Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 19
19 U M H V E R F I S M Á L fer í siglingar sem valda hlutfalls- lega minnstri orkunotkun við veiðar með botnvörpu en mestri við nótaveiðar. Sigling: Botnvarpa 25%, flotvarpa 50%, staðbundin veiðarfæri 50% og nót 55-70%.“ Þórhallur segir ekki neinn vafa leika á því, eins og t.d. Marorka hafi nú þegar sýnt fram á, að með réttri hönnun skipa sé unnt að ná verulegum sparnaði í eldsneytis- notkun. Þetta eigi einnig við um veiðarfæri og bendir Þórhallur í því sambandi á sparnað sem Hampiðjan hafi sýnt fram á með hönnun á flotvörpu. Stærri skipaskrúfur? Í skýrslu sinni beinir Þórhallur fyrst og fremst sjónum að því hvernig megi minnka losun gróð- urhúsalofttegunda frá fiskiskip- um. Áður hefur verið getið um sparnað með bættri orkustýringu um borð í fiskiskipum. Stjórn- endur Marorku telja m.a. að unnt sé að ná fram 15-17% orkusparn- aði á næstu fimm árum með þró- un og rannsóknum á orkusparn- aðarkerfum og þeir benda á að nú þegar hafi verið sýnt fram á veru- lega minni orkunotkun með breyttu skrokklagi skipa og öðru- vísi skrúfubúnaði. Þórhallur vitn- ar í skýrslu sinni til orða Sævars Birgissonar, skipaverkfræðings hjá Skipasýn, sem segir að skips- skrúfur hafi verið í stórum drátt- um eins síðan á áttunda áratugn- um, en þá voru skipsskrúfurnar endurnýjaðar í kjölfar hækkandi olíuverðs. Sævar telur að fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að fara nú í breytingar á skipsskrúfum með því að stækka þær og bæta. Nýtni skrúfa á fiskiskipum er oft um 30%, en Þórhallur segir Sæv- ar Birgisson telja að unnt sé að bæta nýtnina í 35%, sem fæli í sér 17% bætingu í orkunýtingu. Giska megi á að 100 milljónir kosti að skipta um skrúfu á stærri gerðum togara en sá kostnaður gæti borgað sig upp á nokkrum árum. Þórhallur segir að það kunni að koma mönnum spánskt fyrir sjónir af hverju útgerðin hafi ekki nýtt sér tækifæri til þess að bæta afkomu sína með því að fara í endurnýjun á skipaskrúfum. Hann segir að e.t.v. ráði þar ákveðin íhaldssemi og einnig kunni að vera góð og gild rök fyr- ir því að menn hafi ekki farið í að skoða þessa hluti í alvöru, t.d. að hafnaraðstaða sumsstaðar bjóði ekki upp á mikið stærri skips- skrúfur. Lífrænt eldsneyti Þórhallur vitnar í skýrslu sinni til úttektar The Economist sl. vor á endurnýjanlegu eldsneyti. Bent er á að lífrænt eldsneyti, svo sem líf- dísil og ethanól, sé unnið úr líf- rænu hráefni og sé því GHL- (gróðurhúsalofttegundir) hlut- laust þar sem binda þurfi kolefnið áður en það sé losað út í umhverf- ið með brennslu eldsneytisins. Þessar eldsneytistegundir sé unnt að nota blandaðar við dísilolíu á venjulegar dísilvélar, en einnig hafi verið framleiddar vélar sem geti brennt slíka orkugjafa óblandaða án vandkvæða. „Í út- tektinni kemur fram að fram- leiðsla og notkun á lífrænu elds- neyti fari mjög hratt vaxandi um þessar mundir í Evrópu og Bandaríkjunum. Aukningin er drifin áfram af hækkandi olíu- verði auk þess sem stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og Evrópu innheimti lægri skatta af lífrænum orkugjöfum en jarð- efnaeldsneyti. Raunar er stefna ESB að 2% af orkugjöfum sem notaðir eru árið 2005 verði líf- rænir og 2010 á hlutfallið að ná 5,75%. Vegna þess að olíuverð hefur hækkað töluvert að undanförnu er hinsvegar svo komið að í sumum ríkjum Bandaríkjanna er lífrænt eldsneyti samkeppnishæft við það hefðbundna, jafnvel þótt niður- greiðslum hins opinbera væri sleppt. Framleiðslukostnaður líf- ræns eldsneytis er líklega hvergi lægri en við ethanólframleiðslu í Brasilíu, en kostnaðurinn er 40% hærri í Bandaríkjunum og 150% hærri í ríkjum ESB. Engu að síð- ur nota Bandaríkin og Evrópa fyrst og fremst heimaframleitt líf- rænt eldsneyti þar sem stjórnvöld hygla innlendum framleiðendum lífræns eldsneytis og um leið bændum sem útvega hráefnið til framleiðslunnar. Reyndar standa vonir til þess að framleiðslukostn- aður muni lækka umtalsvert í viðkomandi ríkjum á næstu árum og áratugum og fullyrða áköfustu fylgismenn rannsókna á þessu sviði að lífrænir orkugjafar muni innan 20 ára kosta töluvert minna en olía kostar í dag.“ Hvað með vetnið? Í skýrslunni kemur fram að líkur séu til þess, útfrá eldsneytiskostn- aði, að notkun vetnis muni borga sig fyrir bílvélar fremur en fiski- skip, ekki síst í ljósi þess að ágæt- ar horfur séu á bættri eldsneyt- isnýtingu núverandi fiskiskipa- flota. Talið er nokkuð einsýnt að vetnisbílar komi á markað tölu- vert fyrr en skip knúin vetni. Sér- fræðingar hafa talið raunhæft að vetnisvæðingu Íslands verði lokið 2030-2045 og skipin verði þar aftast á merinni. Því fari vetnis- notkun fiskiskipa e.t.v. að verða raunhæfur kostur þegar líða fari að árinu 2030. Þórhallur Ásbjörnsson. Eldsneytisnotkun á hvert tonn veidds afla, 5 ára meðaltal. Úr skýrslunni „Losun GHL frá fiskiskipum“. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.