Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 21

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 21
21 V É L S T J Ó R A Þ I N G verkalýðsfélögin voru staðbundin þá var engin tækni til þess að miðla upplýsingum lengra en röddin og samgöngur þeirra tíma leyfðu. Nú eru breyttir tímar; allt sem fellur undir það að vera í tengslum við annað fólk er orðið mjög auðvelt. Fyrst með tilkomu símans og síðan með internetinu og tölvunni sem hefur valdið því að aðgengi að upplýsingum og starfsmönnum stéttarfélaga er orðið svipað hvar sem búið er á landinu. Horfum svona 30-40 ár til baka þegar landsfélögin höfðu á sínum snærum svokallaða ,,erind- reka“ sem höfðu það hlutverk að ferðast um landið til að heyra í fé- lögunum og koma á framfæri nýj- ustu upplýsingum. Nú er vand- inn miklu frekar sá á félagsfund- um að hafa eitthvað nýtt að segja frá, þar sem flest af því sem er að gerast, a.m.k. hjá Vélstjórafélagi Íslands, fer á heimasíðuna oft samdægurs,“ sagði Helgi og kvaðst vera vel meðvitaður um að ekki væru allir á eitt sáttir um sameiningu Vélstjórafélagsins við Félag járniðnaðarmanna. „Ég veit að innan félagsins eru mjög skipt- ar skoðanir um það mál sem er eðlilegra en allt annað. Það er nú einu sinni svo að mannskepnan er í eðli sínu fastheldin og lítið fyrir breytingar, það sjáum við allstað- ar í samfélaginu. Tökum dæmi úr eigin sögu þegar Vélstjórafélagið og Motorvélstjórafélagið samein- uðust árið 1966. Um sameining- una voru að sjálfsögðu mjög skiptar skoðanir, á þeim tíma. Þrátt fyrir það er ég nokkuð viss um að það er enginn nú sem vill stíga skrefið til baka og fá aftur tvö öflug landsfélög vélstjóra, ekki einu sinni þeir sem voru hvað harðastir á móti sameining- unni á sínum tíma. Í framhaldinu hvarf m.a. margra ára rígur á milli vélstjóra fiskiskipa og kaup- skipa þar sem báðir hóparnir komust að því að störfin um borð voru ekki svo ólík þrátt fyrir ólík verkefni skipanna.“ Stéttarfélögum mun fækka og þau stækka Helgi sagði fjölmargt í umhverfi stéttarfélaga sem muni knýja á um fækkun þeirra. Hann nefndi félagafrelsið í því sambandi, enda gætu launþegar nú valið sér aðild að stéttarfélagi með þeim fyrir- vara að lög viðkomandi stéttarfé- lags heimili aðildina. „Þótt ég hafi nokkuð skýra sýn í þessu máli, sem ég tel að forystumenn félaga eigi að hafa þegar um stefnumarkandi mál er að ræða, þá er það hinn almenni félags- maður sem tekur ákvörðunina. Það verður gert í almennri kosn- ingu þar sem öllum félagsmönn- um verða sendar allar tiltækar upplýsingar um málið ásamt kjörseðli sem hann sendir til baka með sinni ákvörðun. Þannig verð- ur tekin eins lýðræðisleg ákvörð- un í þessu máli og gerlegt er,“ sagði Helgi. Launþegar utan stéttarfélaga Helgi minnti á að á undanförnum árum hafi atvinnurekendur rekið fyrir því harðan áróður að laun- þegar standi utan stéttarfélaga og það eitt bæti kjör þeirra. „Hér er ég á öndverðum meiði,“ sagði Helgi, „og þarf ekki langt að sækja sönnun hins gagnstæða þar sem allir hinir stóru félagslegu sigrar hafa unnist á grundvelli heildarsamtakanna. Ég minnist þess ekki að einstakir launþegar hafi knúið fram breytingar sem tryggt hafi hinum almenna launamanni aukin félagslegan rétt. Komin er fram tillaga innan Evrópusambandsins um að laun- þegar frá löndum utan sambands- ins sem starfa þar taki kaup og kjör samkvæmt viðkomandi kjarasamningi í sínu heimalandi. Ef þessi regla gilti hér á landi mundi það hafa í för með sér að t.d. Kínverjar við störf hér í fisk- vinnslunni mundu vera á sömu launum og greidd eru í kínverskri fiskvinnslu en samkvæmt fréttum eru þau ekki beisin.“ Sjávarútvegurinn er höfuða- tvinnugreinin „Í þau 24 ár sem ég hef verið í forsvari Vélstjórafélags Íslands,“ sagði Helgi, „hefur ekki verið um það deilt að sjávarútvegurinn, þ.e. veiðarnar og vinnslan, sé höfuða- tvinnugrein þessarar þjóðar. Sú atvinnugrein sem skaffi þjóðinni stærstan hluta teknanna sem fer í að brauðfæða hana. Sú atvinnu- grein sem önnur atvinnustarfsemi byggist á að stærstum hluta ásamt lífsviðurværi þeirra fjöl- mörgu sem byggja sjávarþorpin við ströndina. Sú atvinnugrein sem hefur ráðið mestu um skrán- ingu á gengi íslensku krónunnar á hverjum tíma.“ Gengur illa að manna fiskiskipin „Hér hefur orðið breyting á, í fyrsta lagi þá virðast landsfeðurn- ir ekki þjakaðir af svefntruflunum vegna stöðugt lækkandi launa sjómanna sem helgast af allt of háu gengi krónunnar. Það veldur því að illa gengur að manna fiski- skipin hæfum sjómönnum sem mun koma fram í lélegri afköst- um og aukinni slysatíðni um borð. Hér er auðvitað um ástand að ræða sem ekki getur varað mikið lengur. Haldi það áfram mun það leiða til stöðugt vaxandi fólksflótta frá þessari atvinnu- grein sem verður ekki rekin nema með dugmiklum og hæfum sjó- mönnum. Í dag virðist peningaiðnaðurinn hafa tekið við af sjávarútveginum sem höfuðatvinnugrein þjóðar- innar. Peningaiðnaðurinn vex hraðast og greiðir hæstu launin. Sá bankanna sem hefur vaxið mest hefur rúmlega fimmfaldað verðmæti sitt á skömmum tíma og skilaði tæpum 1 miljarðs tekjuafgangi á viku það sem af er árinu. Trúa menn því virkilega að svo verði um öll ókomin ár. Ég a.m.k. trúi því ekki. Ég held að sjávarút- vegurinn muni til lengri tíma lit- ið verða okkar höfuðatvinnugrein og að hafið umhverfis landið verði um ókomin ár helsta auðlindin. Auðlind sem okkur ber að nýta af skynsemi og fyrirhyggju í fullri sátt við okkar helstu vísindamenn Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands. Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.