. Efnahagslegum tilgangi hefur að hluta verið náð, þ.e. að útgerðir gæti hagrætt og sérhæft sig í tilteknum tegundum. Sumir hafa sett kíkinn fyrir blinda augað og viðurkenning á því t.d. að til séu fleiri en einn þorskstofn við landið, ætti að geta bætt þar úr. Eða að tengsl séu á milli fiskistofnanna að því er varðar t.d. að hátt í milljón tonn af verðminni lífmassa eins og loðnu og kolmunna eru fjarlægðar úr sjónum árlega. Rétt er að rifja upp hér að árið 1984, fyrsta ár kvótakerfisins var þorskaflinn tæp 300 þús. tonn og þurfti þá að fara aftur til ár- anna 1947 og 1948 til að finna svo lágar aflatölur. (Björn Davíðsson, flokksstjórnarmaður í Samfylkingunni og varabæjarfulltrúi á Ísafirði í pistli á BB) U M M Æ L I Hafrannsóknir efldar           aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.