Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 11
11 H A F R A N N S Ó K N I R Nefndina skipa: Árni Bjarna- son, formaður Félags skipstjórn- armanna, Åsmund Bjordal, for- stöðumaður veiðarfærarannsókna við Hafrannsóknastofnunina í Bergen, Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og framkvæmda- stjóri, Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslumaður hjá HB- Granda, Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ, Michael Sinclair, fiskifæðingur og forstjóri Bedford hafrannsókna- stofnunarinnar í Dartmouth í Kanada, Sigrún H. Jónasdóttir, sjávarlíffræðingur við dönsku haf- rannsóknastofnunina og Ólafur J. Daðason, skipstjóri. Michael Sinclair hefur verið kjörinn for- maður nefndarinnar. „Sjávarútvegsráðherra skipar nefndina, án tilnefninga, og er hún til ráðgjafar og ráðuneytis fyrir stjórnina og forstjórann. Við bindum miklar vonir við starf nefndarinnar, enda er hún skipuð af valinkunnu fólki, bæði úr at- vinnugreininni hér heima og utan hennar og einnig frá virtum er- lendum stofnunum. Allt er þetta fólk með mikla reynslu og sýn á þessa hluti frá mjög mismunandi sjónarhornum. Við vonumst til þess að nefndin nái að skoða ýmsa þætti í starfsemi Hafrannsókna- stofnunarinnar og gera tillögur um úrbætur. Á fyrsta fundi nefndarinnar 8. nóvember sl. lagði hún línur um hvernig hún hyggist starfa. Hún mun taka fyr- ir afmarkað efni á hverju ári og fram á næsta sumar er það ætlun nefndarinnar að skoða verkefnaval okkar og hvað ræður því og sam- setningu rannsóknaverkefna. Það er að mínu mati mjög gott fyrir stofnunina að fá slíka utanaðkom- andi sýn á okkar vinnu hér,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Aukin framlög til Hafró Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt að hafrannsóknir verði efldar á næsta ári með 50 milljóna króna auknum framlögum og á fjárlög- um 2007 verði aukið við framlög- in um 100 milljónir króna. Jafnframt hefur ráðherra kynnt að úthlutunarreglum Verkefna- sjóðs sjávarútvegsins verði breytt þannig að á næsta ári fari að minnsta kosti 25 milljónir króna, af því fé sem sjóðurinn hefur til úthlutunar, til hafrannsókna á samkeppnisgrunni. Auglýst verð- ur eftir umsóknum og mun fag- hópur meta þær út frá vísinda- legu gildi verkefnanna. Þetta þýðir að rannsóknir á vegum Hafró verða auknar og einnig hafa þeir sem starfa utan Hafró möguleika á styrkjum til sinna rannsókna. Hafrannsóknastofnunin hyggst á næsta ári efla rannsóknir á vist- kerfi Íslandshafs, frá Grænlands- sundi norður og austur um land og leggja sérstaka áherslu á loðnurannsóknir, en eins og Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir á öðrum stað í blað- inu, er brýnt að rannsaka loðnuna á þessum slóðum í ljósi mikilla breytinga á lífríki sjávar á undan- förnum árum. Níu manna ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunarinnar tekin til starfa: Bindum miklar vonir við starf nefndarinnar - segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar Einar Kristinn Guðfinnsson hefur skipað sér- staka ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar- innar, sem er falið að fjalla um helstu þætti í starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar og áherslur í rannsóknum. Nefndin er stjórn stofnunarinnar og forstjóra til ráðuneytis og er auk þess ætlað að vera tengiliður stofnunar- innar við sjávarútveginn og innlenda og er- lenda fagaðila. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka framlög til Hafró á næsta og þarnæsta ári og það gefur stofnuninni m.a. möguleika á að efla rannsóknir á vistkerfi Íslandshafs, frá Grænlandssundi norður og austur um land og leggja sér- staka áherslu á loðnurannsóknir. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.