Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 24

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 24
24 Æ G I S V I Ð TA L I Ð við hérlend hátæknifyrirtæki hafa verið að ná. Menn spá því að þessi þróun haldi áfram.. Hörður Arnar- son, forstjóri Marels, hefur látið hafa eftir sér að af- köstin í landvinnslunni gætu verið komin í 50-60 kg á manntíma eftir þrjú til fjögur ár, þegar róbóta- tæknin hefur rutt sér til rúms. Ef við horfum á flutningamálin, þá eru forsendur gjörbreyttar. Flutningsgetan með flugi er orðin allt önnur og betri en var fyrir fáum árum. Við erum vel staðsettir, Íslendingar, gagnvart mörkuðunum, mitt á milli Ameríku og Evrópu. Þetta gildir um bæði viðskiptasambönd og flutning á fiskinum á markað.“ Mikil og ör þróun í fiskvinnslunni „Það hefur orðið mikil og ör þróun í fiskvinnslunni. Útflutningur á ferskum fiski hefur stóraukist, en við viljum gjarnan halda því til haga hjá Samtökum fiskvinnslu án útgerðar, að fyrirtæki í okkar röðum eru frumkvöðlar í þessum útflutningi og hafa mark- að leiðina. Öflugt flutninganet frá Íslandi er ein af megin for- sendum þess að skapa nýja möguleika í fiskvinnslu hér á landi og síðan er það okkar sem rekum fyrir- tækin að vinna úr möguleikunum. Það hefur verið mikil þróun og aukning í útflutningi á ferskum fiski og ég spái því að mikil þróun eigi eftir að eiga sér stað í markaðssetningunni. Við gætum jafnvel verið að sjá á næstu árum að það komi upp fleiri sölufyrir- tæki erlendis sem Íslendingar hafi meiri ítök í. Þessi fyrirtæki annist dreifingu og sölu vörunnar til enda. Þetta er nú þegar byrjað og ég er þess fullviss að mikil aukning verður í þessu í framtíðinni. Auðvitað er það svo að flutningur á ferskum fiski með flugi er dýr, en hins vegar virðast neytendur í Bretlandi og á meginlandi Evrópu vera tilbúnir að kaupa ferskan fisk frá Íslandi á háu verði. Ég er sann- færður um að við getum náð betri árangri í því að selja frystan fisk á háu verði. Til þess að svo megi verða þurfum við að vinna meira í að þróa pakkning- arnar - bæði fyrir frysta fiskinn og þann ferska. Því miður hafa verið viðvarandi ákveðin tregðulögmál í þessum efnum hjá stóru sölusamtökunum.“ Óttast ekki samkeppnina við Kína Óskar er ekki smeykur við samkeppnina frá ört vax- andi fiskvinnslu í Kína, jafnvel þótt launakjör séu þar margfalt lægri en hér á landi. „Fiskurinn sem Kínverjar eru að framleiða er allt önnur vara en við erum að framleiða hér. Þetta er tvífrystur og jafnvel þrífrystur bolfiskur, sem stendur langt að baki þeirri vöru sem við Íslendingar framleiðum. Þetta er satt best að segja eins og að bera saman Lödu og Benz. Kínverjarnir þurfa að flytja hráefnið til sín um gríð- arlega langan veg og síðan aftur á markaði. Ávinn- ingurinn af lágum launum hverfur vegna gífurlega mikils flutningskostnaðar á hráefninu og fullunninni vöru. Ég hef það staðfest að Kínverjarnir blanda í fiskinn ýmsu sem þyngir vöruna þannig að þegar búið er að elda fiskinn skreppur hann saman um allt að 40%. Ég er ekki að segja að þetta sé algilt, en um þetta eru staðfest dæmi. Ef við höldum rétt á okkar spilum, þá tel ég að fiskvinnslan í Kína ógni ekki fiskvinnslunni hjá okkur. En ég dreg ekki fjöður yfir það að þessi Óskar Þór Karlsson: „Við viljum að þegar við kaupum fiskinn sé allur kostnaður kominn fram. Við teljum að seljendur eigi að bera kostnað sem fellur á fiskinn áður en hann er seldur og við kaupendur eftir að við höfum keypt hann. Þannig er málum yfirleitt háttað í öllum öðrum viðskiptum.“ Óskar Þór í ræðustóli á aðalfundi SFÁÚ. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 24

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.