Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 17
17 V E S T F I R Ð I R „Háskólasetrið er ekki háskóli, heldur stofnun á háskólastigi. Við getum ekki innritað námsmenn og sérstaklega getum við ekki út- skrifað námsmenn. Samt hefur háskólasetrið margt fyrir stafni: Það hefur það markmið, að auka framboð á háskólanámi á svæðinu í samstarfi við háskóla innanlands sem utan, að gefa fólki á Vest- fjörðum mjög gott tækifæri til fjarnáms í öðrum háskólum og að vera samstarfsvettvangur mennt- unar og rannsókna.“ Þetta sagði Peter Weiss, for- stöðumaður Háskólaseturs Vest- fjarða, á ráðstefnu Sóknar á Akur- eyri, í erindi sem hann kallaði „Hvaða hlutverki gegna rann- sóknastofnanir á landsbyggðinni við hafrannsóknir?“ Þjónusta við fjarnema Peter sagði að ein helsta starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða yrði að þjónusta fjarnema annarra há- skóla, en flestir háskólanemar í fjarnámi á Vestfjörðum eru inn- ritaðir í Háskólann á Akureyri. „Þjónustan við fjarnemana þýðir að bjóða þeim góða aðstöðu, tæknilega og félagslega, spara þeim ferðir suður í próf og skipu- leggja hluta fjarnáms sem stað- bundið nám, þar sem hópstærð og efni gefa tilefni til þess. Við munum bjóða upp á klæðskera- saumað fjarnám, sem er sniðið eftir þörfum og áhuga hvers og eins og mun slík þjónusta vera vandfundin, þó víða sé leitað. Ég tel að klæðskerasaumað fjarnám geti haft aðdráttarafl fyrir náms- menn, sem eru búsettir á öðrum landssvæðum, jafnvel á höfuð- borgarsvæðinu,“ sagði Peter. Peter sagði að annað megin- markmið með Háskólasetri Vest- fjarða væri að renna stoðum undir rannsóknartengd verkefni tengd Vestfjörðum. Einnig að kynna Vestfirði sem áhugaverðan kost, fyrir þá sem stunda rannsóknar- tengt framhaldsnám, stuðla að samvinnu rannsóknarstofnana um rannsóknir á Vestfjörðum sem nýta sér m.a. sérstöðu svæðisins, koma á framfæri sérstöðu Vest- fjarða, hvað varðar fjölmenningu, þorskeldi og þorskeldisrannsókn- ir, Hornstrandafriðlandið, veiðar- færarannsóknir, tónlistar- og menningarlíf o.fl. Að vera hugveita „Sumir benda jafnvel á að sjávar- útvegurinn sé á undanhaldi,“ sagði Peter. „Vestfirðir væru mun meira en haf og fiskur, félagsvís- indi, rural sociology, fjölmenn- ing, náttúruvá og snjóflóðavarnir, fuglafræði, miðaldafræði, jafnvel galdur, allt eru það efni, sem koma í hugann, þegar hugsað er til Vestfjarða, það er ekki bara fiskurinn. Og þó. Ekkert þessara ransóknarsviða er líklegt til að bera námsgrein, varla hálfs árs nám. Flest allt er þetta tilvalið fyrir stök námskeið, ráðstefnur og rannsóknarverkefni. Ef við viljum verða fagháskóli, þurfum við að hugsa til sérhæfingar. Þegar við hugsum til sérhæfingar, þá hugs- um við samt sem áður helst út á haf og inn í þorskeldiskvíar. Há- skólasetur úti á landi getur eins og hver annar háskóli reynt að setja rannsóknaraðferðir, niður- stöður og túlkanir fram á skiljan- legan hátt og verið leiðandi í um- ræðunni, að vera hugveita. Þó er það ekki hlutverk háskóla að leiða umræðuna í ákveðna átt, í fyrir- fram ákveðna átt. Háskólar eiga að veita mönnum, stjórnmála- mönnum og kjósendum undir- stöður til að mynda sér skoðun. Til þess þarf að grandskoða allar aðferðir, allar niðurstöður og allar túlkanir. Það er ánægjulegt, að þjóðin skuli bera svo mikið traust til há- skólanna og þá sérstaklega til Há- skóla Íslands, jafnvel meira en til kirkjunnar. Þetta er hvatning, en um leið mikil ábyrgð að svíkja ekki þetta traust. Umræðan innan háskólanna á að vera takmörkuð til rökræðu og rökhugsunar, en hún á að vera ótakmörkuð að öðru leyti. Þannig öflum vér okkur trausts,“ sagði Peter Weiss. Að hugsa út á haf og inn í þorskeldiskvíar - Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, segir margháttaðan tilgang með starfsemi setursins Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.