Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 28
28 M E N G U N Á síðustu árum og misserum hef- ur sjónum verið í vaxandi mæli beint að gæðum lofts um borð í íslenskum fiskiskipum, en margir sem til þekkja segja að á því sviði sé verulega pottur brotinn. Vélstjórar í áhættuhópi Vitað er að vélstjórar starfa oft og tíðum í lokuðum rýmum og þar eru á sveimi rykagnir og ýmsar hættulegar lofttegundir. Þetta hefur komið glögglega fram í rannsóknum dr. Vilhjálms Rafns- sonar á íslenskum vélstjórum og rannsóknum annarra vísinda- manna í öðrum löndum sem sýna fram á að tíðni krabbameina hjá vélstjórum er hærra heldur en hjá öðrum stéttum. En það eru ekki bara vélstjórar sem eru í hættu, þessar lofttegundir og rykagnir berast úr einu rými í annað og nýlegt dæmi er af hérlendum sjó- manni, sem svaf af ákveðnum ástæðum með hvíta öndundar- grímu, og á nokkrum sólarhring- um kom í ljós að filterinn í grímunni var svartur af ryki og skít. Þetta staðfesti það sem menn hafa lengi óttast að ýmis- legt óæskilegt væri á sveimi um borð í fiskiskipum, sem kann að vera hættulegt heilsu manna. Siglingastofnun hefur nú hrundið af stað viðamiklu verkefni sem miðar að því að afla vitneskju um gæði lofts um borð í íslenskum fiskiskipum. Verkefnið er komið í fullan gang og því verður fram haldið á næsta ári. Ástandsgreining í nokkrum skipum „Við erum búnir að gera ástands- greiningu um borð í 8-10 skip- um. Til að byrja með mældum við koltvísýring í rýmum í skip- unum, en við höfum einnig mælt CO - þ.e. kolmonoxíð - og framundan eru mælingar á brennisteinsvetni um borð í skip- unum og einnig verður mælt þar súrefni, rykagnir í loftinu o.fl. Við erum að fá ný mælitæki núna fyrir áramótin sem mæla loftteg- undir eins og brennissteinsvetnið og við munum halda áfram af fullum krafti í mælingunum á næsta ári og við gerum ráð fyrir að ljúka þeim þá,“ segir Jón Bernódusson hjá Siglingastofnun og bætir við að umfang rannsókn- arinnar taki mið af þeim fjármun- um sem eru tiltækir til hennar. „Verkefnið kom þannig til að Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félagsins, kom að máli við okkur og síðan hefur Guðbjartur Einars- son í Véltaki verið áhugasamur um þessi mál og sett sig vel inn í þau. Þetta verkefni er í raun und- irverkefni í viðameira og stærra verkefni sem miðar að því að koma í veg fyrir slys um borð í skipum. Við teljum að m.a. loft- gæði, hávaði, sjóveiki, svefn o.fl. hafi áhrif á það hvort menn eru þreyttir eða ekki og við þær að- stæður að sjómenn eru mjög þreyttir gera þeir mannleg mis- tök, sem oft leiða til slysa,“ segir Jón. Var að tærast upp „Það er rétt að ég hef kynnt mér niðurstöður mikils fjölda sérfræð- inga sem rannsakað hafa þessi mál og eru að miklu leyti samhljóða og jafnframt hef ég skoðað þessi mál út frá tæknilegu sjónarmiði á undanförnum tíu árum og komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi hvorki stórar fjárfestingar eða breytingar á skipum til að koma þessum málum í viðunandi horf. Eða eins og einhver sagði í er- lendri blaðagrein, það er ekkert vandamál að útrýma mengun ef menn vilja borga fyrir það. Það er gleðilegt að geta sagt frá því, að margar útgerðir hafa tekið þetta mál alvarlega og bætt um betur,“ segir Guðbjartur Einarsson í Véltaki. „Minn áhugi á málinu kom til af því að ég fór sjálfur til sjós að loknu námi sem vélstjóri á vertíðarbátum fyrir um þrjátíu árum, en varð að hætta því eftir tvö ár vegna þess að ég þoldi ekki loftið um borð. Ég var að tærast upp og þurfti að fara reglulega út undir bert loft til þess að anda að mér hreinu lofti.“ Tvennskonar mengun „Þessi mengun um borð í skipun- um er tvennskonar. Annars vegar loftmengun í íbúðum og vistar- verum og hins vegar loftmengun í vélarrúmi. Varðandi íbúðir/vist- arverur og vélarúm er oft stutt á milli útblásturs frá vélum og loft- inntaka sem skapar hringrás. Þetta má bæta með réttum bún- aði. Í vélarrúminu sjálfu lekur olía oft út á heitar vélar í gegnum samskeyti og pakkdósir og mynd- ar olíueim eða olíugufu sem inni- heldur eitrað brennisteinsvetni H2S gas. Þetta gas er samansett af örsmáum eitruðum molikúlum sem eiga greiðan aðgang að önd- unarfærum manna og líffærum. Menn hafa minna beint sjónum sínum að íbúðum og öðrum vist- arverum í skipunum hvað varðar útbreiðslu H2S. En við nánari at- hugun er H2S gasið ekki bara í vélarrúminu, það berst út um allt skip. Til dæmis kemur gasið fram sem súr lykt af vinnufatnaði, súr lykt í vistarverum skipverja - m.a. af rúmfötum og fatnaði - og gasið getur komist í matvæli í gegnum opnar dyr til vinnslu- rýma og matargeymsla. Árið 1994 komst ég yfir grein í kanadísku blaði, sem fjallaði um mengun í vélarrúmum og þar var greint frá bandarískum búnaði sem settur er á túrbínur vélanna og tengdur við sveifarhúsútloft- un. Búnaðurinn skilur H2S og aðrar gastegundir frá smurolíu og jafnframt lætur þessi búnaður vélina brenna gasinu og myndar undirþrýsting í sveifarhúsi, sem minnkar smurolíuleka út á heitar vélarnar og leka í kjöl. Þannig má minnka eða koma í veg fyrir myndun H2S gass í vélarrúmi. Ég hafði samband við þetta banda- ríska fyrirtæki því það er ekki nóg að benda á vandamálið, það þarf að vera hægt að leysa það innan skynsamlegra marka. Bún- aðurinn hefur sannað sig ágætlega Rannsókn hafin á gæðum lofts um borð í skipum - á vegum Siglingastofnunar Íslands aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.